Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 22:41 Það fór vel á með Luke Humphries og Paul Lim í Alexandra Palace í kvöld. Getty/John Walton Það var falleg stund á HM í pílukasti þegar 71 árs gamla goðsögnin Paul Lim, vægast sagt dyggilega studdur af áhorfendum, náði að vinna einn legg á móti Luke Humphries sem gat ekki annað en brosað. Humphries sagðist hreinlega hafa viljað tapa leggnum. Humphries, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum, átti ekki í neinum vandræðumm með að vinna 3-0 sigur gegn Lim. Hann hefði vel getað unnið öll þrjú settin 3-0 en Lim náði að vinna legg í lokasettinu og var ákaft fagnað. LIM IS ON THE BOARD!!A first leg for Paul Lim in this tie and Ally Pally erupts 🙌Quality 🤣 pic.twitter.com/miLPFvDwNv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 „Maður vill ekki alltaf rústa andstæðingnum. Það er þannig með suma en ekki aðra og hann er einn af þeim sem þig langar ekki til að rústa,“ sagði Humphries eftir sigurinn. „Fyrir mér var bara aðalatriðið að vinna. Ég var kominn í góða stöðu eftir fyrstu tvö settin. Hann [Lim] er algjör goðsögn og ég dýrka hann gjörsamlega. Vonandi var þetta ekki í síðasta sinn sem við sjáum hann á sviðinu. Ég vona að hann komi aftur að ári, að við mætumst ekki og hann fái að slá út aðra,“ sagði Humphries. HUMPHRIES TOO GOOD FOR LIM!It's an excellent display from Luke Humphries, and he has too much for Paul Lim as he limits him to just one leg. Some performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/936RO6fEHn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Humphries vissi vel að áhorfendur yrðu á bandi Lim sem virtist skemmta sér vel þrátt fyrir yfirburði Englendingsins. „Það var bara gaman að spila við hann aftur. Ég er aðdáandi en því miður þurftum við að mætast og ég þurfti að klára mitt í kvöld. En þetta var stórkostlegasta andrúmsloft sem ég hef upplifað. Þegar fólkið kallaði nafnið hans þá var það mesti hávaði sem ég hef heyrt,“ sagði Humphries, ánægður með stöðu sína í dag eftir tapið fyrir Lim fyrir nokkrum árum. Leikirnir í kvöld unnust af nokkru öryggi og komust Englendingarnir Charlie Manby og Nathan Aspinall áfram, ásamt Hollendingnum gian van Veen. Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1 Mótið heldur svo áfram á morgun með átta leikjum, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þar sem menn á borð við Peter Wright, Gary Anderson og Michael van Gerwen verða á ferðinni. Pílukast Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Humphries, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum, átti ekki í neinum vandræðumm með að vinna 3-0 sigur gegn Lim. Hann hefði vel getað unnið öll þrjú settin 3-0 en Lim náði að vinna legg í lokasettinu og var ákaft fagnað. LIM IS ON THE BOARD!!A first leg for Paul Lim in this tie and Ally Pally erupts 🙌Quality 🤣 pic.twitter.com/miLPFvDwNv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 „Maður vill ekki alltaf rústa andstæðingnum. Það er þannig með suma en ekki aðra og hann er einn af þeim sem þig langar ekki til að rústa,“ sagði Humphries eftir sigurinn. „Fyrir mér var bara aðalatriðið að vinna. Ég var kominn í góða stöðu eftir fyrstu tvö settin. Hann [Lim] er algjör goðsögn og ég dýrka hann gjörsamlega. Vonandi var þetta ekki í síðasta sinn sem við sjáum hann á sviðinu. Ég vona að hann komi aftur að ári, að við mætumst ekki og hann fái að slá út aðra,“ sagði Humphries. HUMPHRIES TOO GOOD FOR LIM!It's an excellent display from Luke Humphries, and he has too much for Paul Lim as he limits him to just one leg. Some performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/936RO6fEHn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Humphries vissi vel að áhorfendur yrðu á bandi Lim sem virtist skemmta sér vel þrátt fyrir yfirburði Englendingsins. „Það var bara gaman að spila við hann aftur. Ég er aðdáandi en því miður þurftum við að mætast og ég þurfti að klára mitt í kvöld. En þetta var stórkostlegasta andrúmsloft sem ég hef upplifað. Þegar fólkið kallaði nafnið hans þá var það mesti hávaði sem ég hef heyrt,“ sagði Humphries, ánægður með stöðu sína í dag eftir tapið fyrir Lim fyrir nokkrum árum. Leikirnir í kvöld unnust af nokkru öryggi og komust Englendingarnir Charlie Manby og Nathan Aspinall áfram, ásamt Hollendingnum gian van Veen. Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1 Mótið heldur svo áfram á morgun með átta leikjum, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þar sem menn á borð við Peter Wright, Gary Anderson og Michael van Gerwen verða á ferðinni.
Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1
Pílukast Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira