Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2026 06:30 Ekki kemur fram í kæru hvar maðurinn átti heima. Myndin er tekin í Grímsnes- og Grafningshreppi. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps var ekki heimilt að taka ákvörðun um að banna íbúa að halda hund. Íbúinn hafði fengið áminningu vegna brota á samþykkt um hundahald. Kæru hans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var vísað frá vegna þess að sveitarstjórn hefði átt að taka ákvörðun um að svipta manninn leyfi til hundahalds. Maðurinn kærði ákvörðun sveitarstjóra og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Í úrskurði kemur fram að maðurinn hafi verið upplýstur um það þann 25. ágúst í fyrra að sveitarfélaginu hefðu borist kvartanir vegna brota hans á samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu og var sérstaklega vísað til þess að hundar skyldu aldrei ganga lausir á almannaværi auk þess sem hundaeigandi beri ábyrgð á því að hundur hans raski ekki ró íbúa sveitarfélagsins. Fékk fyrst áminningu Vakin var athygli á því að samkvæmt samþykktinni væri heimilt að fjarlægja viðkomandi hund vegna umræddra brota en ef um alvarleg eða ítrekuð brot væri að ræða hefði sveitarfélagið heimild til þess að taka hund af skrá sveitarfélagsins og banna umráðamanni að halda hundinn í sveitarfélaginu. Í bréfi til mannsins hafi komið fram að með tilvísun til 6. greinar hundasamþykktarinnar að erindið fæli í sér skriflega áminningu og að úrbóta væri vænst. Stuttu síðar, eða þann 12. september, barst sveitarfélaginu svo tilkynning um að hundur mannsins hefði verið laus, hann hefði ráðist á lamb og bitið það. Sama dag var hundurinn tekinn og komið fyrir í umsjá dýraeftirlitsmanns sveitarfélagsins. Tæpri viku síðar, þann 18. september, var manninum tilkynnt með bréfi að til álita kæmi, vegna ítrekaðra brota, að banna honum að halda hundinn og honum gefinn frestur til andmæla, sem hann gerði 22. september. Daginn eftir, 23. september, tók sveitarstjóri þá ákvörðun að banna honum að halda þessum umrædda hundi. Skjalfestu ekki ásakanir Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vísaði hann til þess að sveitarfélagið hefði ekki skjalfest helstu ásakanir sem hafðar hefðu verið frammi vegna hundsins. Ásakanir um að hundurinn sé grunaður um að hafa ráðist á allt að 31 lamb væru eingöngu byggðar á símtölum þar um. Það hafi aldrei verið á það minnst við kæranda fyrr en í tilkynningunni um hina kærðu ákvörðun. Kærandi hafi ávallt sagst taka fulla ábyrgð og lofað að greiða bætur vegna skaða sem hundurinn eigi að hafa valdið en á móti krafist gagna og sannana fyrir ásökunum. Þá sagði hann sveitarfélagið ranglega halda því fram að hann hafi ekki brugðist við viðvörunum þeirra og segir hann sveitarfélagið gagngert hafa komið sér undan að hafa hlutina skriflega og hafa neitað honum um ýmis gögn málsins. Hann sagði „óheilindi í vinnubrögðum sveitarfélagsins“, að hundurinn væri sér mikilvægur og sagðist tilbúinn til að halda uppeldi og þjálfun hundsins áfram. Í andsvörum sínum segir sveitarfélagið að ákvörðunin um að banna honum að halda hundinn hafi verið tekin vegna ítrekaðra brota gegn samþykkt um hundahald. Hann hafi fengið áminningu og veittur frestur til úrbóta. Þrátt fyrir það hafi hundurinn stuttu síðar verið staðinn að því að ráðast á lamb. Sveitarfélagið segir ákvörðunina í samræmi við form- og efnisreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá segir sveitarfélagið manninn hafa fengið aðgang að öllum gögnum sem hann hafi átt rétt á að fá aðgang að. Í kæru sinni vísar maðurinn einnig til myndbands af hundinum sem hann hafi fengið lögreglu, reyndan hundaþjálfara og Matvælastofnun til að skoða. Niðurstaða þeirra hafi verið að hundurinn hafi verið að leika sér. Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps út kjörtímabilið 2022 til 2026 er Fjóla St. Kristinsdóttir.Grímsnes- og Grafningshreppur Engin miskunn Þá segir hann ekki rétt að hundurinn hafi oft verið staðinn að verki og hann fengið margar viðvaranir. Hundurinn hafi verið tekinn í fyrsta skipti sem hann hafi verið gripinn og engin miskunn sýnd þrátt fyrir vitneskju um að búnaður væri á leiðinni til kæranda sem myndi koma í veg fyrir að hundurinn gæti sloppið. Niðurstaða nefndarinnar er að sveitarstjóra hafi skort vald til að taka hina ákvörðunina um að svipta manninn leyfi til hundahalds. Sveitarstjórn eigi að taka slíka ákvörðun og það skipti ekki máli að sveitarstjórinn hafi undirritað ákvörðunina fyrir hönd sveitarstjórnar. Í niðurstöðu segir að ekki verði séð í fundargerðum að málið hafi verið rætt á grundvelli sveitarstjórnar. Ekki sé hægt að bera ákvörðunina undir úrskurðarnefndina fyrr en málið er leitt til lykta af bæru stjórnvaldi. Málinu er því vísað frá. Grímsnes- og Grafningshreppur Hundar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Maðurinn kærði ákvörðun sveitarstjóra og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Í úrskurði kemur fram að maðurinn hafi verið upplýstur um það þann 25. ágúst í fyrra að sveitarfélaginu hefðu borist kvartanir vegna brota hans á samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu og var sérstaklega vísað til þess að hundar skyldu aldrei ganga lausir á almannaværi auk þess sem hundaeigandi beri ábyrgð á því að hundur hans raski ekki ró íbúa sveitarfélagsins. Fékk fyrst áminningu Vakin var athygli á því að samkvæmt samþykktinni væri heimilt að fjarlægja viðkomandi hund vegna umræddra brota en ef um alvarleg eða ítrekuð brot væri að ræða hefði sveitarfélagið heimild til þess að taka hund af skrá sveitarfélagsins og banna umráðamanni að halda hundinn í sveitarfélaginu. Í bréfi til mannsins hafi komið fram að með tilvísun til 6. greinar hundasamþykktarinnar að erindið fæli í sér skriflega áminningu og að úrbóta væri vænst. Stuttu síðar, eða þann 12. september, barst sveitarfélaginu svo tilkynning um að hundur mannsins hefði verið laus, hann hefði ráðist á lamb og bitið það. Sama dag var hundurinn tekinn og komið fyrir í umsjá dýraeftirlitsmanns sveitarfélagsins. Tæpri viku síðar, þann 18. september, var manninum tilkynnt með bréfi að til álita kæmi, vegna ítrekaðra brota, að banna honum að halda hundinn og honum gefinn frestur til andmæla, sem hann gerði 22. september. Daginn eftir, 23. september, tók sveitarstjóri þá ákvörðun að banna honum að halda þessum umrædda hundi. Skjalfestu ekki ásakanir Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vísaði hann til þess að sveitarfélagið hefði ekki skjalfest helstu ásakanir sem hafðar hefðu verið frammi vegna hundsins. Ásakanir um að hundurinn sé grunaður um að hafa ráðist á allt að 31 lamb væru eingöngu byggðar á símtölum þar um. Það hafi aldrei verið á það minnst við kæranda fyrr en í tilkynningunni um hina kærðu ákvörðun. Kærandi hafi ávallt sagst taka fulla ábyrgð og lofað að greiða bætur vegna skaða sem hundurinn eigi að hafa valdið en á móti krafist gagna og sannana fyrir ásökunum. Þá sagði hann sveitarfélagið ranglega halda því fram að hann hafi ekki brugðist við viðvörunum þeirra og segir hann sveitarfélagið gagngert hafa komið sér undan að hafa hlutina skriflega og hafa neitað honum um ýmis gögn málsins. Hann sagði „óheilindi í vinnubrögðum sveitarfélagsins“, að hundurinn væri sér mikilvægur og sagðist tilbúinn til að halda uppeldi og þjálfun hundsins áfram. Í andsvörum sínum segir sveitarfélagið að ákvörðunin um að banna honum að halda hundinn hafi verið tekin vegna ítrekaðra brota gegn samþykkt um hundahald. Hann hafi fengið áminningu og veittur frestur til úrbóta. Þrátt fyrir það hafi hundurinn stuttu síðar verið staðinn að því að ráðast á lamb. Sveitarfélagið segir ákvörðunina í samræmi við form- og efnisreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá segir sveitarfélagið manninn hafa fengið aðgang að öllum gögnum sem hann hafi átt rétt á að fá aðgang að. Í kæru sinni vísar maðurinn einnig til myndbands af hundinum sem hann hafi fengið lögreglu, reyndan hundaþjálfara og Matvælastofnun til að skoða. Niðurstaða þeirra hafi verið að hundurinn hafi verið að leika sér. Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps út kjörtímabilið 2022 til 2026 er Fjóla St. Kristinsdóttir.Grímsnes- og Grafningshreppur Engin miskunn Þá segir hann ekki rétt að hundurinn hafi oft verið staðinn að verki og hann fengið margar viðvaranir. Hundurinn hafi verið tekinn í fyrsta skipti sem hann hafi verið gripinn og engin miskunn sýnd þrátt fyrir vitneskju um að búnaður væri á leiðinni til kæranda sem myndi koma í veg fyrir að hundurinn gæti sloppið. Niðurstaða nefndarinnar er að sveitarstjóra hafi skort vald til að taka hina ákvörðunina um að svipta manninn leyfi til hundahalds. Sveitarstjórn eigi að taka slíka ákvörðun og það skipti ekki máli að sveitarstjórinn hafi undirritað ákvörðunina fyrir hönd sveitarstjórnar. Í niðurstöðu segir að ekki verði séð í fundargerðum að málið hafi verið rætt á grundvelli sveitarstjórnar. Ekki sé hægt að bera ákvörðunina undir úrskurðarnefndina fyrr en málið er leitt til lykta af bæru stjórnvaldi. Málinu er því vísað frá.
Grímsnes- og Grafningshreppur Hundar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira