Fótbolti

Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Kamerún fagna hér öðru marki sínu í leiknum sem kom í upphafi seinni hálfleiks og var á endanum það mark sem skildi á milli liðanna.
Leikmenn Kamerún fagna hér öðru marki sínu í leiknum sem kom í upphafi seinni hálfleiks og var á endanum það mark sem skildi á milli liðanna. Getty/Torbjorn Tande/

Kamerún er komið áfram í átta liða úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir sigur á Suður-Afríku í sextán liða úrslitunum í kvöld.

Kamerún vann leikinn 2-1 eftir að hafa komist í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks.

Þetta var ekki bara mikilvægur sigur heldur einnig langþráður því Kamerún var búið að spila sjö leiki í röð á móti suður-afríska landsliðinu án þess að ná að fagna sigri.

Kamerún mætir heimamönnum í Marokkó í átta liða úrslitum því Marokkó vann 1-0 sigur á Tansaníu í kvöld.

Junior Tchamadeu kom Kamerún í 1-0 á 34. mínútu og Christian Kofane bætti við öðru marki þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Mahamadou Nagida á 47. mínútu.

Evidence Makgopa minnkaði muninn í 2-1 á 88. mínútu og setti smá spennu í lokamínúturnar en Kamerún kláraði dæmið.

Kamerún er þar með búið að gefa betur en í síðustu Afríkukeppni þegar liðið datt út úr sextán liða úrslitunum en Suður-Afríka er á leiðinni heim eftir að hafa farið alla leið í undanúrslitin fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×