Fótbolti

Mané tryggði Senegal stig

Sindri Sverrisson skrifar
Sadio Mané er enn bara 33 ára og algjör lykilmaður hjá Senegal.
Sadio Mané er enn bara 33 ára og algjör lykilmaður hjá Senegal. Getty/Ryan Pierse

Senegal og Kongó eru jöfn að stigum í D-riðli Afríkukeppninnar í fótbolta, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í dag í 2. umferð riðlakeppninnar.

Liðin fögnuðu bæði sigri í 1. umferð og eru því með fjögur stig hvort, á góðri leið í átt að útsláttarkeppninni.

Kongó komst yfir í dag á 61. mínútu þegar Cédric Bakambu skoraði en Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, jafnaði metin átta mínútum síðar.

Fyrr í dag vann Benín 1-0 sigur gegn Botsvana í sama riðli og er því með þrjú stig. Benín og Senegal mætast í lokaumferðinni í úrslitaleik um að komast áfram í keppninni og ef þau gera ekki jafntefli er Kongó öruggt um að komast áfram. Botsvana er hins vegar úr leik sama hvað gerist í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×