Innlent

Rauð norður­ljós vegna kórónugoss

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Rauð norðurljós eru yfir Reykjavík.
Rauð norðurljós eru yfir Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Græn og rauð norðurljós skarta nú himininn yfir Suðvesturhorninu. Um er að ræða kröftugt kórónugos samkvæmt stjörnufræðingi. 

Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur sem er einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, vekur athygli á gosinu í færslu á Facebook en það varð vegna sólblossa.

„Gosið er mjög hraðfleygt og orkuríkt. Nú þegar hefur róteindastormur mælst sögulega hár (S4), sá hæsti síðan í stormunum miklu í október-nóvember 2003. Það eitt og sér segir lítið sem ekkert um möguleg norðurljós en gefur hugmynd um hversu kröftugt gosið er,“ segir hann.

Um er að ræða kórónugos.Vísir/Vilhelm

Hann uppfærði færsluna rétt fyrir átta og benti fylgjendum sínum á að hafa augun á himninum. Svo virðist sem margir hafi tekið ábendingum hans en fjöldi fólks hefur deilt myndum af rauðum norðurljósum á samfélagsmiðlum.

Kórónugos líkt og þetta getur samt sem áður haft áhrif á flugferðir, gervitungl og fjarskipti.

„Þannig verða flugfarþegar fyrir meiri geislun en alla jafna, gervitungl geta slegið út og GPS-leiðsagnarkerfi orðið fyrir verulegum truflunum. Engin áhrif eru á okkur sem eru á jörðu niðri,“ segIr Sævar.


Tengdar fréttir

Þetta skýrir mögnuðu norður­ljósin

Norðurljós hafa skreytt himininn síðustu kvöld svo eftir hefur verið tekið. Litrík og kvik norðurljósin hafa lokkað landann út í náttúruna líkt og mátti sjá á samfélagsmiðlum enda ansi magnað sjónarspil.

„Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss

„Þetta var bara klikkað. Við vorum á leiðinni í bæinn en sáum þessi norðurljós rétt fyrir utan Selfoss, þannig við stoppuðum og fylgdumst með þessu,“ segir Sif Baldursdóttir, sem fangaði sjónarspilið á myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×