Tíska og hönnun

Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngu­töng“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Skilnaðarhringir eru að slá í gegn hjá stjörnunum.
Skilnaðarhringir eru að slá í gegn hjá stjörnunum. Instagram

Nýtt, óhefðbundið og svolítið skemmtilegt trend hefur rutt sér til rúms vestanhafs sérstaklega hjá ríka og fræga fólkinu. Svokallaðir skilnaðarhringir, gjarnan glæsilegir demtanshringir, njóta stigvaxandi vinsælda og skartgripaverslanir bjóða upp á sérstakar athafnir tengdar þeim.

Þá geta konur mætt í verslunina með góðum hópi eftir að þær skrifa undir skilnaðarpappírana og fest kaup á nýjum og jafnvel flottari demantshring sem þær kalla skilnaðarhring. 

Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski er ein þeirra sem rokkar skilnaðarhring.Instagram

Meðal stjarna sem rokka þetta trend er ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski, en hún var gift leikaranum Sebastian Bear-McClard í nokkur ár áður en þau skildu 2022. 

Markaðsstýran Madeleine Phillips skartar sömuleiðis skilnaðarhring og segir það valdeflandi. Sömuleiðis sé það góð leið til þess að færa einhverja gleði inn í nýtt upphaf sem fylgir skilnaði. 

„Ég set minn á löngutöng og þannig er ég viljandi að færa mig frá hefðbundnu hugmyndinni um trúlofunarhring,“ segir hún í samtali við Vogue. 

Þá er líka hægt að umbreyta gömlum trúlofunarhringum og gefa þeim nýtt líf í kjölfar skilnaðar. Það er allavega auðvelt að halda áfram að rokka demanta eftir að ástarsambandi lýkur. 

Rachel  Zoe, stílisti og raunveruleikastjarna, tilkynnti skilnað við eiginmann sinn til tuttugu ára, Rodger Berman, með rándýrum þriggja steina skilnaðarhring sem var endurunnin úr trúlofunarhing hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.