„Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. desember 2025 22:30 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla. „Við fyrstu skoðun eru þetta mjög jákvæðar aðgerðir fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild sinni. Þarna er verið að viðurkenna hlutverk blaðamennsku og fjölmiðla sem er mjög mikilvægt. Fjölmiðlar eru skilgreindir sem grunnstoð í samfélaginu. Öll orðræðan og orðanotkunin finnst mér mjög jákvæð og til marks um að stjórnvöld séu að öðlast skilning á þessu mikilvægi og það sem þurfi að gera,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla. Með aðgerðunum ættu opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla hér á landi að næstum tvöfaldast á þarnæsta ári en meðal annars verða umsvif Rúv á auglýsingamarkaði takmörkuð. Sigríður Dögg segir að í draumaheimi þyrftu fjölmiðlar ekki á styrkjum að halda en íslenskt fjölmiðlaumhverfi sé nú að ganga í gegnum mikið umbreytingartímabil. „Þarna er fyrirsjáanleiki, styrkir eru framlengdir til fimm ára, það hefur verið kallað eftir því. Mér finnst mjög jákvætt að þarna er verið að boða aðgerðir til að skattleggja samfélagsmiðla og tæknirisa. Það verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana enn þá betur.“ Taka á stóra bleika fílnum Forsvarsmenn einkarekinna fjölmiðla hér á landi hafa kallað eftir því að einhverjar skorður yrðu settar á Ríkisútvarpið vegna bágrar stöðu einkareknu miðlanna. „Þarna er verið að taka á, eins og það hefur verið kallað stóra bleika fílnum í herberginu, Rúv á auglýsingamarkaði en þó án þess að skerða tekjur Rúv. Það sem við höfum líka kallað eftir að það verði tekið á þessu með einhverjum hætti, það hefur verið ákall frá öðrum miðlum en um leið er ekki verið að skerða auglýsingatekjurnar með þeim hætti að það sé hætta á að auglýsingarnar fari úr landi,“ segir Sigríður Dögg. https://www.visir.is/g/20252819937d Þá hafi Blaðamannafélagið og fjölmiðla einnig lagt áherslu á afslátt af áskriftum fjölmiða. Hún tekur samt sem áður fram að samkvæmt nýlegu dæmi frá Danmörku virki slíkir afslættir ekki nógu vel og skili ekki nægilega miklu til fjölmiðlanna. „Svo söknum við þess að fá ekki styrkir í það sem við höfum verið að reyna koma á fót, styrktarsjóð fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn en þetta er allavega skref í rétta átt,“ segir hún. Biðlar til samfélagsins Sigríður kallar eftir því að almenningur og fyrirtæki taki einnig þátt í því að styrkja fjölmiðla. „Nú eru stjórnvöld búin að gera sitt og þá þarf samfélagið að stíga inn í þetta stóra verkefni líka,“ segir hún. „Við biðlum til atvinnulífsins að kaupa áskriftir handa starfsfólki hjá sér og auglýsa í auknum mæli á íslenskum miðlum og almenningur kaupi áskriftir vegna þess að það þarf að borga fyrir vandað fréttaefni og blaðamennsku, þetta er ekki ókeypis.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Við fyrstu skoðun eru þetta mjög jákvæðar aðgerðir fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild sinni. Þarna er verið að viðurkenna hlutverk blaðamennsku og fjölmiðla sem er mjög mikilvægt. Fjölmiðlar eru skilgreindir sem grunnstoð í samfélaginu. Öll orðræðan og orðanotkunin finnst mér mjög jákvæð og til marks um að stjórnvöld séu að öðlast skilning á þessu mikilvægi og það sem þurfi að gera,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla. Með aðgerðunum ættu opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla hér á landi að næstum tvöfaldast á þarnæsta ári en meðal annars verða umsvif Rúv á auglýsingamarkaði takmörkuð. Sigríður Dögg segir að í draumaheimi þyrftu fjölmiðlar ekki á styrkjum að halda en íslenskt fjölmiðlaumhverfi sé nú að ganga í gegnum mikið umbreytingartímabil. „Þarna er fyrirsjáanleiki, styrkir eru framlengdir til fimm ára, það hefur verið kallað eftir því. Mér finnst mjög jákvætt að þarna er verið að boða aðgerðir til að skattleggja samfélagsmiðla og tæknirisa. Það verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana enn þá betur.“ Taka á stóra bleika fílnum Forsvarsmenn einkarekinna fjölmiðla hér á landi hafa kallað eftir því að einhverjar skorður yrðu settar á Ríkisútvarpið vegna bágrar stöðu einkareknu miðlanna. „Þarna er verið að taka á, eins og það hefur verið kallað stóra bleika fílnum í herberginu, Rúv á auglýsingamarkaði en þó án þess að skerða tekjur Rúv. Það sem við höfum líka kallað eftir að það verði tekið á þessu með einhverjum hætti, það hefur verið ákall frá öðrum miðlum en um leið er ekki verið að skerða auglýsingatekjurnar með þeim hætti að það sé hætta á að auglýsingarnar fari úr landi,“ segir Sigríður Dögg. https://www.visir.is/g/20252819937d Þá hafi Blaðamannafélagið og fjölmiðla einnig lagt áherslu á afslátt af áskriftum fjölmiða. Hún tekur samt sem áður fram að samkvæmt nýlegu dæmi frá Danmörku virki slíkir afslættir ekki nógu vel og skili ekki nægilega miklu til fjölmiðlanna. „Svo söknum við þess að fá ekki styrkir í það sem við höfum verið að reyna koma á fót, styrktarsjóð fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn en þetta er allavega skref í rétta átt,“ segir hún. Biðlar til samfélagsins Sigríður kallar eftir því að almenningur og fyrirtæki taki einnig þátt í því að styrkja fjölmiðla. „Nú eru stjórnvöld búin að gera sitt og þá þarf samfélagið að stíga inn í þetta stóra verkefni líka,“ segir hún. „Við biðlum til atvinnulífsins að kaupa áskriftir handa starfsfólki hjá sér og auglýsa í auknum mæli á íslenskum miðlum og almenningur kaupi áskriftir vegna þess að það þarf að borga fyrir vandað fréttaefni og blaðamennsku, þetta er ekki ókeypis.“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira