Innlent

Á­kærður fyrir að taka son sinn háls­taki

Árni Sæberg skrifar
Meint árás var framin á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Meint árás var framin á Ásbrú í Reykjanesbæ. Vísir/Arnar

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás gagnvart eigin syni árið 2023, þegar sonurinn var sextán ára. Honum er gefið að sök að hafa tekið piltinn hálstaki með báðum höndum og þrýst honum upp við borð.

Þetta kemur fram í fyrirkalli og ákæru á hendur manninum sem birt voru í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar eru ákærur birtar þegar ekki tekst að birta þær mönnum með hefðbundnum hætti.

Þar segir að að afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að pilturinn hlaut yfirborðskennda áverka á hálsi, það er roða og húðbólgu hægra megin á hálsi, ásamt verki í kvið.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er gerð skaða- og miskabótakrafa fyrir hönd piltsins upp á 1,5 milljónir króna.

Maðurinn er kvaddur til að koma fyrir Héraðsdóm Reykjaness þann 10. mars næstkomandi, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Hin meinta árás var framin á heimili mannsins í Reykjanesbæ, nánar tiltekið á Ásbrú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×