Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 21. janúar 2026 10:03 Áfengi hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Maðurinn fann upp á bruggi áður en hann fann upp stafrófið. Náttúran gefur af sér etanól þegar sykur gerjast og því hefur þetta virka hugbreytandi efni líklega fylgt okkur frá upphafi. Síðustu ár hefur áfengi orðið viðteknari partur af tilverunni. Alls staðar rekst maður á áfengi. Á kaffihúsum er minnt á „Happy Hour“, haldin eru kampavínshlaup, það er hægt að baða sig í bjór og í flestum samkomum er boðið upp á einhverskonar áfenga drykki. Þegar þú ferð á milli landa er meirihluti fríhafnarinnar lagður undir áfenga drykki. Skilaboðin virðast alltaf vera þau sömu. “Fáðu þér einn!” Líklega hefur aldrei verið jafn auðvelt að nálgast áfengi og nú - engu líkara en það sé fæðingarréttur sumra að selja áfengi í einkasölu gegnum vefmiðla án tilskilinna leyfa. Mjöður þessi getur vissulega yljað brjóstið til skamms tíma. Afar skamms tíma. Það sem minna er rætt um er hve skaðlegur hann er fyrir líkama og huga, en tengsl þessi hafa aldrei verið jafn vel rannsökuð og nú. Við teljum því löngu tímabært að ræða málið af hreinskilni, þekkingu og ábyrgð. Áfengisneysla er nefnilega ekki lengur einkamál einstaklingsins. Hún hefur áhrif á heila, hjarta, geðheilsu, fjölskyldu og allt samfélagið. Ungur heili hefur ómótaðar taugatengingar og er því sérstaklega viðkvæmur fyrir áhrifum áfengis, á meðan eldri borgarar bregðast öðruvísi við vegna breytinga á líkamsstarfsemi og lyfjanotkun. Nú vitum við að áfengi er orsakaþáttur í 200 sjúkdómum og áverkum. Það veldur álíka mörgum dauðsföllum ár hvert og kórónuveirufaraldurinn á sínum tíma. Þrátt fyrir þessar staðreyndir finna margir enn fyrir samfélagslegum þrýstingi á að „fá sér einn“. Það otar enginn lengur að þér sígarettu, en annað gildir um áfengi þrátt fyrir að það sé skaðlegra fyrir sjálfan neytandann og allt samfélagið í samanburði við reykingar. Vestanhafs greina menn minnkandi áhuga á áfengi, ekki síst meðal ungs fólks. Þá hefur komist í tísku að “djamma” fyrri part dags á kaffibörum án áfengis áður en haldið er til vinnu og einn vinsælasti bjórinn er áfengislaus. Talið er að unga fólkið sé að vakna til vitundar um að vernda heilann og heilsuna. Í tilefni af Læknadögum þar sem áfengi er í brennidepli býður Læknafélag Íslands upp á málþingið “Skál fyrir betri heilsu” 21. janúar 2026 kl. 20–22 í Silfurbergi í Hörpu og er aðgangur ókeypis. Þar koma saman læknar, fræðimenn og hugsuðir til að varpa ljósi á hvernig áfengi mótar líf okkar, heilsu og samfélag — allt frá æsku til efri ára. Á málþinginu spyrjum við spurninga sem snerta okkur öll: Er einn drykkur góður fyrir hjartað? Hvernig verður áfengi sjálfsagður hluti af tilverunni? Hvenær breytist notkun í fíkn? Og hvað með ömmu og afa — er „tár í tána“ skaðlaust á efri árum? Og er lífið glatað án áfengis? Málþingið er opið öllum. Hvort sem þú drekkur, hefur drukkið eða velur að sleppa, þá snertir þetta okkur öll. Nú er tími til að skála — ekki fyrir fleiri glösum, heldur fyrir betri heilsu. Verið velkomin í Hörpu. Höfundar eru læknar hjá SÁÁ með augastað á lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Áfengi hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Maðurinn fann upp á bruggi áður en hann fann upp stafrófið. Náttúran gefur af sér etanól þegar sykur gerjast og því hefur þetta virka hugbreytandi efni líklega fylgt okkur frá upphafi. Síðustu ár hefur áfengi orðið viðteknari partur af tilverunni. Alls staðar rekst maður á áfengi. Á kaffihúsum er minnt á „Happy Hour“, haldin eru kampavínshlaup, það er hægt að baða sig í bjór og í flestum samkomum er boðið upp á einhverskonar áfenga drykki. Þegar þú ferð á milli landa er meirihluti fríhafnarinnar lagður undir áfenga drykki. Skilaboðin virðast alltaf vera þau sömu. “Fáðu þér einn!” Líklega hefur aldrei verið jafn auðvelt að nálgast áfengi og nú - engu líkara en það sé fæðingarréttur sumra að selja áfengi í einkasölu gegnum vefmiðla án tilskilinna leyfa. Mjöður þessi getur vissulega yljað brjóstið til skamms tíma. Afar skamms tíma. Það sem minna er rætt um er hve skaðlegur hann er fyrir líkama og huga, en tengsl þessi hafa aldrei verið jafn vel rannsökuð og nú. Við teljum því löngu tímabært að ræða málið af hreinskilni, þekkingu og ábyrgð. Áfengisneysla er nefnilega ekki lengur einkamál einstaklingsins. Hún hefur áhrif á heila, hjarta, geðheilsu, fjölskyldu og allt samfélagið. Ungur heili hefur ómótaðar taugatengingar og er því sérstaklega viðkvæmur fyrir áhrifum áfengis, á meðan eldri borgarar bregðast öðruvísi við vegna breytinga á líkamsstarfsemi og lyfjanotkun. Nú vitum við að áfengi er orsakaþáttur í 200 sjúkdómum og áverkum. Það veldur álíka mörgum dauðsföllum ár hvert og kórónuveirufaraldurinn á sínum tíma. Þrátt fyrir þessar staðreyndir finna margir enn fyrir samfélagslegum þrýstingi á að „fá sér einn“. Það otar enginn lengur að þér sígarettu, en annað gildir um áfengi þrátt fyrir að það sé skaðlegra fyrir sjálfan neytandann og allt samfélagið í samanburði við reykingar. Vestanhafs greina menn minnkandi áhuga á áfengi, ekki síst meðal ungs fólks. Þá hefur komist í tísku að “djamma” fyrri part dags á kaffibörum án áfengis áður en haldið er til vinnu og einn vinsælasti bjórinn er áfengislaus. Talið er að unga fólkið sé að vakna til vitundar um að vernda heilann og heilsuna. Í tilefni af Læknadögum þar sem áfengi er í brennidepli býður Læknafélag Íslands upp á málþingið “Skál fyrir betri heilsu” 21. janúar 2026 kl. 20–22 í Silfurbergi í Hörpu og er aðgangur ókeypis. Þar koma saman læknar, fræðimenn og hugsuðir til að varpa ljósi á hvernig áfengi mótar líf okkar, heilsu og samfélag — allt frá æsku til efri ára. Á málþinginu spyrjum við spurninga sem snerta okkur öll: Er einn drykkur góður fyrir hjartað? Hvernig verður áfengi sjálfsagður hluti af tilverunni? Hvenær breytist notkun í fíkn? Og hvað með ömmu og afa — er „tár í tána“ skaðlaust á efri árum? Og er lífið glatað án áfengis? Málþingið er opið öllum. Hvort sem þú drekkur, hefur drukkið eða velur að sleppa, þá snertir þetta okkur öll. Nú er tími til að skála — ekki fyrir fleiri glösum, heldur fyrir betri heilsu. Verið velkomin í Hörpu. Höfundar eru læknar hjá SÁÁ með augastað á lýðheilsu.
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar