Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar 15. janúar 2026 10:03 Ég hef starfað í íslensku skólakerfi í um 30 ár, sem kennari og stjórnandi. Ég get ekki orða bundist yfir þeirri umræðu sem nú er uppi um íslenskt skólakerfi, ekki síst í ljósi ummæla nýskipaðs mennta- og barnamálaráðherra í Kastljósi 13. janúar síðastliðinn. Ég upplifði að þar birtist hroki gagnvart kennurum, skólastjórnendum og börnum sem er að mínu mati bæði ósanngjarn og ógagnlegur. Ekki fullkomið en langt frá því vonlaust Ég er með þessum orðum ekki að segja allt sé fullkomið í íslensku skólakerfi. Við þurfum vissulega að líta í eigin barm, efla lestur og styrkja lestrarkennslu. En fullyrðingar um að 40 prósent drengja séu ólæsir samræmast alls ekki minni reynslu. Í mínum skóla sé ég gleði í augum nemenda. Ég sé börn takast á við skapandi og metnaðarfull verkefni á hverjum degi. Ég sé virkt skólastarf þar sem agi, metnaður, skipulag og þátttaka allra eru í fyrirrúmi. Á þessum árum hef ég líka orðið vitni að miklum framförum í samskiptahæfni barna. Börn í dag eru almennt færari í að ræða tilfinningar sínar, leysa ágreining og sýna hvert öðru skilning en þegar ég hóf kennsluferil minn. Styrkleikar íslensks skólakerfis Ég trúi því staðfastlega að raunverulegur árangur náist ekki með því að einblína stöðugt á veikleika. Við byggjum upp með því að rækta styrkleika og styrkleikar íslensks skólakerfis eru margir. Tengsl nemenda og kennara eru yfirleitt góð og flestum börnum líður vel í skólanum. Við eigum vel menntaða og metnaðarfulla kennara og mikið svigrúm til sköpunar, ekki síst í list- og verkgreinum. Lesefni og stuðningur við íslenskt mál Það sem ég tel að þurfi að laga er meðal annars framboð á vönduðu og fjölbreyttu lestrarefni. Það er ekki ásættanlegt að börn sem lesa mikið séu á unglingastigi nánast búin með allt efni á íslensku og snúi sér þá alfarið að því að lesa á ensku. Við verðum að standa betur við bakið á íslenskum barnabókahöfundum og leggja metnað í þýðingar á erlendu vönduðu efni fyrir börn og unglinga. Læsi sem samfélagslegt verkefni Læsi er ekki eingöngu mál skólanna heldur einnig samfélagslegt verkefni. Við fullorðna fólkið verðum líka að sýna gott fordæmi. Það gengur ekki að skrolla endalaust í símanum og kvarta svo yfir því að börn lesi ekki. Málþroski skiptir lykilmáli í lestrarnámi og ef barn kemur í skólann með rýran orðaforða eða sem er að stórum hluta á ensku þá er ljóst að verkefnið verður erfiðara. Um lestrarkennsluaðferðir má margt segja en aðferðirnar sjálfar eru ekki aðalvandinn. Flestir kennarar nota hljóðaaðferð að verulegu leyti og hún virkar vel. En ég get þó verið sammála ráðherra um eitt atriði. Við þurfum að mínu mati að endurskoða viðmiðunarstundaskrá Aðalnámskrár. Ég tel eðlilegt að fjölga kennslustundum í 1. til 4. bekk, einfalda námskrána og setja lestur, stærðfræði, hreyfingu, leik og útinám í forgang á þessu aldursstigi. Virðing, samstarf og raunverulegur árangur Umræðan um skólakerfið þarf að byggjast á virðingu, samstarfi og raunverulegri þekkingu á skólastarfi. Yfirlýsingar, ýkjur og hroki leiða okkur ekki áfram. Við náum árangri með því að sjá það góða, rækta styrkleikana og byggja á þeim. Þar liggur leiðin að betri skóla fyrir börnin okkar. Höfundur er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef starfað í íslensku skólakerfi í um 30 ár, sem kennari og stjórnandi. Ég get ekki orða bundist yfir þeirri umræðu sem nú er uppi um íslenskt skólakerfi, ekki síst í ljósi ummæla nýskipaðs mennta- og barnamálaráðherra í Kastljósi 13. janúar síðastliðinn. Ég upplifði að þar birtist hroki gagnvart kennurum, skólastjórnendum og börnum sem er að mínu mati bæði ósanngjarn og ógagnlegur. Ekki fullkomið en langt frá því vonlaust Ég er með þessum orðum ekki að segja allt sé fullkomið í íslensku skólakerfi. Við þurfum vissulega að líta í eigin barm, efla lestur og styrkja lestrarkennslu. En fullyrðingar um að 40 prósent drengja séu ólæsir samræmast alls ekki minni reynslu. Í mínum skóla sé ég gleði í augum nemenda. Ég sé börn takast á við skapandi og metnaðarfull verkefni á hverjum degi. Ég sé virkt skólastarf þar sem agi, metnaður, skipulag og þátttaka allra eru í fyrirrúmi. Á þessum árum hef ég líka orðið vitni að miklum framförum í samskiptahæfni barna. Börn í dag eru almennt færari í að ræða tilfinningar sínar, leysa ágreining og sýna hvert öðru skilning en þegar ég hóf kennsluferil minn. Styrkleikar íslensks skólakerfis Ég trúi því staðfastlega að raunverulegur árangur náist ekki með því að einblína stöðugt á veikleika. Við byggjum upp með því að rækta styrkleika og styrkleikar íslensks skólakerfis eru margir. Tengsl nemenda og kennara eru yfirleitt góð og flestum börnum líður vel í skólanum. Við eigum vel menntaða og metnaðarfulla kennara og mikið svigrúm til sköpunar, ekki síst í list- og verkgreinum. Lesefni og stuðningur við íslenskt mál Það sem ég tel að þurfi að laga er meðal annars framboð á vönduðu og fjölbreyttu lestrarefni. Það er ekki ásættanlegt að börn sem lesa mikið séu á unglingastigi nánast búin með allt efni á íslensku og snúi sér þá alfarið að því að lesa á ensku. Við verðum að standa betur við bakið á íslenskum barnabókahöfundum og leggja metnað í þýðingar á erlendu vönduðu efni fyrir börn og unglinga. Læsi sem samfélagslegt verkefni Læsi er ekki eingöngu mál skólanna heldur einnig samfélagslegt verkefni. Við fullorðna fólkið verðum líka að sýna gott fordæmi. Það gengur ekki að skrolla endalaust í símanum og kvarta svo yfir því að börn lesi ekki. Málþroski skiptir lykilmáli í lestrarnámi og ef barn kemur í skólann með rýran orðaforða eða sem er að stórum hluta á ensku þá er ljóst að verkefnið verður erfiðara. Um lestrarkennsluaðferðir má margt segja en aðferðirnar sjálfar eru ekki aðalvandinn. Flestir kennarar nota hljóðaaðferð að verulegu leyti og hún virkar vel. En ég get þó verið sammála ráðherra um eitt atriði. Við þurfum að mínu mati að endurskoða viðmiðunarstundaskrá Aðalnámskrár. Ég tel eðlilegt að fjölga kennslustundum í 1. til 4. bekk, einfalda námskrána og setja lestur, stærðfræði, hreyfingu, leik og útinám í forgang á þessu aldursstigi. Virðing, samstarf og raunverulegur árangur Umræðan um skólakerfið þarf að byggjast á virðingu, samstarfi og raunverulegri þekkingu á skólastarfi. Yfirlýsingar, ýkjur og hroki leiða okkur ekki áfram. Við náum árangri með því að sjá það góða, rækta styrkleikana og byggja á þeim. Þar liggur leiðin að betri skóla fyrir börnin okkar. Höfundur er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun