Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Lovísa Arnardóttir skrifar 5. janúar 2026 10:49 Brigitte Macron segir fullyrðingar um að hún sé trans kona hafa haft mikil áhrif á hana. Vísir/EPA Dómstóll í París hefur dæmt tíu manns í allt að átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að halda því ranglega fram að Brigitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hafi fæðst sem karlmaður og sé trans kona. Í frétt franska miðilsins Le Monde segir að fólkið hafi verið sakfellt fyrir netníð og að einhverjir hafi verið dæmdir til skilorðsbundins fangelsis en aðrir til að sækja fræðslunámskeið um einelti á netinu. Í frétt Le Monde segir að dómstóllinn hafi vísað til „sérstaklega niðurlægjandi, móðgandi og illkvittinna“ ummæla um að hún væri trans og barnaníðingur. Sakborningarnir, átta karlar og tvær konur á aldrinum 41 til 65 ára, voru sakaðir um að hafa birt „fjölmörg illkvittin ummæli“ þar sem því var ranglega haldið fram að eiginkona Emmanuel Macron forseta hafi fæðst sem karlmaður og 24 ára aldursmunur þeirra hjóna tengdur við barnaníð. Sum innleggjanna voru skoðuð tugþúsundum sinnum. Forsetahjónin saman. Þau hafa verið gift í tæplega 20 ár. Vísir/EPA Sett fram í gríni Í frétt Sky News um dóminn segir að nokkrir sakborninga sögðu fyrir dómi að ummæli þeirra hefðu verið sett fram í gríni eða sem ádeila og sögðust ekki skilja hvers vegna þeir væru sóttir til saka. Auk þess að höfða mál í Frakklandi hafa þau höfðað meiðyrðamál í Bandaríkjunum gegn bandaríska hlaðvarpsstjórnandanum Candace Owens. Í málinu gegn Owens, sem framleiddi þáttaröðina „Becoming Brigitte“, ætla Macron-hjónin að leggja fram „vísindalegar“ sannanir og myndir sem sanna að forsetafrúin sé ekki trans, að sögn bandarísks lögmanns þeirra. Nokkrir sakborninganna í París deildu færslum frá Owens. Emmanuel Macron, 48 ára, og Brigitte, 72 ára, kynntust þegar hún var leiklistarkennari í skólanum hans. Þau hafa verið gift frá árinu 2007. Í frétt Le Monde segir að samband þeirra hafi verið til mikillar umræðu allt frá því að hann tók við sem forseti en undanfarið hafi sú umræða breyst og fólk dreift röngum upplýsingum. Forsetahjónin hafi ákveðið að hundsa það ekki lengur og fóru með það fyrir dómstóla. Hafi haft mikil áhrif Brigitte Macron kom ekki sjálf fyrir dóm við réttarhöldin í október en sagði rannsakendum eftir að hafa lagt fram kæru sína að fullyrðingin um að hún væri trans kona hafi „haft mikil áhrif“ á hana og ástvini hennar. Í frétt Le Monde er haft eftir dóttur hennar, Tiphaine Auzière, að móðir hennar þyrfti sífellt að passa hverju hún klæddist og hvernig hún lítur út. Frakkland Hinsegin Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte Macron munu leggja fram myndir og vísindaleg sönnunargögn fyrir dómstól í Bandaríkjunum til að sanna að Brigitte sé líffræðilega kona. 18. september 2025 07:28 Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte hafa höfðað mál á hendur bandaríska þáttastjórnandanum og álitsgjafanum Candace Owens. Owens hefur haldið því fram að Brigitte sé í raun karlmaður og forsetinn á mála hjá CIA. 24. júlí 2025 06:49 Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi. 18. desember 2025 11:06 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Í frétt franska miðilsins Le Monde segir að fólkið hafi verið sakfellt fyrir netníð og að einhverjir hafi verið dæmdir til skilorðsbundins fangelsis en aðrir til að sækja fræðslunámskeið um einelti á netinu. Í frétt Le Monde segir að dómstóllinn hafi vísað til „sérstaklega niðurlægjandi, móðgandi og illkvittinna“ ummæla um að hún væri trans og barnaníðingur. Sakborningarnir, átta karlar og tvær konur á aldrinum 41 til 65 ára, voru sakaðir um að hafa birt „fjölmörg illkvittin ummæli“ þar sem því var ranglega haldið fram að eiginkona Emmanuel Macron forseta hafi fæðst sem karlmaður og 24 ára aldursmunur þeirra hjóna tengdur við barnaníð. Sum innleggjanna voru skoðuð tugþúsundum sinnum. Forsetahjónin saman. Þau hafa verið gift í tæplega 20 ár. Vísir/EPA Sett fram í gríni Í frétt Sky News um dóminn segir að nokkrir sakborninga sögðu fyrir dómi að ummæli þeirra hefðu verið sett fram í gríni eða sem ádeila og sögðust ekki skilja hvers vegna þeir væru sóttir til saka. Auk þess að höfða mál í Frakklandi hafa þau höfðað meiðyrðamál í Bandaríkjunum gegn bandaríska hlaðvarpsstjórnandanum Candace Owens. Í málinu gegn Owens, sem framleiddi þáttaröðina „Becoming Brigitte“, ætla Macron-hjónin að leggja fram „vísindalegar“ sannanir og myndir sem sanna að forsetafrúin sé ekki trans, að sögn bandarísks lögmanns þeirra. Nokkrir sakborninganna í París deildu færslum frá Owens. Emmanuel Macron, 48 ára, og Brigitte, 72 ára, kynntust þegar hún var leiklistarkennari í skólanum hans. Þau hafa verið gift frá árinu 2007. Í frétt Le Monde segir að samband þeirra hafi verið til mikillar umræðu allt frá því að hann tók við sem forseti en undanfarið hafi sú umræða breyst og fólk dreift röngum upplýsingum. Forsetahjónin hafi ákveðið að hundsa það ekki lengur og fóru með það fyrir dómstóla. Hafi haft mikil áhrif Brigitte Macron kom ekki sjálf fyrir dóm við réttarhöldin í október en sagði rannsakendum eftir að hafa lagt fram kæru sína að fullyrðingin um að hún væri trans kona hafi „haft mikil áhrif“ á hana og ástvini hennar. Í frétt Le Monde er haft eftir dóttur hennar, Tiphaine Auzière, að móðir hennar þyrfti sífellt að passa hverju hún klæddist og hvernig hún lítur út.
Frakkland Hinsegin Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte Macron munu leggja fram myndir og vísindaleg sönnunargögn fyrir dómstól í Bandaríkjunum til að sanna að Brigitte sé líffræðilega kona. 18. september 2025 07:28 Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte hafa höfðað mál á hendur bandaríska þáttastjórnandanum og álitsgjafanum Candace Owens. Owens hefur haldið því fram að Brigitte sé í raun karlmaður og forsetinn á mála hjá CIA. 24. júlí 2025 06:49 Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi. 18. desember 2025 11:06 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte Macron munu leggja fram myndir og vísindaleg sönnunargögn fyrir dómstól í Bandaríkjunum til að sanna að Brigitte sé líffræðilega kona. 18. september 2025 07:28
Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte hafa höfðað mál á hendur bandaríska þáttastjórnandanum og álitsgjafanum Candace Owens. Owens hefur haldið því fram að Brigitte sé í raun karlmaður og forsetinn á mála hjá CIA. 24. júlí 2025 06:49
Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi. 18. desember 2025 11:06