„Þetta er bara ljótt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. desember 2025 12:31 Þórhalli Gunnarssyni þykir ekki mikið til aðgerðapakka menningarráðherra koma. Vísir/Samsett Deildar meiningar eru um kynnta aðgerðaráætlun Loga Más Einarssonar menningarráðherra á fjölmiðlamarkaði. Sjálfur segir Logi aðgerðirnar skýrar, fjármagnaðar og til þess gerðar að efla lýðræðið í landinu en Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður segir aðgerðirnar þunnt kaffi. Logi Már menningarráðherra ræddi nýkynnta aðgerðaáætlun á fjölmiðlamarkaði í Sprengisandi í morgun en hann felur í sér tvískíptan styrktarsjóð. Núgildandi styrkjakerfi, sem hann kallar grunnpottinn, verður haldið. Það hefur numið um fimm hundruð milljón krónum í beinum styrki til fjölmiðlafyrirtækja á borð við Sýn og Árvakur. Helsta breytingin á því felst í að sett verði þak á umsvif Rúv á auglýsingamarkaði sem nemur um það bil þeim umsvifum sem Ríkisútvarpið hefur nú, en 12 prósent af auglýsingatekjum sem muni nema um 300 milljónum bætist við fyrrnefndan sjóð. Því til viðbótar bætist við svokallaður hundrað milljóna króna almannaþjónustupottur sem skipt verði á milli þeirra fjölmiðlafyrirtækja sem sinna almannaþjónustuhlutverki. Hlutlægir mælikvarðar Fylgst verði með því í gegnum hlutlæga mælikvarða að styrkjaupphæðin renni í raun og veru til bættrar fjölmiðlunar. „Við verðum með nokkra hlutlæga mælikvarða eða kröfur. Það er meðal annars fjöldi blaðamanna á ritstjórn. Það er daglegur fréttaflutningur og að það séu fjölbreytt efnistök og að þau séu landsdekkandi,“ segir Logi. „Við viljum að þessir fjölmiðlar sem fara í þennan pott númer tvö [miðlar sem sinna almannaþjónustu] séu með viðbragðsgetu meira og minna allan sólarhringinn með einhverjum hætti. Við ætlumst til þess að þeir séu með kosningaumfjöllun á landsvísu. Þetta eru tæki til að efla lýðræðisumræðu og lýðræðið í landinu, standa vörð um það,“ segir hann. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður segir að aðgerðaráætlunin muni ekki hafa tilætluð áhrif. Enginn fyrrnefndra potta sé ætlaður blaðamennsku né því fólki sem býr til frétta og dagskrárefni. Þrátt fyrir að fimm hundruð milljónir króna hafi verið varið í að styrkja einkarekna fjölmiðla undanfarin ár fækki blaðamönnum. „Þetta er ljótt. Þau eru búin að taka af ykkur bestu blaðamennina og setja þá inn í stofnanir til að upplýsa síðan ykkur sem standið veikari eftir. Þetta er þveröfugt við það fjölmiðlaumhverfi sem ætti að vera,“ segir Þórhallur í samtali við fréttastofu. Sterkara fjölmiðlafólk eina viðspyrnan Þörf sé á beinum aðgerðum til stuðnings blaðamönnum og dagskrárgerðarmönnum sem hvergi beri á í aðgerðapakkanum. „Logi talar um viðspyrnu gagnvart erlendum fjölmiðlum og þess vegna séu þessar tillögur svo snjallar. Eina alvöru viðspyrnan gagnvart erlendri fjölmiðlasamkeppni er sterkara fjölmiðlafólk. Að fólk fái sómasamleg laun, sjálfstæði gagnvart eigendum eða geti sinnt blaðamennskunni án þess að treysta á fjársterka einstaklinga,“ segir hann. Áætlun ráðherra geri það að verkum þess að fjölmiðlar verði upp á náð auglýsingadeildar Rúv komnir. „Þá þarft þú að bíða eftir sem fjölmiðill hvernig Rúv gengur. Þú vilt bara að Rúv stofni Rás 3 til þess að Rúv gangi betur að selja auglýsingar og þitt kött verði hærra,“ segir hann. Í frétt um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að tólf prósent auglýsingatekna Rúv færu í sérsjóð en rétt er að þau bætast við þann sjóð sem fyrir er. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Logi Már menningarráðherra ræddi nýkynnta aðgerðaáætlun á fjölmiðlamarkaði í Sprengisandi í morgun en hann felur í sér tvískíptan styrktarsjóð. Núgildandi styrkjakerfi, sem hann kallar grunnpottinn, verður haldið. Það hefur numið um fimm hundruð milljón krónum í beinum styrki til fjölmiðlafyrirtækja á borð við Sýn og Árvakur. Helsta breytingin á því felst í að sett verði þak á umsvif Rúv á auglýsingamarkaði sem nemur um það bil þeim umsvifum sem Ríkisútvarpið hefur nú, en 12 prósent af auglýsingatekjum sem muni nema um 300 milljónum bætist við fyrrnefndan sjóð. Því til viðbótar bætist við svokallaður hundrað milljóna króna almannaþjónustupottur sem skipt verði á milli þeirra fjölmiðlafyrirtækja sem sinna almannaþjónustuhlutverki. Hlutlægir mælikvarðar Fylgst verði með því í gegnum hlutlæga mælikvarða að styrkjaupphæðin renni í raun og veru til bættrar fjölmiðlunar. „Við verðum með nokkra hlutlæga mælikvarða eða kröfur. Það er meðal annars fjöldi blaðamanna á ritstjórn. Það er daglegur fréttaflutningur og að það séu fjölbreytt efnistök og að þau séu landsdekkandi,“ segir Logi. „Við viljum að þessir fjölmiðlar sem fara í þennan pott númer tvö [miðlar sem sinna almannaþjónustu] séu með viðbragðsgetu meira og minna allan sólarhringinn með einhverjum hætti. Við ætlumst til þess að þeir séu með kosningaumfjöllun á landsvísu. Þetta eru tæki til að efla lýðræðisumræðu og lýðræðið í landinu, standa vörð um það,“ segir hann. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður segir að aðgerðaráætlunin muni ekki hafa tilætluð áhrif. Enginn fyrrnefndra potta sé ætlaður blaðamennsku né því fólki sem býr til frétta og dagskrárefni. Þrátt fyrir að fimm hundruð milljónir króna hafi verið varið í að styrkja einkarekna fjölmiðla undanfarin ár fækki blaðamönnum. „Þetta er ljótt. Þau eru búin að taka af ykkur bestu blaðamennina og setja þá inn í stofnanir til að upplýsa síðan ykkur sem standið veikari eftir. Þetta er þveröfugt við það fjölmiðlaumhverfi sem ætti að vera,“ segir Þórhallur í samtali við fréttastofu. Sterkara fjölmiðlafólk eina viðspyrnan Þörf sé á beinum aðgerðum til stuðnings blaðamönnum og dagskrárgerðarmönnum sem hvergi beri á í aðgerðapakkanum. „Logi talar um viðspyrnu gagnvart erlendum fjölmiðlum og þess vegna séu þessar tillögur svo snjallar. Eina alvöru viðspyrnan gagnvart erlendri fjölmiðlasamkeppni er sterkara fjölmiðlafólk. Að fólk fái sómasamleg laun, sjálfstæði gagnvart eigendum eða geti sinnt blaðamennskunni án þess að treysta á fjársterka einstaklinga,“ segir hann. Áætlun ráðherra geri það að verkum þess að fjölmiðlar verði upp á náð auglýsingadeildar Rúv komnir. „Þá þarft þú að bíða eftir sem fjölmiðill hvernig Rúv gengur. Þú vilt bara að Rúv stofni Rás 3 til þess að Rúv gangi betur að selja auglýsingar og þitt kött verði hærra,“ segir hann. Í frétt um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að tólf prósent auglýsingatekna Rúv færu í sérsjóð en rétt er að þau bætast við þann sjóð sem fyrir er. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira