Ísland í dag - Ný tækni fyrir þunnt hár og skalla!

Hárgreiðslukonan Sigríður Margrét Einarsdóttir fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og eftir að hafa við það misst allt hárið hefur hún ekki fengið aftur sitt þykka og fallega hár. Hún fór því að finna lausnir fyrir þá sem verða fyrir hármissi. Nú hjálpar hún konum sem eru með extra þunnt hár eftir veikindi og einnig karlmönnum sem langar að fá hár í stað skalla. Sköllóttir karlmenn hafa oft verið valdir kynþokkafyllstu karlmenn landsins. Enda margir mega flottir. En sumir vilja gera tilraunir með að setja á sig hártopp og Eðvarð Gíslason langar að breyta til og fá sér hártopp með glænýrri tækni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og ræddi við Sigríði Margréti um hennar veikindi og hármissi og einnig talaði Vala við Eðvarð, en hann hefur verið með skalla frá unga aldri.

56921
11:48

Vinsælt í flokknum Ísland í dag