Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2026 13:01 Sprengingin varð í kjallara skemmtistaðarins þar sem tónleikar fóru fram. Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa verið með mikinn viðbúnað á staðnum í nótt og í morgun. EPA Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar og vísa í yfirlýsingu frá ítalska utanríkisráðuneytinu. Lögregla í Sviss stóð fyrir fréttamannafundi í morgun þar sem talað var um að „tugir“ væru látnir og um hundrað slasaðir, flestir alvarlega, án þess þó að fara nánar í fjöldann. Stjórnvöld í kantónunni Valais hafa lýst yfir neyðarástandi til að greiða fyrir samhæfingu viðbragðsaðila. Talið er að vikur gætu liðið þar til að búið verði að bera kennsl á öll líkin. Myndir af skemmtistaðnum frá svissnesku lögreglunni.AP Tilkynningin um sprenginguna og mikinn eld kom um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma þar sem nýársfögnuður stóð yfir á skemmtistaðnum. Grunur er um að flugeldar sem notaðir voru í tengslum við tónleika á staðnum hafi valdið sprengingunni, en lögregla hefur gefið út að málið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk. Frestaði nýársávarpi sínu Guy Parmelin, forseti Sviss, frestaði nýársávarpi sínum vegna sprengingarinnar og sagði hann að það hafi verið gert af virðingu við hina látnu og aðstandendur. „Það sem hefði átt að vera augnablik gleði varð með atburðunum í Crans Montana að sorg sem snertir allt Sviss og útlönd,“ segir í færslu sem forsetinn birti á samfélagsmiðlum. AP Erlendir ferðamenn í hópi látinna Mikill viðbúnaður var við skemmtistaðinn Le Constellation Bar and Lounge í nótt og í morgun og var notast við þyrlur til að flytja slasaða á sjúkrahús. Lögregla segir að í hópi látinna og slasaðra séu erlendir ferðamenn, en enn hefur ekki verið gefið upp um þjóðerni þeirra og fjölda. Unnið er að því að bera kennsl á slasaða og látna. Crans Montana er vinsæll skíðabær í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli, um 145 kílómetra austur af Genf Sviss Tengdar fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Tugir manna eru taldir af og rúmlega hundrað til viðbótar eru slasaðir eftir að sprenging varð í nýársfögnuði á bar í svissneska skíðabænum Crans-Montana í nótt. 1. janúar 2026 08:15 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar og vísa í yfirlýsingu frá ítalska utanríkisráðuneytinu. Lögregla í Sviss stóð fyrir fréttamannafundi í morgun þar sem talað var um að „tugir“ væru látnir og um hundrað slasaðir, flestir alvarlega, án þess þó að fara nánar í fjöldann. Stjórnvöld í kantónunni Valais hafa lýst yfir neyðarástandi til að greiða fyrir samhæfingu viðbragðsaðila. Talið er að vikur gætu liðið þar til að búið verði að bera kennsl á öll líkin. Myndir af skemmtistaðnum frá svissnesku lögreglunni.AP Tilkynningin um sprenginguna og mikinn eld kom um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma þar sem nýársfögnuður stóð yfir á skemmtistaðnum. Grunur er um að flugeldar sem notaðir voru í tengslum við tónleika á staðnum hafi valdið sprengingunni, en lögregla hefur gefið út að málið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk. Frestaði nýársávarpi sínu Guy Parmelin, forseti Sviss, frestaði nýársávarpi sínum vegna sprengingarinnar og sagði hann að það hafi verið gert af virðingu við hina látnu og aðstandendur. „Það sem hefði átt að vera augnablik gleði varð með atburðunum í Crans Montana að sorg sem snertir allt Sviss og útlönd,“ segir í færslu sem forsetinn birti á samfélagsmiðlum. AP Erlendir ferðamenn í hópi látinna Mikill viðbúnaður var við skemmtistaðinn Le Constellation Bar and Lounge í nótt og í morgun og var notast við þyrlur til að flytja slasaða á sjúkrahús. Lögregla segir að í hópi látinna og slasaðra séu erlendir ferðamenn, en enn hefur ekki verið gefið upp um þjóðerni þeirra og fjölda. Unnið er að því að bera kennsl á slasaða og látna. Crans Montana er vinsæll skíðabær í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli, um 145 kílómetra austur af Genf
Sviss Tengdar fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Tugir manna eru taldir af og rúmlega hundrað til viðbótar eru slasaðir eftir að sprenging varð í nýársfögnuði á bar í svissneska skíðabænum Crans-Montana í nótt. 1. janúar 2026 08:15 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Tugir manna eru taldir af og rúmlega hundrað til viðbótar eru slasaðir eftir að sprenging varð í nýársfögnuði á bar í svissneska skíðabænum Crans-Montana í nótt. 1. janúar 2026 08:15