Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2026 11:26 Fjölmargir andstæðingar sjókvíaeldis eru algerlega sannfærðir um að hagsmunaaðilar eldisins, innan sem utan ráðuneytis, hafi komist með puttana í lagareldisdrögin sem Hanna Katrín hefur nú lagt fyrir í samráðsgáttinni. Umsagnir eru þegar orðnar tæplega sex hundruð en frestur til að skila inn áliti rennur út í dag. vísir Lagareldisdrög Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra fá falleinkunn, þau hafa ekki stuðlað að sátt um atvinnugreinina heldur virðist sem svo að með drögunum hafi tekist að sameina fjölda fólks gegn þeim. „Í fyrra drápust 23 prósent af eldislöxum í sjókvíum við Ísland eða var fargað vegna þess að þeir áttu sér ekki lífs von. Þetta eru 5,4 milljónir laxa sem jafnast á við áttatíufaldan villta laxastofninn,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Nýlega gaf MAST út tölur um dauða laxa í sjókvíum við Ísland. Þær eru sláandi en að sögn Jóns vinna til að mynda Norðmenn nú hörðum höndum að því að ná þessu hlutfalli dauðra laxa í kvíum niður í fimm prósent. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt drög að frumvarpi til laga um lagareldi í samráðsgátt. Frestur til að leggja inn umsögn rennur út í dag. Þar er nú þegar að finna tæplega sex hundruð umsagnir sem flestar fordæma frumvarpið. Greinar þar sem drögunum er mótmælt hrannast upp. Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem löngum hefur verið talinn spegill þjóðarsálarinnar, segir að hann muni ekki kjósa Viðreisn með ráðherra sem leggur fram annað eins frumvarp og þetta. Hann lætur nýlegan pistil Árna Péturs Hilmarssonar á Vísi fylgja með þeim orðum. Þar talar Árni um að engu sé líkara en frumvarpið sé skrifað á skrifstofum sjókvíaeldisfyrirtækjanna: „Eldisfyrirtækin eru eins og freki krakkinn á leikskólanum og allar opinberar stofnanir sem hafa með málin að gera, hafa ekki dug til þess að segja nei við neinu sem freki krakkinn vill, samanber ástandið í Seyðisfirði þar sem farið er á svig við lög og reglur án þess að hika til að þjónka norska laxeldiskónga,“ segir meðal annars í pistli Árna en þegar hafa nokkrir ritað greinar þar sem frumvarpið er fordæmt. Belti og axlabönd fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin Jón, sem áður hefur sagt Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunaflokk sem um getur, segir að hvergi í frumvarpsdrögum sé reynt að fá fyrirtækin til að bæta ráð sitt þegar kemur að skelfilegum velferðarvanda í þessum iðnaði. „Fiskarnir mega þjást og drepast áfram á sama tíma og Hanna Katrín er ekki aðeins að gera sig líklega að spenna belti og axlabönd á sjókvíaeldisfyrirtækin heldur setja líka undir þau björgunarnet til að grípa þau þegar þau falla.“ Jón Kaldal er furðu lostinn vegna frumvarpsdraga um lagareldi.vísir/vilhelm Þá segir Jón að 58. grein draga atvinnuvegaráðherra sé lýsandi fyrir hvernig þessi frumvarpsdrög eru klæðskerasniðin að hagsmunum sjókvíaeldisfyrirtækjanna. „Þessi grein hljómar reyndar eins og hún sé beinlínis skrifuð af lögfræðiteymi Arnarlax, orðfærið er svo sterkur endurómur af texta sem er í ársreikningum félagsins. Því miður á hið sama við um fleiri í þessu afleita frumvarpi Hönnu Katrínar.“ Rýr svör ráðuneytisins Vísir reyndi að ná tali af Hönnu Katrínu vegna þessa en án árangurs. Því var gripið til þess að senda fyrirspurn til hennar þar sem spurt var hvað stóru sjókvíaeldisfyrirtækin þrjú hefðu greitt í umhverfisgjald vegna affalla 2024 og 2023, þá Arnarlax, Arctic Fish og Kaldvík? Og myndu öll fyrirtækin halda starfsleyfum sínum samkvæmt þessum ákvæðum um afföll eldisdýra? Dúi Landmark upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins sendi óljós svör við fyrirspurn Vísis.stjr Dúi Landmark upplýsingafulltrúi svaraði fyrir hönd ráðherra: „Í frumvarpsdrögum sem birt voru á samráðsgátt stjórnvalda liggur upphæð umhverfisgjalds ekki fyrir, né hversu stóran hluta útsettra seiða skal draga frá gjaldstofni vegna væntanlegrar skekkju í talningartækjum. Því er ekki hægt sem stendur að meta umfang umhverfisgjalda árin 2023 og 2024. Um afturköllun rekstrarleyfa er fjallað í XII. kafla frumvarpsdraganna og er þar kveðið á um að Matvælastofnun geti afturkallað leyfi sé brotið með alvarlegum hætti gegn ákvæðum laganna. Á þetta ákvæði jafnt við um brot gegn ákvæðum um afföll eldisdýra sem og önnur brot,“ segir í svari Dúa. Almenningur borgi fyrir sóðaskap laxeldisfyrirtækjanna Raunar virðist sama hvar drepið er niður fæti, fordæming þeirra sem hafa látið sig eldismál varða er afdráttarlaus. Þannig birti Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu, nú í morgun harðorðan pistil á Facebook þar sem hann segir laxeldisfyrirtækin hafa komið ár sinni vel fyrir borð innan ráðuneytis Hönnu Katrínar. Haraldur Eiríksson er einn fjölmargra sem telur fulltrúa sjókvíaeldisfyrirtækjanna vera með puttana í frumvarpsdrögum ráðherra.aðsend „Ef (eða þegar öllu heldur) laxeldisfyrirtæki gengur illa um náttúruna og þarf þess vegna að draga saman eða loka framleiðslu á tilteknu svæði vegna álags á lífríkið, þá skal seilst í vasa almennings og bæta fyrirtækinu rekstratapið með greiðslu úr Ríkissjóði!“ Haldur telur að nú sé hlegið dátt að ráðherra í stjórnarherbergjum norsku laxeldisfyrirtækjanna þessa dagana, því þarna sé einfaldlega verið að ríkisstyrkja trassaskap og slæma umgengni gagnvart íslenskri náttúru. „Ég fullyrði að sambærilegt lagaákvæði er ekki að finna í lögum um nokkra aðra atvinnugrein á Íslandi. Umræddu Lagareldisfrumvarpi ætti pakka saman og henda út um gluggann og byrja upp á nýtt. En það verður þó ekki gert fyrr en atvinnuvegaráðherra hafi hreinsað út úr ráðuneytinu hjá sér.“ Eftirfarandi dæmi sem hér eru nefnd til marks um mikla andstöðu við frumvarpsdrögin eru bara brot af því sem þegar hefur birst. En óvíst er þó að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fái mikinn mótbyr á þingi vegna þessa frumvarps. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjókvíaeldi Lax Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Ný drög að frumvarpi um lagareldi sem nú liggja fyrir eru því miður ekki sá vísindalegi grundvöllur sem íslensk náttúra þarfnast. Þvert á móti ber textinn með sér öll einkenni þess sem stjórnsýslulegt hreðjatak hagsmunaaðila (e. political capture). 26. janúar 2026 08:32 Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Umræða um laxeldi á Íslandi er oft sett fram sem togstreita milli atvinnuuppbyggingar og náttúruverndar. Sú mynd er villandi. 24. janúar 2026 09:01 Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Hvað er eiginlega í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu undir stjórn Hönnu Katrínar Friðrikssonar? Hvað varð til þess að hún hefur ekki aðeins boðað aukið sjókvíaeldi á laxi við Ísland heldur eru þau drög sem hún hefur lagt að frumvarpi til laga um lagareldi líka í beinni andstöðu við það sem fulltrúar Viðreisn sögðu fyrir kosningar? 21. janúar 2026 07:15 Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. 18. janúar 2026 10:30 Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, biðlar til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að grípa í taumana og stöðva þau áform sem birtast í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. 6. janúar 2026 11:59 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sjá meira
„Í fyrra drápust 23 prósent af eldislöxum í sjókvíum við Ísland eða var fargað vegna þess að þeir áttu sér ekki lífs von. Þetta eru 5,4 milljónir laxa sem jafnast á við áttatíufaldan villta laxastofninn,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Nýlega gaf MAST út tölur um dauða laxa í sjókvíum við Ísland. Þær eru sláandi en að sögn Jóns vinna til að mynda Norðmenn nú hörðum höndum að því að ná þessu hlutfalli dauðra laxa í kvíum niður í fimm prósent. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt drög að frumvarpi til laga um lagareldi í samráðsgátt. Frestur til að leggja inn umsögn rennur út í dag. Þar er nú þegar að finna tæplega sex hundruð umsagnir sem flestar fordæma frumvarpið. Greinar þar sem drögunum er mótmælt hrannast upp. Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem löngum hefur verið talinn spegill þjóðarsálarinnar, segir að hann muni ekki kjósa Viðreisn með ráðherra sem leggur fram annað eins frumvarp og þetta. Hann lætur nýlegan pistil Árna Péturs Hilmarssonar á Vísi fylgja með þeim orðum. Þar talar Árni um að engu sé líkara en frumvarpið sé skrifað á skrifstofum sjókvíaeldisfyrirtækjanna: „Eldisfyrirtækin eru eins og freki krakkinn á leikskólanum og allar opinberar stofnanir sem hafa með málin að gera, hafa ekki dug til þess að segja nei við neinu sem freki krakkinn vill, samanber ástandið í Seyðisfirði þar sem farið er á svig við lög og reglur án þess að hika til að þjónka norska laxeldiskónga,“ segir meðal annars í pistli Árna en þegar hafa nokkrir ritað greinar þar sem frumvarpið er fordæmt. Belti og axlabönd fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin Jón, sem áður hefur sagt Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunaflokk sem um getur, segir að hvergi í frumvarpsdrögum sé reynt að fá fyrirtækin til að bæta ráð sitt þegar kemur að skelfilegum velferðarvanda í þessum iðnaði. „Fiskarnir mega þjást og drepast áfram á sama tíma og Hanna Katrín er ekki aðeins að gera sig líklega að spenna belti og axlabönd á sjókvíaeldisfyrirtækin heldur setja líka undir þau björgunarnet til að grípa þau þegar þau falla.“ Jón Kaldal er furðu lostinn vegna frumvarpsdraga um lagareldi.vísir/vilhelm Þá segir Jón að 58. grein draga atvinnuvegaráðherra sé lýsandi fyrir hvernig þessi frumvarpsdrög eru klæðskerasniðin að hagsmunum sjókvíaeldisfyrirtækjanna. „Þessi grein hljómar reyndar eins og hún sé beinlínis skrifuð af lögfræðiteymi Arnarlax, orðfærið er svo sterkur endurómur af texta sem er í ársreikningum félagsins. Því miður á hið sama við um fleiri í þessu afleita frumvarpi Hönnu Katrínar.“ Rýr svör ráðuneytisins Vísir reyndi að ná tali af Hönnu Katrínu vegna þessa en án árangurs. Því var gripið til þess að senda fyrirspurn til hennar þar sem spurt var hvað stóru sjókvíaeldisfyrirtækin þrjú hefðu greitt í umhverfisgjald vegna affalla 2024 og 2023, þá Arnarlax, Arctic Fish og Kaldvík? Og myndu öll fyrirtækin halda starfsleyfum sínum samkvæmt þessum ákvæðum um afföll eldisdýra? Dúi Landmark upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins sendi óljós svör við fyrirspurn Vísis.stjr Dúi Landmark upplýsingafulltrúi svaraði fyrir hönd ráðherra: „Í frumvarpsdrögum sem birt voru á samráðsgátt stjórnvalda liggur upphæð umhverfisgjalds ekki fyrir, né hversu stóran hluta útsettra seiða skal draga frá gjaldstofni vegna væntanlegrar skekkju í talningartækjum. Því er ekki hægt sem stendur að meta umfang umhverfisgjalda árin 2023 og 2024. Um afturköllun rekstrarleyfa er fjallað í XII. kafla frumvarpsdraganna og er þar kveðið á um að Matvælastofnun geti afturkallað leyfi sé brotið með alvarlegum hætti gegn ákvæðum laganna. Á þetta ákvæði jafnt við um brot gegn ákvæðum um afföll eldisdýra sem og önnur brot,“ segir í svari Dúa. Almenningur borgi fyrir sóðaskap laxeldisfyrirtækjanna Raunar virðist sama hvar drepið er niður fæti, fordæming þeirra sem hafa látið sig eldismál varða er afdráttarlaus. Þannig birti Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu, nú í morgun harðorðan pistil á Facebook þar sem hann segir laxeldisfyrirtækin hafa komið ár sinni vel fyrir borð innan ráðuneytis Hönnu Katrínar. Haraldur Eiríksson er einn fjölmargra sem telur fulltrúa sjókvíaeldisfyrirtækjanna vera með puttana í frumvarpsdrögum ráðherra.aðsend „Ef (eða þegar öllu heldur) laxeldisfyrirtæki gengur illa um náttúruna og þarf þess vegna að draga saman eða loka framleiðslu á tilteknu svæði vegna álags á lífríkið, þá skal seilst í vasa almennings og bæta fyrirtækinu rekstratapið með greiðslu úr Ríkissjóði!“ Haldur telur að nú sé hlegið dátt að ráðherra í stjórnarherbergjum norsku laxeldisfyrirtækjanna þessa dagana, því þarna sé einfaldlega verið að ríkisstyrkja trassaskap og slæma umgengni gagnvart íslenskri náttúru. „Ég fullyrði að sambærilegt lagaákvæði er ekki að finna í lögum um nokkra aðra atvinnugrein á Íslandi. Umræddu Lagareldisfrumvarpi ætti pakka saman og henda út um gluggann og byrja upp á nýtt. En það verður þó ekki gert fyrr en atvinnuvegaráðherra hafi hreinsað út úr ráðuneytinu hjá sér.“ Eftirfarandi dæmi sem hér eru nefnd til marks um mikla andstöðu við frumvarpsdrögin eru bara brot af því sem þegar hefur birst. En óvíst er þó að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fái mikinn mótbyr á þingi vegna þessa frumvarps.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjókvíaeldi Lax Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Ný drög að frumvarpi um lagareldi sem nú liggja fyrir eru því miður ekki sá vísindalegi grundvöllur sem íslensk náttúra þarfnast. Þvert á móti ber textinn með sér öll einkenni þess sem stjórnsýslulegt hreðjatak hagsmunaaðila (e. political capture). 26. janúar 2026 08:32 Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Umræða um laxeldi á Íslandi er oft sett fram sem togstreita milli atvinnuuppbyggingar og náttúruverndar. Sú mynd er villandi. 24. janúar 2026 09:01 Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Hvað er eiginlega í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu undir stjórn Hönnu Katrínar Friðrikssonar? Hvað varð til þess að hún hefur ekki aðeins boðað aukið sjókvíaeldi á laxi við Ísland heldur eru þau drög sem hún hefur lagt að frumvarpi til laga um lagareldi líka í beinni andstöðu við það sem fulltrúar Viðreisn sögðu fyrir kosningar? 21. janúar 2026 07:15 Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. 18. janúar 2026 10:30 Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, biðlar til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að grípa í taumana og stöðva þau áform sem birtast í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. 6. janúar 2026 11:59 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sjá meira
Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Ný drög að frumvarpi um lagareldi sem nú liggja fyrir eru því miður ekki sá vísindalegi grundvöllur sem íslensk náttúra þarfnast. Þvert á móti ber textinn með sér öll einkenni þess sem stjórnsýslulegt hreðjatak hagsmunaaðila (e. political capture). 26. janúar 2026 08:32
Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Umræða um laxeldi á Íslandi er oft sett fram sem togstreita milli atvinnuuppbyggingar og náttúruverndar. Sú mynd er villandi. 24. janúar 2026 09:01
Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Hvað er eiginlega í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu undir stjórn Hönnu Katrínar Friðrikssonar? Hvað varð til þess að hún hefur ekki aðeins boðað aukið sjókvíaeldi á laxi við Ísland heldur eru þau drög sem hún hefur lagt að frumvarpi til laga um lagareldi líka í beinni andstöðu við það sem fulltrúar Viðreisn sögðu fyrir kosningar? 21. janúar 2026 07:15
Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. 18. janúar 2026 10:30
Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, biðlar til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að grípa í taumana og stöðva þau áform sem birtast í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. 6. janúar 2026 11:59