Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Sunna Sæmundsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. desember 2025 21:06 Landsmenn tóku víða forskot á sæluna í kvöld og sprengdu flugelda. Hjálparsveit skáta í Kópavogi stóð til að mynda fyrir flugeldasýningu. Vísir/Vilhelm Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þoku yfir höfuðborgarsvæðinu í dag skýrast af óvenjulegri vindátt, vestan- og norðvestanvindi. „Loftið er frekar milt, svo kólnar það við snertinguna við hafflötina og þá myndast þessi þoka í þunnu lagi. Hún kemur og fer, svolítið óútreiknanleg,“ sagði Einar í kvöldfréttum. Hann reiknar með áframhaldandi vestanátt á morgun en útlit sé fyrir að vindáttin snúist til norðvestan- og norðanáttar á gamlársdag með tilheyrandi köldu lofti úr norðri. „Einhver él verða nú norðaustanlands en annars ætti færðin milli landshluta að verða ágæt eins og hefur verið frá því fyrir jól.“ Hugsanlega heiður himinn á gamlárskvöld Einar spáir hægum vindi vestanlands og segir útlit fyrir að léttskýjað, jafnvel heiðríkja, verði suðvestanlands. „Blika spáir því að það verði einn metri á sekúndu á miðnætti og hiti alveg um frostmark. En fyrir norðan og austan er orðið kaldara, aðeins meiri vindur, komið dálítið frost en ekki veður til trafala.“ Þannig að flugeldar ættu að sjást vel, en hvernig er með mengun sem fylgir? „Það er best að ganga hægt um gleðinnar dyr í þeim efnum. Það hefur ansi oft verið algengt undanfarin áramót að mengunin hefur viljað safnast upp í loftinu og verið hægur vindur. Við fylgjum þeirri reglu núna, allavega á höfuðborgarsvæðinu.“ Einhver hreyfing ætti þrátt fyrir það að vera á lofti. Sem fyrr segir hefur desembermánuður verið einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga en landsmet í desember féll á aðfangadagskvöld þegar hiti mældist 19,8 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands féll fjöldi hitameta á árinu, enda einkenndist árið af miklum hlýindum. Tíðarfar mánaðarins og ársins verður formlega tekið saman á nýju ári en fyrir liggur að árið verður að öllum líkindum það hlýjasta í 180 ár í Stykkishólmi og á fleiri stöðum. Meðal hitameta árið 2025 eru eftirfarandi met. Hlýjasti maí á landsvísu og á langflestum veðurstöðvum frá upphafi mælinga. Hitabylgja í maí (13.-22. maí ) er sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Hlýjasta vor (apríl og maí) sem skráð hefur verið á landsvísu. Hlýjasti júlí á landsvísu frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí. Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst. Nýtt landsmet í desember: 19,8 stig á Seyðisfirði 24. desember. Áramót Veður Loftgæði Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þoku yfir höfuðborgarsvæðinu í dag skýrast af óvenjulegri vindátt, vestan- og norðvestanvindi. „Loftið er frekar milt, svo kólnar það við snertinguna við hafflötina og þá myndast þessi þoka í þunnu lagi. Hún kemur og fer, svolítið óútreiknanleg,“ sagði Einar í kvöldfréttum. Hann reiknar með áframhaldandi vestanátt á morgun en útlit sé fyrir að vindáttin snúist til norðvestan- og norðanáttar á gamlársdag með tilheyrandi köldu lofti úr norðri. „Einhver él verða nú norðaustanlands en annars ætti færðin milli landshluta að verða ágæt eins og hefur verið frá því fyrir jól.“ Hugsanlega heiður himinn á gamlárskvöld Einar spáir hægum vindi vestanlands og segir útlit fyrir að léttskýjað, jafnvel heiðríkja, verði suðvestanlands. „Blika spáir því að það verði einn metri á sekúndu á miðnætti og hiti alveg um frostmark. En fyrir norðan og austan er orðið kaldara, aðeins meiri vindur, komið dálítið frost en ekki veður til trafala.“ Þannig að flugeldar ættu að sjást vel, en hvernig er með mengun sem fylgir? „Það er best að ganga hægt um gleðinnar dyr í þeim efnum. Það hefur ansi oft verið algengt undanfarin áramót að mengunin hefur viljað safnast upp í loftinu og verið hægur vindur. Við fylgjum þeirri reglu núna, allavega á höfuðborgarsvæðinu.“ Einhver hreyfing ætti þrátt fyrir það að vera á lofti. Sem fyrr segir hefur desembermánuður verið einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga en landsmet í desember féll á aðfangadagskvöld þegar hiti mældist 19,8 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands féll fjöldi hitameta á árinu, enda einkenndist árið af miklum hlýindum. Tíðarfar mánaðarins og ársins verður formlega tekið saman á nýju ári en fyrir liggur að árið verður að öllum líkindum það hlýjasta í 180 ár í Stykkishólmi og á fleiri stöðum. Meðal hitameta árið 2025 eru eftirfarandi met. Hlýjasti maí á landsvísu og á langflestum veðurstöðvum frá upphafi mælinga. Hitabylgja í maí (13.-22. maí ) er sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Hlýjasta vor (apríl og maí) sem skráð hefur verið á landsvísu. Hlýjasti júlí á landsvísu frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí. Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst. Nýtt landsmet í desember: 19,8 stig á Seyðisfirði 24. desember.
Áramót Veður Loftgæði Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Sjá meira