Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar 15. janúar 2026 08:48 Ég er nýorðinn átján ára gamall, það er tryllt unglingapartí í gangi í húsi á Suðurgötu og helmingur gestanna búinn að hertaka heita pottinn í garðinum. Sirka þremur tímum eftir miðnætti eru brotin á lögreglusamþykktum orðin ansi mörg. Tónlistin svo hátt stillt að hún hýtur að vera búin að vekja alla nágranna - meira að segja þeir sem eiga lögheimili í kirkjugarðinum handan við götuna eru teknir að rumska. Inn í öngþveitið stígur … Þá stígur inn í húsið Skúli Helgason, þá sjálfur aðeins 23 ára gamall. Hann var sonur fjarstaddra húsráðenda en fluttur að heiman fyrir allnokkru og hafði af tilviljun runnið á háreystið á heimleið úr miðbænum. Þarna sá ég Skúla í fyrsta skipti og dáist enn í dag að því hvernig hann tæklaði þetta háværa öngþveiti og dómgreindarlausa lið sem óð hálfnakið og drukkið um ganga og garð. Skúli las hárrétt í aðstæður á augabragði, og með ótrúlegri yfirvegun, stillingu, geðprýði og lagni kom hann reglu á óregluna. Hann sefaði ungmennahjörðina, lækkaði músíkina þannig að hún kvaldi ekki nágranna lengur, stjakaði meirihlutanum af vitleysingunum út fyrir dyrnar án þess að móðga eða reita nokkurn til reiði, og skipulagði í framhaldinu þrif, tiltekt og frágang fyrir þá sem eftir sátu og báru meginábyrgð á samkvæminu. Án þess að skipta nokkurn tímann skapi eða hækka róminn. Heilindi, dugnaður og mikilvæg framtíðarsýn Þetta unglingapartí endur fyrir löngu er auðvitað aðeins míkrókosmosískt dæmi, en endurspeglar samt á einhvern bráðskemmtilegan hátt mannkosti Skúla og getu hans til að bregðast hratt og fumlaust við óvæntum vanda og leysa úr flækjunni farsællega og í sátt og samlyndi. Ég hef margoft orðið vitni að þessum hæfileikum hans síðar meir - ekki í partíum til allra lukku! - heldur á opinberum vettvangi. Ekki síst í pólitíkinni þar sem svo oft þarf að greiða úr vandamálum borgarbúa, eins margþætt og miskrefjandi og þau geta verið. Hann hefur sett málefni fjölskyldufólks á oddinn í gegnum tíðina ásamt menningar-, skóla- og íþróttamálum; þannig berst hann t.d. kappsamlega í þágu þess að bæta þjónustu við barnafjölskyldur varðandi leikskóla, frístundastuðning, almenningsíþróttir og velferðarmál. Öll aðkoma Skúla að þessum málaflokkum sem og öðrum ber vitni um skýra yfirsýn, skarpa greiningu á stöðunni hverju sinni, vinnusemi og einlægum vilja til að vinna af ósérhlífni og af heilindum í þágu borgarbúa. Og í raun veru eru „heilindi” fyrsta orðið sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til Skúla: Hann býr yfir sönnum og fágætum heilindum, eiginleikar sem við Reykvíkingar þurfum svo sannarlega á að halda í fari þeirra sem starfa í okkar þágu. Hann er mannasættir, harðduglegur, gengur skipulega til verks og hefur glögga framtíðarsýn –vill gera góða borg betri og tilbúinn að vinna sleitulaust til að ná því marki. Hann er fljótur að tileinka sér nýjar hugmyndir og hefur þann mikilvæga og sjaldgæfa kost að hlusta á fólk þótt það sé honum ósammála, - og þykist aldrei of góður til að draga lærdóm af sjónarmiðum annarra ef svo ber undir. Hann er kreddulaus og kappsamur, friðarins maður í eðli sínu en hikar þó ekki við að berjast einarðlega fyrir þeim málstað sem hann hefur trú á, gerist þess þörf. Styðjum hann ötullega í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í komandi prófkjöri – okkar vegna. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég er nýorðinn átján ára gamall, það er tryllt unglingapartí í gangi í húsi á Suðurgötu og helmingur gestanna búinn að hertaka heita pottinn í garðinum. Sirka þremur tímum eftir miðnætti eru brotin á lögreglusamþykktum orðin ansi mörg. Tónlistin svo hátt stillt að hún hýtur að vera búin að vekja alla nágranna - meira að segja þeir sem eiga lögheimili í kirkjugarðinum handan við götuna eru teknir að rumska. Inn í öngþveitið stígur … Þá stígur inn í húsið Skúli Helgason, þá sjálfur aðeins 23 ára gamall. Hann var sonur fjarstaddra húsráðenda en fluttur að heiman fyrir allnokkru og hafði af tilviljun runnið á háreystið á heimleið úr miðbænum. Þarna sá ég Skúla í fyrsta skipti og dáist enn í dag að því hvernig hann tæklaði þetta háværa öngþveiti og dómgreindarlausa lið sem óð hálfnakið og drukkið um ganga og garð. Skúli las hárrétt í aðstæður á augabragði, og með ótrúlegri yfirvegun, stillingu, geðprýði og lagni kom hann reglu á óregluna. Hann sefaði ungmennahjörðina, lækkaði músíkina þannig að hún kvaldi ekki nágranna lengur, stjakaði meirihlutanum af vitleysingunum út fyrir dyrnar án þess að móðga eða reita nokkurn til reiði, og skipulagði í framhaldinu þrif, tiltekt og frágang fyrir þá sem eftir sátu og báru meginábyrgð á samkvæminu. Án þess að skipta nokkurn tímann skapi eða hækka róminn. Heilindi, dugnaður og mikilvæg framtíðarsýn Þetta unglingapartí endur fyrir löngu er auðvitað aðeins míkrókosmosískt dæmi, en endurspeglar samt á einhvern bráðskemmtilegan hátt mannkosti Skúla og getu hans til að bregðast hratt og fumlaust við óvæntum vanda og leysa úr flækjunni farsællega og í sátt og samlyndi. Ég hef margoft orðið vitni að þessum hæfileikum hans síðar meir - ekki í partíum til allra lukku! - heldur á opinberum vettvangi. Ekki síst í pólitíkinni þar sem svo oft þarf að greiða úr vandamálum borgarbúa, eins margþætt og miskrefjandi og þau geta verið. Hann hefur sett málefni fjölskyldufólks á oddinn í gegnum tíðina ásamt menningar-, skóla- og íþróttamálum; þannig berst hann t.d. kappsamlega í þágu þess að bæta þjónustu við barnafjölskyldur varðandi leikskóla, frístundastuðning, almenningsíþróttir og velferðarmál. Öll aðkoma Skúla að þessum málaflokkum sem og öðrum ber vitni um skýra yfirsýn, skarpa greiningu á stöðunni hverju sinni, vinnusemi og einlægum vilja til að vinna af ósérhlífni og af heilindum í þágu borgarbúa. Og í raun veru eru „heilindi” fyrsta orðið sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til Skúla: Hann býr yfir sönnum og fágætum heilindum, eiginleikar sem við Reykvíkingar þurfum svo sannarlega á að halda í fari þeirra sem starfa í okkar þágu. Hann er mannasættir, harðduglegur, gengur skipulega til verks og hefur glögga framtíðarsýn –vill gera góða borg betri og tilbúinn að vinna sleitulaust til að ná því marki. Hann er fljótur að tileinka sér nýjar hugmyndir og hefur þann mikilvæga og sjaldgæfa kost að hlusta á fólk þótt það sé honum ósammála, - og þykist aldrei of góður til að draga lærdóm af sjónarmiðum annarra ef svo ber undir. Hann er kreddulaus og kappsamur, friðarins maður í eðli sínu en hikar þó ekki við að berjast einarðlega fyrir þeim málstað sem hann hefur trú á, gerist þess þörf. Styðjum hann ötullega í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í komandi prófkjöri – okkar vegna. Höfundur er rithöfundur.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun