Innlent

Fagna brott­hvarfi Maduro og Græn­lendingar óttast fram­haldið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Nicolas Maduro forseti Venesúela og eiginkona hans voru leidd fyrir dómara í New York síðdegis. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar sömuleiðis um stöðu mála á alþjóðasviðinu.

Fjallað verður um nýjustu vendingar í tengslum við árás Bandaríkjanna á Venesúela um helgina og handtöku forseta landsins.

Í kvöldfréttatímanum ræðum við nokkra Venesúelamenn, sem eru búsettir hér á landi og flúðu ógnarstjórn Maduros fyrir nokkrum árum.

Grænlendingar óttast að sjónir Bandaríkjanna beinnist næst að þeim en bandarísk stjórnvöld hafa undanfarna daga ítrekað að þau ásælist eyjuna. Íslendingur, sem er búsettur í Nuuk, hvetur Íslendinga til að taka upp hanskann fyrir nágranna sína. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mætir í myndver og ræðir þróun alþjóðamála, umsvif Bandaríkjanna og stöðu Íslands. 

Í sportpakkanum hittum við Kristján Örn Kristjánsson landsliðsmann í handbolta sem datt úr liðinu vegna meiðsla. Og í Íslandi í dag hittum við leikstjóra og handritshöfunda Áramótaskaupsins, sem margir segja það besta í manna minnum. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×