Mannúðaraðstoð komin til Líbanon
Fyrsta flug frá Sádí-Arabíu með hjálpargögn og mannúðaraðstoð til Líbanons lenti í Beirút í dag. Ísraelar hafa að undanförnu gert árásir á Líbanon, í átökum sínum við Hesbollah samtökin. Samkvæmt yfirvöldum í landinu féllu 15 í slíkum árásum í dag.