Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2026 11:01 Hilmar Smári Henningsson er snúinn heim eftir stutt stopp í Litáen. Hann stefnir á Íslandsmeistaratitil í vor. Vísir/Ívar Fannar Hilmar Smári Henningsson samdi í gær við Stjörnuna eftir stutt og strembið stopp í Litáen. Hann gaf sér lítinn tíma í viðræður við önnur lið og stefnir á titilvörn í Garðabæ. Hilmar Smári samdi við Jonava í Litáen í haust en staða hans við Eystrasaltið var fljót að súrna. Hann fékk sig lausan frá félaginu í vikunni, kom heim í fyrradag og samdi við Stjörnuna í gær. „Það var margt sem gekk á og það er kannski of löng saga til að fara yfir hérna. Ég er svo heppinn að vinna sem körfuboltamaður en ég var svolítið búinn að tapa gleðinni við að mæta á æfingar. En ég vissi að það er mikil gleði að spila fyrir Stjörnuna, ég fann það í fyrra,“ segir Hilmar um ástæðu heimkomunnar og segir enn fremur: „Ég er kominn aftur til að líða vel, hafa gaman af körfunni. Ég veit það eru geggjaðir leikmenn hérna sem eru góðir vinir mínir og geggjað teymi. Þetta er svolítið mitt heimili svo fyrst ég var á leið heim vissi ég að ég kæmi hingað.“ Týndi gleðinni Hvað erfiðleikana í Litáen varðar skýrir Hilmar það út sem svo: „Þjálfarinn var látinn fara snemma, sem fékk mig út. Hlutverkið mitt minnkaði með tímanum og það voru fengnir inn leikmenn sem voru andstæðir við minn leikstíl. Ég fann ekki rytmann sem þú vilt finna körfuboltamaður og var ósáttur við mitt hlutverk,“ „Ég var kominn með svolítið nóg af því að vera ekki spenntur fyrir því á hverjum degi að mæta á æfingu og mig hlakkar til að finna það aftur hérna.“ Sagði takk en nei takk við önnur lið Hilmar Smári kom heim í fyrradag og var fljótur að semja við Stjörnuna. Hann hittir þar fyrrum liðsfélaga og þjálfara sem hann vann með Íslandsmeistaratitil í fyrra. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði við Vísi í gær að hann hefði byggt lið Garðbæinga í kringum Hilmar áður en hann stökk til Litáen. Hann ætti því að finna fjöl sína á ný í Garðabæ og segist ekki hafa heyrt í öðrum íslenskum liðum nema til þess eins að hafna þeim. „Mjög stuttlega. Þetta var mjög fljótt að gerast. Það er mjög stutt síðan ég fékk mig undan samning þarna úti. Þá var Stjarnan fyrsta liðið sem ég heyrði í. Ég ræddi mjög stuttlega við aðra en það var í raun bara til að segja þeim að ég væri að fara hingað,“ „Með fullri virðingu öllum öðrum klúbbum á landinu vildi ég vera hér. Mér líður vel í kerfinu hans Baldurs og þessari menningu hér í Garðabæ. Ég fann heimili mitt hér á síðasta tímabili og það er gott að koma heim,“ segir Hilmar. Titilvörn það eina sem er í boði Markmiðið er þá skýrt. Hilmar Smári hyggst verja Íslandsmeistaratitilinn með félögum sínum. „Algjörlega. Stjarnan er þannig klúbbur og kominn á þann stað að þetta er þeirra eina markmið og hefur verið í langan tíma. Ég held að þeir taki ekki inn leikmenn sem stefna lægra en það. Ef það er einhver sem tók þátt í þessari gleði sem var í fyrra hjá okkur, þá vita allir að við stefnum á það aftur. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessum íþróttum til að byrja með. Að verja þennan stóra er 100 prósent markmiðið,“ segir Hilmar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Hilmar sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Hilmar ræðir strembna tíma, heimkomu og titilvörn Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Hilmar Smári samdi við Jonava í Litáen í haust en staða hans við Eystrasaltið var fljót að súrna. Hann fékk sig lausan frá félaginu í vikunni, kom heim í fyrradag og samdi við Stjörnuna í gær. „Það var margt sem gekk á og það er kannski of löng saga til að fara yfir hérna. Ég er svo heppinn að vinna sem körfuboltamaður en ég var svolítið búinn að tapa gleðinni við að mæta á æfingar. En ég vissi að það er mikil gleði að spila fyrir Stjörnuna, ég fann það í fyrra,“ segir Hilmar um ástæðu heimkomunnar og segir enn fremur: „Ég er kominn aftur til að líða vel, hafa gaman af körfunni. Ég veit það eru geggjaðir leikmenn hérna sem eru góðir vinir mínir og geggjað teymi. Þetta er svolítið mitt heimili svo fyrst ég var á leið heim vissi ég að ég kæmi hingað.“ Týndi gleðinni Hvað erfiðleikana í Litáen varðar skýrir Hilmar það út sem svo: „Þjálfarinn var látinn fara snemma, sem fékk mig út. Hlutverkið mitt minnkaði með tímanum og það voru fengnir inn leikmenn sem voru andstæðir við minn leikstíl. Ég fann ekki rytmann sem þú vilt finna körfuboltamaður og var ósáttur við mitt hlutverk,“ „Ég var kominn með svolítið nóg af því að vera ekki spenntur fyrir því á hverjum degi að mæta á æfingu og mig hlakkar til að finna það aftur hérna.“ Sagði takk en nei takk við önnur lið Hilmar Smári kom heim í fyrradag og var fljótur að semja við Stjörnuna. Hann hittir þar fyrrum liðsfélaga og þjálfara sem hann vann með Íslandsmeistaratitil í fyrra. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði við Vísi í gær að hann hefði byggt lið Garðbæinga í kringum Hilmar áður en hann stökk til Litáen. Hann ætti því að finna fjöl sína á ný í Garðabæ og segist ekki hafa heyrt í öðrum íslenskum liðum nema til þess eins að hafna þeim. „Mjög stuttlega. Þetta var mjög fljótt að gerast. Það er mjög stutt síðan ég fékk mig undan samning þarna úti. Þá var Stjarnan fyrsta liðið sem ég heyrði í. Ég ræddi mjög stuttlega við aðra en það var í raun bara til að segja þeim að ég væri að fara hingað,“ „Með fullri virðingu öllum öðrum klúbbum á landinu vildi ég vera hér. Mér líður vel í kerfinu hans Baldurs og þessari menningu hér í Garðabæ. Ég fann heimili mitt hér á síðasta tímabili og það er gott að koma heim,“ segir Hilmar. Titilvörn það eina sem er í boði Markmiðið er þá skýrt. Hilmar Smári hyggst verja Íslandsmeistaratitilinn með félögum sínum. „Algjörlega. Stjarnan er þannig klúbbur og kominn á þann stað að þetta er þeirra eina markmið og hefur verið í langan tíma. Ég held að þeir taki ekki inn leikmenn sem stefna lægra en það. Ef það er einhver sem tók þátt í þessari gleði sem var í fyrra hjá okkur, þá vita allir að við stefnum á það aftur. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessum íþróttum til að byrja með. Að verja þennan stóra er 100 prósent markmiðið,“ segir Hilmar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Hilmar sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Hilmar ræðir strembna tíma, heimkomu og titilvörn
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum