Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. janúar 2026 18:06 Björgunarsveitir vinna hörðum höndum við að koma ferðamönnum til bjargar. Landsbjörg Hátt í þrjátíu manns hafa verið ferjaðir með bílum björgunarsveita á Suður- og Suðausturlandi á fjöldahjálparstöð í Hofgarði í dag. Um fjörutíu ökutæki sitja föst við Kotá. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir hafa frá því í hádeginu í dag verið við störf í Öræfum við að koma ferðafólki til aðstoðar í afar slæmu veðri og vondri færð. Ljóst er að hátt í hundrað manns verða flutt á fjöldahjálparstöðina. Björgunarsveitin Kyndill frá Kirkjubæjarklaustri var boðuð út undir kvöld til að bætast í hópinn og liðsauki er lagður af stað frá Höfn sömuleiðis. Hafin er vinna við að útvega hópnum gistingu á hótelum og gistihúsum í nágrenninu. Fyrstu sveitir voru kallaðar út um hálf eitt í dag en þá var björgunarsveitin Kári í Öræfum kölluð út. Í tilkynningu segir að fljótlega hafi komið í ljós að talsverður fjöldi ferðamanna hafi verið í vandræðum milli Freysness og Fagurhólsmýrar. Björgunarfélag Hornafjarðar fór á staðinn á tveimur stórum bílum en fyrir á vettvangi var dreki þeirra Kárafélaga, brynvarinn bíll sem þolir mikinn vind. „Veður á svæðinu var vægast sagt slæmt og vindhviður upp í 40 metra á sekúndu. Fólk sem var á staðnum og fór út úr bílum sínum lenti í vandræðum við að fóta sig og komast aftur inn í bíla. Gripið var til þess ráðs að koma skilaboðum í síma á svæðinu þess efnis að biðja fólk um að halda sig í bílum sínum þar til hjálp bærist,“ segir í tilkynningu. Vegfarendur eru hvattir til að vera inni í bílum sínum þar til björgunarsveitir koma á staðinn.Landsbjörg Þegar tilkynningin var send út seint á sjötta tímanum höfðu hátt í þrjátíu manns verið flutt af vettvangi í bílum björgunarsveita inn á fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Hofgarði fyrr í dag. Þá hafa björgunarsveitir aðstoðað ferðamenn í um tuttugu ökutækjum við Sandá og snúið þeim til vesturs í átt að Freysnesi. Um fjörutíu ökutæki sitja enn föst við Kotá. Fram kemur í tilkynningu að bílar verði skildir eftir á svæðinu þar til veður lægir, björgunaraðgerðir standi enn yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Veður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Færð á vegum Umferðaröryggi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir hafa frá því í hádeginu í dag verið við störf í Öræfum við að koma ferðafólki til aðstoðar í afar slæmu veðri og vondri færð. Ljóst er að hátt í hundrað manns verða flutt á fjöldahjálparstöðina. Björgunarsveitin Kyndill frá Kirkjubæjarklaustri var boðuð út undir kvöld til að bætast í hópinn og liðsauki er lagður af stað frá Höfn sömuleiðis. Hafin er vinna við að útvega hópnum gistingu á hótelum og gistihúsum í nágrenninu. Fyrstu sveitir voru kallaðar út um hálf eitt í dag en þá var björgunarsveitin Kári í Öræfum kölluð út. Í tilkynningu segir að fljótlega hafi komið í ljós að talsverður fjöldi ferðamanna hafi verið í vandræðum milli Freysness og Fagurhólsmýrar. Björgunarfélag Hornafjarðar fór á staðinn á tveimur stórum bílum en fyrir á vettvangi var dreki þeirra Kárafélaga, brynvarinn bíll sem þolir mikinn vind. „Veður á svæðinu var vægast sagt slæmt og vindhviður upp í 40 metra á sekúndu. Fólk sem var á staðnum og fór út úr bílum sínum lenti í vandræðum við að fóta sig og komast aftur inn í bíla. Gripið var til þess ráðs að koma skilaboðum í síma á svæðinu þess efnis að biðja fólk um að halda sig í bílum sínum þar til hjálp bærist,“ segir í tilkynningu. Vegfarendur eru hvattir til að vera inni í bílum sínum þar til björgunarsveitir koma á staðinn.Landsbjörg Þegar tilkynningin var send út seint á sjötta tímanum höfðu hátt í þrjátíu manns verið flutt af vettvangi í bílum björgunarsveita inn á fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Hofgarði fyrr í dag. Þá hafa björgunarsveitir aðstoðað ferðamenn í um tuttugu ökutækjum við Sandá og snúið þeim til vesturs í átt að Freysnesi. Um fjörutíu ökutæki sitja enn föst við Kotá. Fram kemur í tilkynningu að bílar verði skildir eftir á svæðinu þar til veður lægir, björgunaraðgerðir standi enn yfir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Veður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Færð á vegum Umferðaröryggi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira