Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar 15. janúar 2026 06:32 Ég hef tekið þátt í mörgum verkefnum snúa að tiltekt í rekstri stofnana eða fyrirtækja. Framlag mitt til slíkra verkefna hefur verið þekking á samningagerð og að leiða fólk með ólík sjónarmið og hagsmuni saman. Þátttaka í faglegri stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem stýrði fyrirtækinu frá gríðarlegum rekstrarvanda eftir efnhagshrunið kenndi mér margt, bæði vegna þess mikla vanda sem OR var í og vegna gefandi samstarfs við frábært fólk hjá fyrirtækinu. Endurreisn OR veitir dýrmætan lærdóm sem nýtist vel fyrir rekstur Reykjavíkurborgar og til að útskýra hvað ég á við þegar ég tala um tiltekt í rekstri borgarinnar. Fókus á þjónustu Við verðum að leita í kjarnann og svara spurningunni um hver er tilgangur starfseminnar. Hvert er hlutverk Reykjavíkurborgar? Markmiðið er að styrkja kjarnastarfsemi og einfaldlega sleppa hinu. Hjá OR snérist þetta um að draga sig út úr rekstri sem tengdist ekkert eða lítið því hlutverki að sjá um nauðsynlega innviði fyrir Reykjavík og nágrenni; heitt og kalt vatn, rafmagn og fráveitu. Hætta hins vegar öllum verkefnum sem ekki þjónuðu hlutverki fyrirtækisins. Því fylgir m.a. að selja eignir sem nýttust ekki kjarnastarfsemi. Þetta var ekki auðvelt verk, en snérist um að hafa skýra sýn og hugrekki til að halda sig við það. Viðreisn hefur lagt fram tillögur fyrir rekstur borgarinnar, t.d. að losa um eignarhald á fasteignum og að verkefnum verði hætt eða þau boðin út. Nýr meirihluti þarf að hafa stefnufestu og hugrekki til að einbeita sér að þeirri þjónustu sem skiptir borgarbúa öllu máli og hætta hinu, jafnvel þó að verkefnin kunni að vera verðug eða spennandi. Með fókus fáum við meiri peninga og meiri tíma til að sinna kjarnanum, eins og skólum og skipulagsmálum. Valmöguleikinn sem oft er valinn er flatur niðurskurður. Flatur niðurskurður er hræðilega slæm leið að ná fram sparnaði. Hún er hræðileg vegna þess að hún leiðir til niðurskurðar bæði á verkefnum sem eru mikilvæg og þeim sem eru ekki mikilvæg. Hún er slæm vegna þess að hún leiðir iðulega til tímabundins sparnaðar á nauðsynlegu viðhaldi fasteigna, tækja og mannauðs sem leiðir til mun meiri útgjalda síðar. Þetta er aðferð lata mannsins sem hefur ekki hugrekki til að ráðast að rót vandans. Ekki fólkið í appelsínugulu göllunum Það þarf að byrja á því að skoða útgjöld og skipulag á vinnu þeirra sem eru efst í skipuritinu. Skilyrðið sem Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, gaf fyrir stuðningi við aðgerðir faglegrar stjórnar OR var að við myndum ekki byrja á því að reka fólk sem vinnur í appelsínugulum göllum. Þetta gat ekki verið skýrara: Við áttum að byrja hagræðinguna á toppnum, ekki í nærþjónustunni. Starfskjör og skipulag þeirra sem stjórnuðu voru endurskoðuð fyrst og mest, enda hafa aðgerðir þar sem efsta lag fyrirtækisins leggur lítið af mörkum engan trúverðugleika. Nýr meirihluti í Reykjavík þarf að ganga skipulega til verka og byrja efst í skipuritinu til þess að finna peninga og tíma til að styðja við þau sem starfa í framlínunni. Vinna með og treysta fólki Við eigum að styðja við fagfólk sem starfar hjá Reykjavíkurborg og nýta þekkingu og reynslu þeirra til þess að búa til borg sem virkar. Endurreisn OR hefði aldrei verið möguleg nema fyrir algerlega frábært starfsfólk og náið samstarf stjórnar og starfsfólk alls staðar í fyrirtækinu. Fólk sem var tilbúið til að vinna mikið, af mikilli fagmennsku og staðfestu við að búa til „Planið“ og til að framfylgja því í gegnum þykkt og þunnt. Þar eru öll mikilvæg, jafnt framlínan sem forstjóri og stoðdeildir. Faglegar stjórnir í stað pólitískra bitlinga Nauðsynlegt er að tryggja faglega stjórn fyrirtækja borgarinnar. Stjórnir sem fara eftir eigendastefnu sem er mörkuð af stjórnmálamönnum og vinna fyrir hagsmuni borgarbúa en eru ekki háðar stjórnmálunum í daglegri ákvarðanatöku. Gríðarlegur rekstrarvandi OR var m.a. tilkomið vegna þess að kjörnir fulltrúar sáu fyrirtækið sem einskonar framlengingu á pólitísku valdi og stóðu að glórulausum fjárfestingum sem vinda þurfti ofan af. Það átti því miður við hvort sem fulltrúarnir tilheyrðu hægri eða vinstri væng stjórnmálanna. Freistnin var að nota OR, sem hafði mun stærri efnhagsreikning en Reykjavíkurborg, til verkefna sem höfðu pólitísk markmið en féllu ekki undir kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Þess vegna er ný tillaga Þórdísar Lóu, oddvita Viðreisnar í Reykjavík, um að fara alla leið með faglegar stjórnir mikilvæg og lykilatriði að nýr meirihluti komi henni í framkvæmd. Núverandi meirihluti hefur þegar hafnað tillögunni, sem eru vonbrigði en því miður fyrirsjáanlegt. Hugrekki og bjartsýni Annar lærdómur var að hlusta af athygli á gagnrýni þeirra sem vildu ekki ráðast í aðgerðir eða höfðu allt aðrar hugmyndir. Reyna að nýta það sem er gott í gagnrýninni en leiða hitt hjá sér. Einnig, að eyða ekki tíma í að svara öllu eða verja sig fyrir pólitískum árásum því það tekur einfaldlega allt of mikinn tíma. Einbeita sér frekar að því að vinna verkið, vera hugrökk og bjartsýn og treysta því að þegar upp er staðið verði maður dæmdur af verkum sínum og árangri. Kjósendur vita nefnilega nokkuð vel hvað gengur á og hver staðan er. Þess vegna er núna skýrt ákall um nýjan meirihluta, vönduð vinnubrögð og breytingar í Reykjavík. Höfundur er frambjóðandi í oddvitakjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég hef tekið þátt í mörgum verkefnum snúa að tiltekt í rekstri stofnana eða fyrirtækja. Framlag mitt til slíkra verkefna hefur verið þekking á samningagerð og að leiða fólk með ólík sjónarmið og hagsmuni saman. Þátttaka í faglegri stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem stýrði fyrirtækinu frá gríðarlegum rekstrarvanda eftir efnhagshrunið kenndi mér margt, bæði vegna þess mikla vanda sem OR var í og vegna gefandi samstarfs við frábært fólk hjá fyrirtækinu. Endurreisn OR veitir dýrmætan lærdóm sem nýtist vel fyrir rekstur Reykjavíkurborgar og til að útskýra hvað ég á við þegar ég tala um tiltekt í rekstri borgarinnar. Fókus á þjónustu Við verðum að leita í kjarnann og svara spurningunni um hver er tilgangur starfseminnar. Hvert er hlutverk Reykjavíkurborgar? Markmiðið er að styrkja kjarnastarfsemi og einfaldlega sleppa hinu. Hjá OR snérist þetta um að draga sig út úr rekstri sem tengdist ekkert eða lítið því hlutverki að sjá um nauðsynlega innviði fyrir Reykjavík og nágrenni; heitt og kalt vatn, rafmagn og fráveitu. Hætta hins vegar öllum verkefnum sem ekki þjónuðu hlutverki fyrirtækisins. Því fylgir m.a. að selja eignir sem nýttust ekki kjarnastarfsemi. Þetta var ekki auðvelt verk, en snérist um að hafa skýra sýn og hugrekki til að halda sig við það. Viðreisn hefur lagt fram tillögur fyrir rekstur borgarinnar, t.d. að losa um eignarhald á fasteignum og að verkefnum verði hætt eða þau boðin út. Nýr meirihluti þarf að hafa stefnufestu og hugrekki til að einbeita sér að þeirri þjónustu sem skiptir borgarbúa öllu máli og hætta hinu, jafnvel þó að verkefnin kunni að vera verðug eða spennandi. Með fókus fáum við meiri peninga og meiri tíma til að sinna kjarnanum, eins og skólum og skipulagsmálum. Valmöguleikinn sem oft er valinn er flatur niðurskurður. Flatur niðurskurður er hræðilega slæm leið að ná fram sparnaði. Hún er hræðileg vegna þess að hún leiðir til niðurskurðar bæði á verkefnum sem eru mikilvæg og þeim sem eru ekki mikilvæg. Hún er slæm vegna þess að hún leiðir iðulega til tímabundins sparnaðar á nauðsynlegu viðhaldi fasteigna, tækja og mannauðs sem leiðir til mun meiri útgjalda síðar. Þetta er aðferð lata mannsins sem hefur ekki hugrekki til að ráðast að rót vandans. Ekki fólkið í appelsínugulu göllunum Það þarf að byrja á því að skoða útgjöld og skipulag á vinnu þeirra sem eru efst í skipuritinu. Skilyrðið sem Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, gaf fyrir stuðningi við aðgerðir faglegrar stjórnar OR var að við myndum ekki byrja á því að reka fólk sem vinnur í appelsínugulum göllum. Þetta gat ekki verið skýrara: Við áttum að byrja hagræðinguna á toppnum, ekki í nærþjónustunni. Starfskjör og skipulag þeirra sem stjórnuðu voru endurskoðuð fyrst og mest, enda hafa aðgerðir þar sem efsta lag fyrirtækisins leggur lítið af mörkum engan trúverðugleika. Nýr meirihluti í Reykjavík þarf að ganga skipulega til verka og byrja efst í skipuritinu til þess að finna peninga og tíma til að styðja við þau sem starfa í framlínunni. Vinna með og treysta fólki Við eigum að styðja við fagfólk sem starfar hjá Reykjavíkurborg og nýta þekkingu og reynslu þeirra til þess að búa til borg sem virkar. Endurreisn OR hefði aldrei verið möguleg nema fyrir algerlega frábært starfsfólk og náið samstarf stjórnar og starfsfólk alls staðar í fyrirtækinu. Fólk sem var tilbúið til að vinna mikið, af mikilli fagmennsku og staðfestu við að búa til „Planið“ og til að framfylgja því í gegnum þykkt og þunnt. Þar eru öll mikilvæg, jafnt framlínan sem forstjóri og stoðdeildir. Faglegar stjórnir í stað pólitískra bitlinga Nauðsynlegt er að tryggja faglega stjórn fyrirtækja borgarinnar. Stjórnir sem fara eftir eigendastefnu sem er mörkuð af stjórnmálamönnum og vinna fyrir hagsmuni borgarbúa en eru ekki háðar stjórnmálunum í daglegri ákvarðanatöku. Gríðarlegur rekstrarvandi OR var m.a. tilkomið vegna þess að kjörnir fulltrúar sáu fyrirtækið sem einskonar framlengingu á pólitísku valdi og stóðu að glórulausum fjárfestingum sem vinda þurfti ofan af. Það átti því miður við hvort sem fulltrúarnir tilheyrðu hægri eða vinstri væng stjórnmálanna. Freistnin var að nota OR, sem hafði mun stærri efnhagsreikning en Reykjavíkurborg, til verkefna sem höfðu pólitísk markmið en féllu ekki undir kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Þess vegna er ný tillaga Þórdísar Lóu, oddvita Viðreisnar í Reykjavík, um að fara alla leið með faglegar stjórnir mikilvæg og lykilatriði að nýr meirihluti komi henni í framkvæmd. Núverandi meirihluti hefur þegar hafnað tillögunni, sem eru vonbrigði en því miður fyrirsjáanlegt. Hugrekki og bjartsýni Annar lærdómur var að hlusta af athygli á gagnrýni þeirra sem vildu ekki ráðast í aðgerðir eða höfðu allt aðrar hugmyndir. Reyna að nýta það sem er gott í gagnrýninni en leiða hitt hjá sér. Einnig, að eyða ekki tíma í að svara öllu eða verja sig fyrir pólitískum árásum því það tekur einfaldlega allt of mikinn tíma. Einbeita sér frekar að því að vinna verkið, vera hugrökk og bjartsýn og treysta því að þegar upp er staðið verði maður dæmdur af verkum sínum og árangri. Kjósendur vita nefnilega nokkuð vel hvað gengur á og hver staðan er. Þess vegna er núna skýrt ákall um nýjan meirihluta, vönduð vinnubrögð og breytingar í Reykjavík. Höfundur er frambjóðandi í oddvitakjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun