Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir, Bára Daðadóttir, Erna Lea Bergsteinsdóttir, Hanna Borg Jónsdóttir, Hjördís Eva Þórðardóttir, Nína Hrönn Gunnarsdóttir, Sara Björk Þorsteinsdóttir og Þorleifur Kr. Níelsson skrifa 29. janúar 2026 18:32 Undanfarið hafa málefni barna og ungmenna verið mikið til umræðu í samfélaginu. Áhyggjur af líðan, frammistöðu í skóla, ofbeldi og félagslegri einangrun hafa kallað fram háværar raddir um að eitthvað þurfi að breytast. Í umræðunni er ítrekað kallað eftir auknu samstarfi innan kerfisins og að ólíkar fagstéttir, foreldrar og ungt fólk leggist saman á árarnar við að móta lausnir og raunhæfar aðgerðir. Inga Sæland, nýskipaður mennta- og barnamálaráðherra og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu einmitt þetta í Sprengisandi á Bylgjunni þann 25. janúar síðastliðinn. Þar var lögð áhersla á mikilvægi samtals og samvinnu á milli fagfólks og ólíkra þjónustukerfa. Þessi skilaboð eru mikilvæg og tímabær. Samstarf þvert á kerfi er þegar hafið Með nýstofnuðum farsældarráðum í öllum landshlutum hefur þegar verið skapaður formlegur og lögbundinn vettvangur fyrir samstarf þeirra sem koma að farsæld og velferð barna og fjölskyldna þeirra. Í farsældarráðum koma saman fulltrúar sveitarfélaga í skóla- og velferðarþjónustu, framhaldsskóla, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, íþrótta og tómstunda, foreldra, ungmenna auk annarra hagaðila. Þessir fulltrúar hafa það markmið að tryggja snemmtæka íhlutun og öflugt samstarf þvert á þjónustukerfin. Nú þegar fer fram mikil og markviss vinna í farsældarráðunum við að greina stöðuna í hverjum landshluta og móta sameiginlegar lausnir sem taka mið af raunverulegum aðstæðum barna, fjölskyldna og fagfólks. Lausnin er nær en við höldum Farsældarráðin eru ekki lengur hugmynd á teikniborðinu heldur lifandi vettvangur fyrir samtal, samhæfingu og aðgerðir. Til þess að ná árangri í málefnum barna og ungmenna þurfum við ekki alltaf að finna upp hjólið, heldur nýta betur það sem þegar hefur verið sett á laggir og tengja kerfin okkar saman. Með því að styrkja farsældarráðin, hlusta á þau og virkja þau enn frekar í stefnumótun og ákvarðanatöku er hægt að dýpka þann samstarfsvettvang sem svo oft hefur verið kallað eftir. Breytum kerfinu – nú er tækifærið Lausnin felst í sameiginlegri ábyrgð. Farsæld barna er ekki verkefni eins kerfis eða eins hóps, hún er samfélagslegt verkefni okkar allra. Undirrituð fagna því að mennta- og barnamálaráðherra skuli leggja áherslu á mikilvægi samtals og samvinnu. Farsældarráðin eru mikilvægur hlekkur hvað varðar áframhaldandi og aukið samstarf milli allra þeirra sem koma að málefnum barna. Nú er tækifærið - nýtum það. Arna Ír Gunnarsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Suðurlands Bára Daðadóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Vesturlands Erna Lea Bergsteinsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Vestfjarða Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Suðurnesja Nína Hrönn Gunnarsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Austurlands Sara Björk Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Norðurlands vestra Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældarráðs Norðurlands eystra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa málefni barna og ungmenna verið mikið til umræðu í samfélaginu. Áhyggjur af líðan, frammistöðu í skóla, ofbeldi og félagslegri einangrun hafa kallað fram háværar raddir um að eitthvað þurfi að breytast. Í umræðunni er ítrekað kallað eftir auknu samstarfi innan kerfisins og að ólíkar fagstéttir, foreldrar og ungt fólk leggist saman á árarnar við að móta lausnir og raunhæfar aðgerðir. Inga Sæland, nýskipaður mennta- og barnamálaráðherra og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu einmitt þetta í Sprengisandi á Bylgjunni þann 25. janúar síðastliðinn. Þar var lögð áhersla á mikilvægi samtals og samvinnu á milli fagfólks og ólíkra þjónustukerfa. Þessi skilaboð eru mikilvæg og tímabær. Samstarf þvert á kerfi er þegar hafið Með nýstofnuðum farsældarráðum í öllum landshlutum hefur þegar verið skapaður formlegur og lögbundinn vettvangur fyrir samstarf þeirra sem koma að farsæld og velferð barna og fjölskyldna þeirra. Í farsældarráðum koma saman fulltrúar sveitarfélaga í skóla- og velferðarþjónustu, framhaldsskóla, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, íþrótta og tómstunda, foreldra, ungmenna auk annarra hagaðila. Þessir fulltrúar hafa það markmið að tryggja snemmtæka íhlutun og öflugt samstarf þvert á þjónustukerfin. Nú þegar fer fram mikil og markviss vinna í farsældarráðunum við að greina stöðuna í hverjum landshluta og móta sameiginlegar lausnir sem taka mið af raunverulegum aðstæðum barna, fjölskyldna og fagfólks. Lausnin er nær en við höldum Farsældarráðin eru ekki lengur hugmynd á teikniborðinu heldur lifandi vettvangur fyrir samtal, samhæfingu og aðgerðir. Til þess að ná árangri í málefnum barna og ungmenna þurfum við ekki alltaf að finna upp hjólið, heldur nýta betur það sem þegar hefur verið sett á laggir og tengja kerfin okkar saman. Með því að styrkja farsældarráðin, hlusta á þau og virkja þau enn frekar í stefnumótun og ákvarðanatöku er hægt að dýpka þann samstarfsvettvang sem svo oft hefur verið kallað eftir. Breytum kerfinu – nú er tækifærið Lausnin felst í sameiginlegri ábyrgð. Farsæld barna er ekki verkefni eins kerfis eða eins hóps, hún er samfélagslegt verkefni okkar allra. Undirrituð fagna því að mennta- og barnamálaráðherra skuli leggja áherslu á mikilvægi samtals og samvinnu. Farsældarráðin eru mikilvægur hlekkur hvað varðar áframhaldandi og aukið samstarf milli allra þeirra sem koma að málefnum barna. Nú er tækifærið - nýtum það. Arna Ír Gunnarsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Suðurlands Bára Daðadóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Vesturlands Erna Lea Bergsteinsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Vestfjarða Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Suðurnesja Nína Hrönn Gunnarsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Austurlands Sara Björk Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Norðurlands vestra Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældarráðs Norðurlands eystra
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun