Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2026 14:02 Í vor kjósum við borgarfulltrúa sem stjórna Reykjavík næstu fjögur árin. Þessar kosningar snúast ekki aðeins um nöfn og lista – heldur um hvaða gildi eiga að leiða borgina okkar áfram. Þá gefst okkur tækifæri til að kjósa nýtt afl, Vor til vinstri, undir forystu Sönnu Magdalenu – öflugt vinstri framboð sem setur fólkið í forgang, óháð flokksmerkjum. Borg er samfélag Borg er meira en hús, götur og framkvæmdir. Borg er samfélag. Hún byggist á fólki – alls konar fólki. Börnum og ungmennum, eldra fólki, fólki með fötlun, fólki með geðrænar áskoranir, fólki með vímuefnavanda, heimilislausu fólki, fátækum og ríkum. Borg sem virðir allt fólk, er borg sem stendur undir nafni. Félagshyggja byggir á einfaldri en öflugri hugmynd: að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra. Hún stendur fyrir jöfnuð, samstöðu og réttlæti – að lífsgæði fólks ráðist ekki af efnahag, uppruna eða aðstæðum, heldur af mannlegri reisn og sameiginlegri ábyrgð. Í félagshyggju er fólk ekki keppinautar heldur samferðafólk. Sterkt velferðarkerfi, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir alla og öruggt húsnæði eru ekki sérréttindi heldur grundvallarréttindi. Samfélag sem fjárfestir í fólkinu sínu er samfélag sem byggir traustum grunni til framtíðar. Jöfnuður og húsnæðis eru grundvallarréttindi Í borg sem byggir á félagshyggju er jöfnuður leiðarljós. Þar er grunnþjónusta sterk, velferðarþjónusta öflug og raunveruleg áhersla lögð á forvarnir. Slík nálgun sparar ekki aðeins fjármuni til lengri tíma heldur skapar traust, öryggi og betra mannlíf fyrir alla. Húsnæðismál eru eitt stærsta réttlætismál samtímans. Öruggt og hagkvæmt húsnæði á að vera raunverulegur valkostur fyrir alla – ekki forréttindi fárra. Borg sem bregst í húsnæðismálum bregst fólkinu sínu. Þess vegna skiptir máli að styðja stjórnmál sem byggja á félagshyggju. Vor til vinstri boðar skýra vinstristefnu, samfélagslega ábyrgð og hugrekki til að horfast í augu við rót vandans. Þar er talað skýrt fyrir réttlátri skiptingu gæða, öflugri opinberri þjónustu og framtíðarsýn sem þjónar almenningi – ekki fáum útvöldum. Sameinumst um réttláta framtíð Reykjavíkur Jafnframt skiptir máli að fylkja sér um leiðtoga sem sameinar fólk, hlustar og stendur fast á gildum sínum. Sanna Magdalena hefur sýnt að hún er rödd samstöðu, mannúðar og réttlætis. Með skýra sýn og heiðarleika leiðir hún baráttuna fyrir borg þar sem allir fá að njóta sín. Kosningar snúast ekki bara um flokka – þær snúast um framtíðina sem við viljum byggja. Með því að kjósa Vor til vinstri og standa saman með Sönnu tökum við skýra afstöðu: fyrir félagshyggju, fyrir jöfnuði og fyrir samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Reykjavík er okkar. Sameinumst um réttlátara samfélag. Sameinumst um félagshyggju. Höfundur er Viðar Gunnarsson, fyrverandi teymisstjóri Vettvangs- og ráðgjafateymis Reykjavíkur (VOR). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í vor kjósum við borgarfulltrúa sem stjórna Reykjavík næstu fjögur árin. Þessar kosningar snúast ekki aðeins um nöfn og lista – heldur um hvaða gildi eiga að leiða borgina okkar áfram. Þá gefst okkur tækifæri til að kjósa nýtt afl, Vor til vinstri, undir forystu Sönnu Magdalenu – öflugt vinstri framboð sem setur fólkið í forgang, óháð flokksmerkjum. Borg er samfélag Borg er meira en hús, götur og framkvæmdir. Borg er samfélag. Hún byggist á fólki – alls konar fólki. Börnum og ungmennum, eldra fólki, fólki með fötlun, fólki með geðrænar áskoranir, fólki með vímuefnavanda, heimilislausu fólki, fátækum og ríkum. Borg sem virðir allt fólk, er borg sem stendur undir nafni. Félagshyggja byggir á einfaldri en öflugri hugmynd: að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra. Hún stendur fyrir jöfnuð, samstöðu og réttlæti – að lífsgæði fólks ráðist ekki af efnahag, uppruna eða aðstæðum, heldur af mannlegri reisn og sameiginlegri ábyrgð. Í félagshyggju er fólk ekki keppinautar heldur samferðafólk. Sterkt velferðarkerfi, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir alla og öruggt húsnæði eru ekki sérréttindi heldur grundvallarréttindi. Samfélag sem fjárfestir í fólkinu sínu er samfélag sem byggir traustum grunni til framtíðar. Jöfnuður og húsnæðis eru grundvallarréttindi Í borg sem byggir á félagshyggju er jöfnuður leiðarljós. Þar er grunnþjónusta sterk, velferðarþjónusta öflug og raunveruleg áhersla lögð á forvarnir. Slík nálgun sparar ekki aðeins fjármuni til lengri tíma heldur skapar traust, öryggi og betra mannlíf fyrir alla. Húsnæðismál eru eitt stærsta réttlætismál samtímans. Öruggt og hagkvæmt húsnæði á að vera raunverulegur valkostur fyrir alla – ekki forréttindi fárra. Borg sem bregst í húsnæðismálum bregst fólkinu sínu. Þess vegna skiptir máli að styðja stjórnmál sem byggja á félagshyggju. Vor til vinstri boðar skýra vinstristefnu, samfélagslega ábyrgð og hugrekki til að horfast í augu við rót vandans. Þar er talað skýrt fyrir réttlátri skiptingu gæða, öflugri opinberri þjónustu og framtíðarsýn sem þjónar almenningi – ekki fáum útvöldum. Sameinumst um réttláta framtíð Reykjavíkur Jafnframt skiptir máli að fylkja sér um leiðtoga sem sameinar fólk, hlustar og stendur fast á gildum sínum. Sanna Magdalena hefur sýnt að hún er rödd samstöðu, mannúðar og réttlætis. Með skýra sýn og heiðarleika leiðir hún baráttuna fyrir borg þar sem allir fá að njóta sín. Kosningar snúast ekki bara um flokka – þær snúast um framtíðina sem við viljum byggja. Með því að kjósa Vor til vinstri og standa saman með Sönnu tökum við skýra afstöðu: fyrir félagshyggju, fyrir jöfnuði og fyrir samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Reykjavík er okkar. Sameinumst um réttlátara samfélag. Sameinumst um félagshyggju. Höfundur er Viðar Gunnarsson, fyrverandi teymisstjóri Vettvangs- og ráðgjafateymis Reykjavíkur (VOR).
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar