Handbolti

Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Fær­eyingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivan Djonov fagnar einu marka sinna fyrir Norður-Makedóníu í leiknum á móti Rúmenum í dag.
Ivan Djonov fagnar einu marka sinna fyrir Norður-Makedóníu í leiknum á móti Rúmenum í dag. EPA/Bo Amstrup

Svartfjallaland hefði getað tryggt Færeyingum sæti í milliriðli en færeyska liðið þarf nú að treysta á sig sjálft seinna í kvöld.

Færeyjar hefðu komist áfram bæði með sigri Svartfellinga á Svisslendingum og með jafntefli en svissneska liðið vann öruggan sautján marka sigur.

Sviss vann leikinn 43-26 eftir að hafa verið 22-16 yfir í hálfleik og á svissneska liðið því enn möguleika á sæti í milliriðlinum.

Liðið þarf að treysta á að Slóvenar vinni Færeyinga. Færeyjar og Sviss yrðu þá jöfn að stigum og jöfn innbyrðis en Sviss færi áfram á heildarmarkatölu í riðlinum.

Eitt stig úr leiknum myndi hins vegar tryggja færeyska liðinu sæti í milliriðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×