Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar 2. janúar 2026 07:47 Ég verð að lýsa furðu minni á stóru fjölmiðlum þessa lands. Á meðan kastljósinu er beint annað á sér stað hrein bylting í Íran, einu áhrifamesta ríki Mið-Austurlanda. Landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar og klerkastjórnin riðar til falls, en fréttaflutningur hér heima er rýr. Klerkastjórnin í Teheran er ekki bara innlend ógn; hún er bakbein ófriðar víða um heim. Hún hefur dælt vopnum og drónum í hendur Rússa til árása á saklausa borgara í Úkraínu. Hún fjármagnar hryðjuverkastarfsemi Hamas í Palestínu, kyndir undir blóðugu borgarastyrjöldinni í Jemen með stuðningi við Húta og heldur Líbanon í helgreipum í gegnum Hezbollah. Allt er þetta gert á meðan mannréttindi eigin þegna eru fótum troðin daglega. Skákborðið við Rauðahafið Nýlega átti sér stað atburður í utanríkismálum sem hefur gríðarlega þýðingu fyrir heimsöryggi: Ísrael hefur, fyrst ríkja, viðurkennt sjálfstæði Sómalílands. Benjamín Netanjahú hefur boðið forsetanum Abdirahman Mohamed Abdullahi í opinbera heimsókn og boðað samvinnu á sviði tækni, landbúnaðarmála og öryggismála. Þótt Donald Trump hafi verið varkár í yfirlýsingum sínum, þá er viðurkenning Ísraels á landi sem hefur barist fyrir sjálfstæði frá Sómalíu síðan 1991 heimssögulegur viðburður. En af hverju gerist þetta núna? Svarið liggur í landafræðinni. Það sem skilur á milli Sómalíulands og Jemen er Bab el-Mandeb-sundið, lífæð heimsverslunarinnar sem tengir Rauðahafið við Adenflóa og Indlandshaf. Hútar í Jemen, handbendi klerkastjórnarinnar í Íran, hafa ítrekað gert árásir á skipaflutninga og skotið írönskum flugskeytum á Ísrael. Með því að styðja þetta nýja ríki, sem er að slíta sig frá Sómalíu, opnast möguleiki fyrir Ísrael og Bandaríkin að koma upp bækistöðvum á þessum hernaðarlega mikilvæga stað. Það myndi þrengja verulega að árásarleiðum Húta og skerta getu þeirra til að herja á alþjóðlegar siglingaleiðir, auk þess að verja leiðina um Djíbútí-sundið og tryggja stöðugleika um Arabíuflóa. Af hverju þessi þögn? Þetta eru heimssögulegir atburðir. Þessi þróun getur haft gífurleg áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu, breytt gangi stríðsins í Úkraínu og hliðrað allri heimsverslun. Samt heyrist varla múkk í íslenskum fréttastofum. Hentar það fjölmiðlunum ekki að færa fókusinn að Úkraínu eða Palestínu af einhverri ástæðu? Getur verið að stefna Hvíta hússins í utanríkismálum sé hreinlega að skila árangri sem má ekki fara í hámæli? Er verið að dylja raunverulegan árangur „kallsins í Hvíta húsinu“ vegna þess að hann passar ekki inn í þá mynd sem á að teikna upp? Persaveldi á brauðfótum Persaveldi nútímans stendur á brauðfótum. Klerkastjórnin er ekki aðeins að kikna undan efnahagslegu gjaldþroti, heldur glímir þjóðin við skelfilegan vatnsskort. Almenningur hefur fengið nóg. Fólk streymir út á göturnar og hrópar: „Ég mun deyja fyrir land mitt, en ekki fyrir Palestínu eða Líbanon!“ Þetta eru dómínókubbsáhrif sem hófust með falli Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi. Ef klerkastjórnin fellur mun það valda miklu ójafnvægi á svæðinu og blóðug borgarastyrjöld gæti fylgt í kjölfarið. Slíkar vendingar munu hafa víðtækar afleiðingar fyrir alla Evrópu. Við gætum séð nýja, gríðarlega flóttamannabylgju sem myndi reyna á landamæri og samfélagsgerð evrópskra ríkja sem aldrei fyrr. Innan þessa stóra samhengis er raunveruleg hætta á að fólk leiti hælis allt norður til Íslands. En við verðum líka að leyfa okkur að vona: Vona að ekki verði miklu blóði úthellt, heldur muni fólkið sigra klerkastjórnina og eitthvað betra taki við. Að þetta merka land verði nútímavætt og mannréttindi virt að nýju. Eru fjölmiðlar og stjórnvöld að undirbúa okkur undir þá heildarmynd sem hér er í uppsiglingu? Ráða stoðkerfi Evrópu, og þar með okkar eigin, við þær afleiðingar sem gætu skolað á land hér ef allt færi á versta veg? Það er kominn tími til að fjölmiðlar fari að fjalla um þetta af þeirri alvöru sem til þarf. Höfundur er Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ég verð að lýsa furðu minni á stóru fjölmiðlum þessa lands. Á meðan kastljósinu er beint annað á sér stað hrein bylting í Íran, einu áhrifamesta ríki Mið-Austurlanda. Landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar og klerkastjórnin riðar til falls, en fréttaflutningur hér heima er rýr. Klerkastjórnin í Teheran er ekki bara innlend ógn; hún er bakbein ófriðar víða um heim. Hún hefur dælt vopnum og drónum í hendur Rússa til árása á saklausa borgara í Úkraínu. Hún fjármagnar hryðjuverkastarfsemi Hamas í Palestínu, kyndir undir blóðugu borgarastyrjöldinni í Jemen með stuðningi við Húta og heldur Líbanon í helgreipum í gegnum Hezbollah. Allt er þetta gert á meðan mannréttindi eigin þegna eru fótum troðin daglega. Skákborðið við Rauðahafið Nýlega átti sér stað atburður í utanríkismálum sem hefur gríðarlega þýðingu fyrir heimsöryggi: Ísrael hefur, fyrst ríkja, viðurkennt sjálfstæði Sómalílands. Benjamín Netanjahú hefur boðið forsetanum Abdirahman Mohamed Abdullahi í opinbera heimsókn og boðað samvinnu á sviði tækni, landbúnaðarmála og öryggismála. Þótt Donald Trump hafi verið varkár í yfirlýsingum sínum, þá er viðurkenning Ísraels á landi sem hefur barist fyrir sjálfstæði frá Sómalíu síðan 1991 heimssögulegur viðburður. En af hverju gerist þetta núna? Svarið liggur í landafræðinni. Það sem skilur á milli Sómalíulands og Jemen er Bab el-Mandeb-sundið, lífæð heimsverslunarinnar sem tengir Rauðahafið við Adenflóa og Indlandshaf. Hútar í Jemen, handbendi klerkastjórnarinnar í Íran, hafa ítrekað gert árásir á skipaflutninga og skotið írönskum flugskeytum á Ísrael. Með því að styðja þetta nýja ríki, sem er að slíta sig frá Sómalíu, opnast möguleiki fyrir Ísrael og Bandaríkin að koma upp bækistöðvum á þessum hernaðarlega mikilvæga stað. Það myndi þrengja verulega að árásarleiðum Húta og skerta getu þeirra til að herja á alþjóðlegar siglingaleiðir, auk þess að verja leiðina um Djíbútí-sundið og tryggja stöðugleika um Arabíuflóa. Af hverju þessi þögn? Þetta eru heimssögulegir atburðir. Þessi þróun getur haft gífurleg áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu, breytt gangi stríðsins í Úkraínu og hliðrað allri heimsverslun. Samt heyrist varla múkk í íslenskum fréttastofum. Hentar það fjölmiðlunum ekki að færa fókusinn að Úkraínu eða Palestínu af einhverri ástæðu? Getur verið að stefna Hvíta hússins í utanríkismálum sé hreinlega að skila árangri sem má ekki fara í hámæli? Er verið að dylja raunverulegan árangur „kallsins í Hvíta húsinu“ vegna þess að hann passar ekki inn í þá mynd sem á að teikna upp? Persaveldi á brauðfótum Persaveldi nútímans stendur á brauðfótum. Klerkastjórnin er ekki aðeins að kikna undan efnahagslegu gjaldþroti, heldur glímir þjóðin við skelfilegan vatnsskort. Almenningur hefur fengið nóg. Fólk streymir út á göturnar og hrópar: „Ég mun deyja fyrir land mitt, en ekki fyrir Palestínu eða Líbanon!“ Þetta eru dómínókubbsáhrif sem hófust með falli Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi. Ef klerkastjórnin fellur mun það valda miklu ójafnvægi á svæðinu og blóðug borgarastyrjöld gæti fylgt í kjölfarið. Slíkar vendingar munu hafa víðtækar afleiðingar fyrir alla Evrópu. Við gætum séð nýja, gríðarlega flóttamannabylgju sem myndi reyna á landamæri og samfélagsgerð evrópskra ríkja sem aldrei fyrr. Innan þessa stóra samhengis er raunveruleg hætta á að fólk leiti hælis allt norður til Íslands. En við verðum líka að leyfa okkur að vona: Vona að ekki verði miklu blóði úthellt, heldur muni fólkið sigra klerkastjórnina og eitthvað betra taki við. Að þetta merka land verði nútímavætt og mannréttindi virt að nýju. Eru fjölmiðlar og stjórnvöld að undirbúa okkur undir þá heildarmynd sem hér er í uppsiglingu? Ráða stoðkerfi Evrópu, og þar með okkar eigin, við þær afleiðingar sem gætu skolað á land hér ef allt færi á versta veg? Það er kominn tími til að fjölmiðlar fari að fjalla um þetta af þeirri alvöru sem til þarf. Höfundur er Miðflokksmaður.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar