Ísland í dag - Notar útisturtuna við 38 fermetra húsið sitt í öllum veðrum

Björg Ingadóttir fatahönnuður er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins og landsþekkt fyrir hönnunarfyrirtækið sitt Spaksmannsspjarir. Björg er alltaf á undan öðrum og frumkvöðull á ýmsum sviðum og nú er hún að kenna fatahönnun í þrívídd á netnámskeiðum sem eru alveg byltingarkennd og gríðarlega vinsæl. Og Björg hefur áður vakið mikla athygli í Íslandi í dag þar sem hún sýndi okkur meðal annars 38 fermetra sumarhúsið sitt sem hefur allt sem hún þarf og snilldar sérkennilegar lausnir og útisturtu í skjóli sem gert er úr grasþökum. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti Björgu og fékk að heyra meira um hennar byltingarkenndu verkefni.

2427
13:16

Vinsælt í flokknum Ísland í dag