Sprenging eftir að gestir opnuðu út Bjarki Sigurðsson skrifar 2. janúar 2026 20:02 Syrgjendur við skemmtistaðinn. AP/Baz Ratner Fjörutíu manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Sviss á nýársnótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hversu hratt eldurinn breiddi úr sér. Nýja árið var nýgengið í garð þegar gestir skemmtistaðarins Le Constellation í Crans-Montana tóku eftir eldi í loftræstistokk. Staðurinn var pakkfullur af gestum sem dvöldu í svissnesku ölpunum yfir áramótin, en Crans-Montana er þekkt skíðasvæði meðal hinna efnameiru. Blys á flöskum Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi sem starfsmenn staðarins gengu með til þeirra sem höfðu keypt flöskur af áfengi. Þeir reyndu að slökkva eldinn en hann breiddi hratt úr sér og sprenging varð. Fjörutíu létu lífið og rúmlega hundrað eru slasaðir. Starfsmenn staðarins á leið með flöskur af áfengi til gesta. Hér sést þegar eldurinn var nýkviknaður. „Ég skil ekki hvað gerðist. Mér finnst þetta vera eins og martröð og að ég sé að fara að vakna. Ég svaf ekki dúr í nótt. Ég gat það ekki. Ég lokaði augunum og þetta rifjaðist allt upp fyrir mér. Ég sá að verið var að endurlífga fólk. Ég sá fólk sem var albrunnið. Ég sá fólk deyja,“ segir Nathan Huguenin, sem var inni á staðnum þegar eldurinn kviknaði. Súrefni blandast við reyk Líklegt er að þarna hafi orðið fyrirbæri sem nefnist yfirtendrun. Birgir Finnsson, settur slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að í reyk frá eldinum séu brennanleg efni sem blandist við súrefni þegar fólk opnar út til að forða sér. „Það kviknar í rauninni í þessum reyk, í þessum brunagösum, öllum í einu. Það verður svona eins og sprenging. Mikill blossi og mikil þrýstingsaukning. Gluggar geta sprungið út og annað slíkt og það heyrist hvellur sem gerir það að verkum að fólk upplifir þetta oft sem sprengingar,“ segir Birgir. Birgir Finnsson er settur slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Lýður Valberg Glóð féll úr loftinu Í myndbandi frá skemmtistaðnum má sjá hvernig starfsmenn reyna að slökkva eldinn með viskastykkjum, en virðast hins vegar gera illt verra. „Síðan þegar fólkið er að reyna að berja og lemja í eldinn, eins og maður myndi kannski gera ef hann væri á jörðu niðri, þá kemur glóðin og fellur niður. Það verður ákveðin keðjuverkun og eldurinn nær að breiðast út. Reykurinn eykst og þá getur orðið þessi yfirtendrun,“ segir Birgir. 🇨🇭🔥 Images emerge of the start of the fire that killed around 40 people in Switzerland pic.twitter.com/gSzVhKFp1M— Devid Clem (@DevidClemm) January 2, 2026 Reiðubúin í að bregðast við Slökkviliðsmenn æfa reglulega hvernig koma megi í veg fyrir yfirtendrun. Þá er reglulegt eftirlit með eldvörnum skemmtistaða. „Þarna sér maður hversu mikilvægt er að þessir hlutir séu alveg á hreinu. Að flóttaleiðir séu greiðfærar,“ segir Birgir. Sviss Slökkvilið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Nýja árið var nýgengið í garð þegar gestir skemmtistaðarins Le Constellation í Crans-Montana tóku eftir eldi í loftræstistokk. Staðurinn var pakkfullur af gestum sem dvöldu í svissnesku ölpunum yfir áramótin, en Crans-Montana er þekkt skíðasvæði meðal hinna efnameiru. Blys á flöskum Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi sem starfsmenn staðarins gengu með til þeirra sem höfðu keypt flöskur af áfengi. Þeir reyndu að slökkva eldinn en hann breiddi hratt úr sér og sprenging varð. Fjörutíu létu lífið og rúmlega hundrað eru slasaðir. Starfsmenn staðarins á leið með flöskur af áfengi til gesta. Hér sést þegar eldurinn var nýkviknaður. „Ég skil ekki hvað gerðist. Mér finnst þetta vera eins og martröð og að ég sé að fara að vakna. Ég svaf ekki dúr í nótt. Ég gat það ekki. Ég lokaði augunum og þetta rifjaðist allt upp fyrir mér. Ég sá að verið var að endurlífga fólk. Ég sá fólk sem var albrunnið. Ég sá fólk deyja,“ segir Nathan Huguenin, sem var inni á staðnum þegar eldurinn kviknaði. Súrefni blandast við reyk Líklegt er að þarna hafi orðið fyrirbæri sem nefnist yfirtendrun. Birgir Finnsson, settur slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að í reyk frá eldinum séu brennanleg efni sem blandist við súrefni þegar fólk opnar út til að forða sér. „Það kviknar í rauninni í þessum reyk, í þessum brunagösum, öllum í einu. Það verður svona eins og sprenging. Mikill blossi og mikil þrýstingsaukning. Gluggar geta sprungið út og annað slíkt og það heyrist hvellur sem gerir það að verkum að fólk upplifir þetta oft sem sprengingar,“ segir Birgir. Birgir Finnsson er settur slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Lýður Valberg Glóð féll úr loftinu Í myndbandi frá skemmtistaðnum má sjá hvernig starfsmenn reyna að slökkva eldinn með viskastykkjum, en virðast hins vegar gera illt verra. „Síðan þegar fólkið er að reyna að berja og lemja í eldinn, eins og maður myndi kannski gera ef hann væri á jörðu niðri, þá kemur glóðin og fellur niður. Það verður ákveðin keðjuverkun og eldurinn nær að breiðast út. Reykurinn eykst og þá getur orðið þessi yfirtendrun,“ segir Birgir. 🇨🇭🔥 Images emerge of the start of the fire that killed around 40 people in Switzerland pic.twitter.com/gSzVhKFp1M— Devid Clem (@DevidClemm) January 2, 2026 Reiðubúin í að bregðast við Slökkviliðsmenn æfa reglulega hvernig koma megi í veg fyrir yfirtendrun. Þá er reglulegt eftirlit með eldvörnum skemmtistaða. „Þarna sér maður hversu mikilvægt er að þessir hlutir séu alveg á hreinu. Að flóttaleiðir séu greiðfærar,“ segir Birgir.
Sviss Slökkvilið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira