Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar 6. janúar 2026 07:00 Engin vafi er á því að með árás Bandaríkjanna á Venesúela og brottnám forseta landsins til að standa andspænis dómstól í New York er söguleg og um leið ískyggileg breyting á alþjóðaskipan sem hefur verið við lýði allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ástæður árásarinnar er stuldur á olíu frá 1976 sem bandarísk olíufyrirtæki áttu og til að koma í veg fyrir áframhaldandi tilvist stjórnvalda sem að sögn ógna lífi Bandaríkjamanna með eiturlyfjaútflutningi og stuðningi við hermdar-og hryðjuverkaöfl. Það er óumdeilanlegt að þáverandi stjórnvöld þjóðnýttu olíuframleiðslu landsins á sínum tíma, en það er umdeilanlegt hversu stór hlutur Venesúela í eiturlyfjainnflutningi til Bandaríkjanna er og að þaðan stafi bein ógn af hermdar-og hryðjuverkamönnum. Ekki heldur skal gert lítið úr þeirri staðreynd að núverandi stjórnvöld í landinu eru hreinræktuð harðstjórn sem hefur kúgað og fangelsað landsmenn um langt skeið og valdið því að rúmlega átta milljónir þeirra hafa flúið land. En spyrja má hvort árás á Venesúela og yfirtaka þess sé í samræmi við tilefnið og hvort aðrar leiðir hafi ekki verið betri til að ná markmiðum Bandaríkjanna. Forseti Bandaríkjanna hefur heitið því að árásin eigi eftir að koma íbúum Venesúela til góða þó svo að gamla einræðisstjórnin sé enn við völd, en þangað til að svo verður muni Bandaríkin stjórna landinu, enda á áhrifasvæði þeirra samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu. Hvort gamla einræðisstjórnin verður leppstjórn Bandaríkjanna á eftir að koma í ljós, en ljóst er að alþjóðalög sem hafa verið hönnuð til að stuðla að öryggi, festu og fyrirsjáanleika í samskiptum þjóða eru virt að vettugi og hnefaréttur hins sterka er hinn nýji raunveruleiki sem við okkur blasir. Öðrum þjóðum í Suður-Ameríku hefur verið hótað því að þau séu næst á lista Trumps forseta. Og Grænland er einnig á listanum. Bandaríkin þurfa að eignast Grænland vegna þjóðaröryggis segir Trump þrátt fyrir að hafa fengið skýr skilaboð frá dönskum og grænlenskum stjórnvöldum að það komi ekki til greina og að framtíð Grænlendinga verði ákveðin af þeim sjálfum. Fari svo að Bandaríkin eigni sér Grænland með valdi getur engin hér á Íslandi eða annars staðar haldið því fram að Bandaríkin sé áreiðanlegur bandamaður eða að slíkt framferði hafi ekki áhrif á starf Atlantshafsbandalagsins og þar með talið þær tvær grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála sem við treystum á. En jafnvel þó að íslensk stjórnvöld standi frammi fyrir þessum sögulegu breytingum ríghalda þau í þá varnarstefnu að útvista alfarið öllum öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar til Bandaríkjanna og annarra erlendra aðila. Þetta dauðahald í horfin heim er stórhættulegt fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands vegna þess að verið er að Pútínvæða utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hugi að því hvernig hægt er að byggja upp og efla íslenskan varnarviðbúnað í samvinnu við líkt þenkjandi þjóðir. Höfundur er varnarmálasérfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnór Sigurjónsson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Engin vafi er á því að með árás Bandaríkjanna á Venesúela og brottnám forseta landsins til að standa andspænis dómstól í New York er söguleg og um leið ískyggileg breyting á alþjóðaskipan sem hefur verið við lýði allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ástæður árásarinnar er stuldur á olíu frá 1976 sem bandarísk olíufyrirtæki áttu og til að koma í veg fyrir áframhaldandi tilvist stjórnvalda sem að sögn ógna lífi Bandaríkjamanna með eiturlyfjaútflutningi og stuðningi við hermdar-og hryðjuverkaöfl. Það er óumdeilanlegt að þáverandi stjórnvöld þjóðnýttu olíuframleiðslu landsins á sínum tíma, en það er umdeilanlegt hversu stór hlutur Venesúela í eiturlyfjainnflutningi til Bandaríkjanna er og að þaðan stafi bein ógn af hermdar-og hryðjuverkamönnum. Ekki heldur skal gert lítið úr þeirri staðreynd að núverandi stjórnvöld í landinu eru hreinræktuð harðstjórn sem hefur kúgað og fangelsað landsmenn um langt skeið og valdið því að rúmlega átta milljónir þeirra hafa flúið land. En spyrja má hvort árás á Venesúela og yfirtaka þess sé í samræmi við tilefnið og hvort aðrar leiðir hafi ekki verið betri til að ná markmiðum Bandaríkjanna. Forseti Bandaríkjanna hefur heitið því að árásin eigi eftir að koma íbúum Venesúela til góða þó svo að gamla einræðisstjórnin sé enn við völd, en þangað til að svo verður muni Bandaríkin stjórna landinu, enda á áhrifasvæði þeirra samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu. Hvort gamla einræðisstjórnin verður leppstjórn Bandaríkjanna á eftir að koma í ljós, en ljóst er að alþjóðalög sem hafa verið hönnuð til að stuðla að öryggi, festu og fyrirsjáanleika í samskiptum þjóða eru virt að vettugi og hnefaréttur hins sterka er hinn nýji raunveruleiki sem við okkur blasir. Öðrum þjóðum í Suður-Ameríku hefur verið hótað því að þau séu næst á lista Trumps forseta. Og Grænland er einnig á listanum. Bandaríkin þurfa að eignast Grænland vegna þjóðaröryggis segir Trump þrátt fyrir að hafa fengið skýr skilaboð frá dönskum og grænlenskum stjórnvöldum að það komi ekki til greina og að framtíð Grænlendinga verði ákveðin af þeim sjálfum. Fari svo að Bandaríkin eigni sér Grænland með valdi getur engin hér á Íslandi eða annars staðar haldið því fram að Bandaríkin sé áreiðanlegur bandamaður eða að slíkt framferði hafi ekki áhrif á starf Atlantshafsbandalagsins og þar með talið þær tvær grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála sem við treystum á. En jafnvel þó að íslensk stjórnvöld standi frammi fyrir þessum sögulegu breytingum ríghalda þau í þá varnarstefnu að útvista alfarið öllum öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar til Bandaríkjanna og annarra erlendra aðila. Þetta dauðahald í horfin heim er stórhættulegt fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands vegna þess að verið er að Pútínvæða utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hugi að því hvernig hægt er að byggja upp og efla íslenskan varnarviðbúnað í samvinnu við líkt þenkjandi þjóðir. Höfundur er varnarmálasérfræðingur.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun