Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar 15. janúar 2026 12:31 Undanfarna mánuði hefur sífellt oftar verið gagnrýnt að gefa börnum einkunn í formi bókstafa í stað tölueinkanna. Sumir halda því fram að bókstafirnir sjálfir standi í vegi fyrir framförum í læsi og námi. En eigum við virkilega að láta umræðuna snúast um það hvort barnið fái 8 eða B? Við fáum það nú hreint og beint frá menntamálaráðherra að kennarastéttin “vilji verja kerfi” sem skilur börn eftir „ólæs“ eftir tíu ára nám. Þar er mikilvægt að staldra við. Ólæsi merkir að einstaklingur geti ekki lesið eða skilið einfaldan texta. Að barn nái ekki lestrarviðmiðum samkvæmt aðalnámskrá segir fyrst og fremst til um stöðu þess miðað við ákveðin markmið, sem byggja á lestrarviðmiðum sem eru rúmlega 15 ára gömul og ekki endurskoðuð til að taka fullan mið af nútímalegri lestrargreind. Margir nemendur sem ekki ná formlegum viðmiðum geta lesið, skilið og unnið með texta, en eru einfaldlega ekki komnir á það stig sem námskráin setur sem markmið á tilteknum tíma. Að jafna því saman við ólæsi er villandi og dregur úr faglegri umræðu. Fullyrðingar um að kennarar vilji verja kerfi sem skilur börn eftir ólæs eru einnig ósanngjarnar. Kennarar starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setja og leitast daglega við að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda, oft við krefjandi aðstæður og takmörkuð úrræði. Ábyrgðin á stöðu menntamála liggur því fyrst og fremst hjá þeim sem móta stefnu, tryggja fjármögnun og skapa starfsumhverfi skólanna. Menntamálaráðherra hefur jafnframt gert lítið úr byrjendalæsi og talað um það sem vandamál í sjálfu sér. Sú nálgun stenst illa. Byrjendalæsi byggir á rannsóknum um mikilvægi snemmtækrar og markvissrar lestrarkennslu. Þegar árangur næst ekki liggur það oftar í skorti á eftirfylgni, faglegum stuðningi og sérhæfðum úrræðum en í hugmyndafræðinni sjálfri. Raunveruleg geta og færni nemenda í læsi, tjáningu og stærðfræði verður ekki mæld á einföldum töluskala frá 1 til 10, miðað við núverandi aðalnámskrá. Hvort sem við notum tölur eða bókstafi breytir það ekki kjarna málsins: íslenskt menntakerfi þarf aukinn stuðning, fleiri úrræði og skýra, langtímamiðaða stefnu til að efla nám og árangur barna. Aðalnámskrá metur hæfni nemenda út frá hæfniviðmiðum sem lýsa raunverulegum skilningi þeirra. Til dæmis er gert ráð fyrir að nemandi við lok 10. bekkjar geti miðlað þekkingu sinni, tjáð hugmyndir og rökstutt þær með fjölbreyttum hætti, auk þess að geta spurt spurninga um stærðfræðileg viðfangsefni og útskýrt lausnir fyrir öðrum. Hvernig á að meta slíka hæfni inn á skala frá 1 til 10? Ef barn fær 6 í rökstuðningi og 7 í gagnrýnum lausnum, hvaða upplýsingar gefur það foreldrum? Segir það meira en að nemandinn sé með C (þarfnast þjálfunar) í rökstuðningi og B (hæfni náð) í tjáningu? Að mínu mati gera þær síðarnefndu einkunnir frekar grein fyrir styrkleikum og þeim þáttum sem enn þarf að efla. Menntamálaráðherra hefur einnig sagt að kerfið sé að eyðileggja framtíð barna og að kennarar eigi að „rísa upp úr öskunni“. Slíkur orðaforði dregur ekki upp raunsanna mynd. Þrátt fyrir áskoranir standa íslenskir nemendur að mörgu leyti vel, sýna sjálfstæða hugsun, sköpunargáfu og aðlögunarhæfni. Fjöldi nemenda tekst vel á við framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis, sem bendir til þess að grunnurinn sé ekki jafn veikur og haldið er fram. Menntamálaráðherra hefur einnig talað fyrir aukinni aðgreiningu í námi. Þar ber að fara varlega. Of mikil aðgreining getur aukið ójöfnuð og dregið úr jöfnum tækifærum barna. Fjölbreyttur nemendahópur, studdur með markvissum úrræðum og sveigjanlegum kennsluháttum, styrkir bæði námsárangur og félagslegan þroska. Raunverulegt markmið hlýtur að vera að styðja við menntakerfið okkar þannig að hvert barn fái raunhæf tækifæri til að ná sinni hámarksgetu. Hvort sem við notum bókstafi eða tölur, þá leysir það eitt og sér ekki vandann. Það sem skiptir máli er fjárfesting, samstaða og traust til þeirra sem starfa í skólunum. Og ég legg sérstaklega vigt við þá fullyrðingu - samstöðu. Við gerum ekki breytingar á menntamálum án þess að fá þá færustu þar að til aðstoðar. Íslenskt menntakerfi er ekki fullkomið, en við verðum að byggja á aðalnámskrá – annars byrjum við á öfugum enda. Höfundur er ráðgjafi á meðferðarheimili á vegum BOFS, forfallakennari og stjórnarmaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur sífellt oftar verið gagnrýnt að gefa börnum einkunn í formi bókstafa í stað tölueinkanna. Sumir halda því fram að bókstafirnir sjálfir standi í vegi fyrir framförum í læsi og námi. En eigum við virkilega að láta umræðuna snúast um það hvort barnið fái 8 eða B? Við fáum það nú hreint og beint frá menntamálaráðherra að kennarastéttin “vilji verja kerfi” sem skilur börn eftir „ólæs“ eftir tíu ára nám. Þar er mikilvægt að staldra við. Ólæsi merkir að einstaklingur geti ekki lesið eða skilið einfaldan texta. Að barn nái ekki lestrarviðmiðum samkvæmt aðalnámskrá segir fyrst og fremst til um stöðu þess miðað við ákveðin markmið, sem byggja á lestrarviðmiðum sem eru rúmlega 15 ára gömul og ekki endurskoðuð til að taka fullan mið af nútímalegri lestrargreind. Margir nemendur sem ekki ná formlegum viðmiðum geta lesið, skilið og unnið með texta, en eru einfaldlega ekki komnir á það stig sem námskráin setur sem markmið á tilteknum tíma. Að jafna því saman við ólæsi er villandi og dregur úr faglegri umræðu. Fullyrðingar um að kennarar vilji verja kerfi sem skilur börn eftir ólæs eru einnig ósanngjarnar. Kennarar starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setja og leitast daglega við að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda, oft við krefjandi aðstæður og takmörkuð úrræði. Ábyrgðin á stöðu menntamála liggur því fyrst og fremst hjá þeim sem móta stefnu, tryggja fjármögnun og skapa starfsumhverfi skólanna. Menntamálaráðherra hefur jafnframt gert lítið úr byrjendalæsi og talað um það sem vandamál í sjálfu sér. Sú nálgun stenst illa. Byrjendalæsi byggir á rannsóknum um mikilvægi snemmtækrar og markvissrar lestrarkennslu. Þegar árangur næst ekki liggur það oftar í skorti á eftirfylgni, faglegum stuðningi og sérhæfðum úrræðum en í hugmyndafræðinni sjálfri. Raunveruleg geta og færni nemenda í læsi, tjáningu og stærðfræði verður ekki mæld á einföldum töluskala frá 1 til 10, miðað við núverandi aðalnámskrá. Hvort sem við notum tölur eða bókstafi breytir það ekki kjarna málsins: íslenskt menntakerfi þarf aukinn stuðning, fleiri úrræði og skýra, langtímamiðaða stefnu til að efla nám og árangur barna. Aðalnámskrá metur hæfni nemenda út frá hæfniviðmiðum sem lýsa raunverulegum skilningi þeirra. Til dæmis er gert ráð fyrir að nemandi við lok 10. bekkjar geti miðlað þekkingu sinni, tjáð hugmyndir og rökstutt þær með fjölbreyttum hætti, auk þess að geta spurt spurninga um stærðfræðileg viðfangsefni og útskýrt lausnir fyrir öðrum. Hvernig á að meta slíka hæfni inn á skala frá 1 til 10? Ef barn fær 6 í rökstuðningi og 7 í gagnrýnum lausnum, hvaða upplýsingar gefur það foreldrum? Segir það meira en að nemandinn sé með C (þarfnast þjálfunar) í rökstuðningi og B (hæfni náð) í tjáningu? Að mínu mati gera þær síðarnefndu einkunnir frekar grein fyrir styrkleikum og þeim þáttum sem enn þarf að efla. Menntamálaráðherra hefur einnig sagt að kerfið sé að eyðileggja framtíð barna og að kennarar eigi að „rísa upp úr öskunni“. Slíkur orðaforði dregur ekki upp raunsanna mynd. Þrátt fyrir áskoranir standa íslenskir nemendur að mörgu leyti vel, sýna sjálfstæða hugsun, sköpunargáfu og aðlögunarhæfni. Fjöldi nemenda tekst vel á við framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis, sem bendir til þess að grunnurinn sé ekki jafn veikur og haldið er fram. Menntamálaráðherra hefur einnig talað fyrir aukinni aðgreiningu í námi. Þar ber að fara varlega. Of mikil aðgreining getur aukið ójöfnuð og dregið úr jöfnum tækifærum barna. Fjölbreyttur nemendahópur, studdur með markvissum úrræðum og sveigjanlegum kennsluháttum, styrkir bæði námsárangur og félagslegan þroska. Raunverulegt markmið hlýtur að vera að styðja við menntakerfið okkar þannig að hvert barn fái raunhæf tækifæri til að ná sinni hámarksgetu. Hvort sem við notum bókstafi eða tölur, þá leysir það eitt og sér ekki vandann. Það sem skiptir máli er fjárfesting, samstaða og traust til þeirra sem starfa í skólunum. Og ég legg sérstaklega vigt við þá fullyrðingu - samstöðu. Við gerum ekki breytingar á menntamálum án þess að fá þá færustu þar að til aðstoðar. Íslenskt menntakerfi er ekki fullkomið, en við verðum að byggja á aðalnámskrá – annars byrjum við á öfugum enda. Höfundur er ráðgjafi á meðferðarheimili á vegum BOFS, forfallakennari og stjórnarmaður Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar