Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 29. desember 2025 11:00 Undanfarin ár hefur umræðan um börn og unglinga í vanda orðið sífellt háværari. Fjallað hefur verið um skort á úrræðum, langa biðlista, neyðarráðstafanir og þá staðreynd að börn séu send í meðferð eða vistun utan landsteinanna vegna þess að hér á landi sé ekki til viðeigandi stuðningur. Í viðtölum við foreldra þessara barna kemur skiljanlega oft fram mikil örvænting og spurning sem situr eftir: Hvernig leyfðum við þessu að komast á þennan stað? Þegar hlustað er á frásagnir aðstandenda blasir við sameiginlegt mynstur. Vandinn hófst sjaldnast skyndilega. Hann byrjaði smátt, oft í skólanum, kvíði, hegðunarvandi, einangrun, skólaforðun, einelti eða erfiðleikar í samskiptum. Foreldrar benda á vandann en erfitt virðist vera að taka á honum þá og þegar. Vandinn sem enginn náði utan um Ítrekað hafa foreldrar lýst því í fjölmiðlum að barn þeirra hafi verið „á gráu svæði“ kerfisins. Ekki nógu eitthvað til að fá sértæka meðferð, en samt augljóslega þörf fyrir aðstoð. Skólinn hefur takmarkað svigrúm, skólasálfræðingar yfirsetnir, Barnavernd komi ekki að málinu fyrr en vandinn væri orðinn alvarlegur. Á meðan versnar líðan barnsins. Í sumum tilvikum leita börn og unglingar í vímuefni, áhættusaman félagsskap eða hegðun sem er tilraun til að deyfa vanlíðan. Þá breytist staðan hratt. Úrræðin sem áður voru „of mikil“ verða skyndilega nauðsynleg en þá eru þau oft fá, seinvirk og dýr, bæði fyrir fjölskylduna og samfélagið. Þegar gripið er inn í of seint Það að börn séu að sækja meðferð hinu megin á hnöttinn er skýr birtingarmynd kerfis sem bregst seint við. Slík úrræði eru yfirleitt síðasta hálmstráið, þegar allt annað hefur brugðist. Foreldrar hafa lýst því að þau hafi varað við þróuninni árum saman án þess að raunveruleg aðstoð hafi verið veitt. Umboðsmaður barna hefur ítrekað bent á stöðu barna með fjölþættan vanda og skort á samhæfðri þjónustu. Foreldrar lýsa því að þurfa sjálfir að vera málastjórar, tengiliðir og baráttufólk fyrir barnið sitt í kerfi sem er einfaldlega ekki að virka. Þetta er ástand sem eykur álag, eykur líkur á kulnun foreldra og bitnar að lokum á barninu og fjölskyldu þess. Skólinn lykilstaður snemmtækrar íhlutunar Skólinn er sá staður þar sem börn eyða stórum hluta dagsins og þar sem breytingar á líðan, hegðun og félagslegri stöðu koma oft fyrst fram. Þess vegna er skólinn í lykilstöðu þegar kemur að snemmtækri íhlutun. Snemmtæk íhlutun snýst ekki um að stimpla börn, heldur um að bregðast við merkjum um vanlíðan áður en hún verður að krísu. Það getur falist í auknum stuðningi í námi, markvissri sálfélagslegri þjónustu, nánu samstarfi við foreldra og aðgengi að sérfræðingum án langrar biðar. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun getur dregið úr líkum á alvarlegum geðrænum vanda, brotthvarfi úr skóla og vímuefnaneyslu síðar á lífsleiðinni. Hún er ekki aðeins mannúðleg hún er einnig hagkvæm fyrir samfélagið. Spurningin sem við verðum að spyrja Viljum við áfram bregðast við þegar börn eru orðin svo veik að neyðarráðstafanir eru eina lausnin? Eða viljum við byggja kerfi sem grípur börn fyrr, styður þau og fjölskyldur þeirra áður en vanlíðanin verður að fíkn, sjálfsskaða eða félagslegri útskúfun? Raddir foreldra sem heyrst hafa í fjölmiðlum sýna að vandinn er ekki skortur á vilja til að hjálpa, heldur skortur á samfelldri sýn, fjárfestingu og ábyrgð. Ef við hlustum á þessar raddir og tökum þær alvarlega er ljóst að lausnin felst ekki fyrst og fremst í fleiri neyðarúrræðum heldur í því að grípa fyrr inn í. Börn í vanda verða ekki til á einni nóttu. Kerfið þarf að vakna fyrr. Við eigum ekki að þurfa að tala um skort á úrræðum ef við höldum betur utan um börnin okkar. Þau eiga að vera efst á forgangslistanum, alltaf! Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um börn og unglinga í vanda orðið sífellt háværari. Fjallað hefur verið um skort á úrræðum, langa biðlista, neyðarráðstafanir og þá staðreynd að börn séu send í meðferð eða vistun utan landsteinanna vegna þess að hér á landi sé ekki til viðeigandi stuðningur. Í viðtölum við foreldra þessara barna kemur skiljanlega oft fram mikil örvænting og spurning sem situr eftir: Hvernig leyfðum við þessu að komast á þennan stað? Þegar hlustað er á frásagnir aðstandenda blasir við sameiginlegt mynstur. Vandinn hófst sjaldnast skyndilega. Hann byrjaði smátt, oft í skólanum, kvíði, hegðunarvandi, einangrun, skólaforðun, einelti eða erfiðleikar í samskiptum. Foreldrar benda á vandann en erfitt virðist vera að taka á honum þá og þegar. Vandinn sem enginn náði utan um Ítrekað hafa foreldrar lýst því í fjölmiðlum að barn þeirra hafi verið „á gráu svæði“ kerfisins. Ekki nógu eitthvað til að fá sértæka meðferð, en samt augljóslega þörf fyrir aðstoð. Skólinn hefur takmarkað svigrúm, skólasálfræðingar yfirsetnir, Barnavernd komi ekki að málinu fyrr en vandinn væri orðinn alvarlegur. Á meðan versnar líðan barnsins. Í sumum tilvikum leita börn og unglingar í vímuefni, áhættusaman félagsskap eða hegðun sem er tilraun til að deyfa vanlíðan. Þá breytist staðan hratt. Úrræðin sem áður voru „of mikil“ verða skyndilega nauðsynleg en þá eru þau oft fá, seinvirk og dýr, bæði fyrir fjölskylduna og samfélagið. Þegar gripið er inn í of seint Það að börn séu að sækja meðferð hinu megin á hnöttinn er skýr birtingarmynd kerfis sem bregst seint við. Slík úrræði eru yfirleitt síðasta hálmstráið, þegar allt annað hefur brugðist. Foreldrar hafa lýst því að þau hafi varað við þróuninni árum saman án þess að raunveruleg aðstoð hafi verið veitt. Umboðsmaður barna hefur ítrekað bent á stöðu barna með fjölþættan vanda og skort á samhæfðri þjónustu. Foreldrar lýsa því að þurfa sjálfir að vera málastjórar, tengiliðir og baráttufólk fyrir barnið sitt í kerfi sem er einfaldlega ekki að virka. Þetta er ástand sem eykur álag, eykur líkur á kulnun foreldra og bitnar að lokum á barninu og fjölskyldu þess. Skólinn lykilstaður snemmtækrar íhlutunar Skólinn er sá staður þar sem börn eyða stórum hluta dagsins og þar sem breytingar á líðan, hegðun og félagslegri stöðu koma oft fyrst fram. Þess vegna er skólinn í lykilstöðu þegar kemur að snemmtækri íhlutun. Snemmtæk íhlutun snýst ekki um að stimpla börn, heldur um að bregðast við merkjum um vanlíðan áður en hún verður að krísu. Það getur falist í auknum stuðningi í námi, markvissri sálfélagslegri þjónustu, nánu samstarfi við foreldra og aðgengi að sérfræðingum án langrar biðar. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun getur dregið úr líkum á alvarlegum geðrænum vanda, brotthvarfi úr skóla og vímuefnaneyslu síðar á lífsleiðinni. Hún er ekki aðeins mannúðleg hún er einnig hagkvæm fyrir samfélagið. Spurningin sem við verðum að spyrja Viljum við áfram bregðast við þegar börn eru orðin svo veik að neyðarráðstafanir eru eina lausnin? Eða viljum við byggja kerfi sem grípur börn fyrr, styður þau og fjölskyldur þeirra áður en vanlíðanin verður að fíkn, sjálfsskaða eða félagslegri útskúfun? Raddir foreldra sem heyrst hafa í fjölmiðlum sýna að vandinn er ekki skortur á vilja til að hjálpa, heldur skortur á samfelldri sýn, fjárfestingu og ábyrgð. Ef við hlustum á þessar raddir og tökum þær alvarlega er ljóst að lausnin felst ekki fyrst og fremst í fleiri neyðarúrræðum heldur í því að grípa fyrr inn í. Börn í vanda verða ekki til á einni nóttu. Kerfið þarf að vakna fyrr. Við eigum ekki að þurfa að tala um skort á úrræðum ef við höldum betur utan um börnin okkar. Þau eiga að vera efst á forgangslistanum, alltaf! Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun