Handbolti

Kol­stad tapaði bikarúr­slita­leiknum í víta­keppni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigvaldi Guðjónsson skoraði fjögur mörk í venjulegum leiktíma í bikarúrslitaleiknum í Noregi og nýtti sitt víti í vítakastkeppninni.
Sigvaldi Guðjónsson skoraði fjögur mörk í venjulegum leiktíma í bikarúrslitaleiknum í Noregi og nýtti sitt víti í vítakastkeppninni. getty/Ruben De La Rosa

Íslendingaliðið Kolstad tapaði fyrir Runar í bikarúrslitaleiknum í norska handboltanum í dag. Eftir að staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 29-29, réðust úrslitin í vítakastkeppni.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði úr sínu víti í vítakeppninni en Alexander Løke Gautestad tryggði Runar sigurinn með því að skora úr síðasta víti liðsins. Runar vann vítakeppnina, 4-5. Magnus Søndenå hjá Kolstad var eini leikmaðurinn sem brást bogalistin í vítakeppninni.

Sigvaldi skoraði fjögur mörk í venjulegum leiktíma. Benedikt Gunnar Óskarsson lék ekki með Kolstad vegna meiðsla og Sigurjón Guðmundsson var heldur ekki með í bikarúrslitaleiknum í dag.

Kolstad var í vandræðum lengst af í dag og lenti meðal annars 3-11 undir í byrjun leiks. Staðan í hálfleik var 11-17, Runar í vil.

Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir leiddi Runar með fjórum mörkum, 20-24, og sigurinn var innan seilingar.

Kolstad gafst þó ekki upp, jafnaði í 26-26 og komst svo þrisvar sinnum yfir á lokakaflanum. En Even Haugli tryggði Runar framlengingu þegar hann jafnaði í 29-29 sex sekúndum fyrir leikslok.

Kolstad varð bikarmeistari 2023, 2024 og 2025 en sigurgöngu liðsins lauk í dag. Runar vann sinn fimmta bikarmeistaratitil og þann fyrsta síðan 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×