Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar 19. desember 2025 15:02 Við búum í samfélagi þar sem allir alþjóðlegir mælikvarðar um lífskjör setja okkur í hóp fremstu þjóða heims. Hér ríkir almenn efnahagsleg velsæld og við teljum okkur búa við velferðarkerfi og félagslegt öryggisnet sem hljóti að grípa þá sem á þurfa að halda. Þess vegna er hreint út sagt átakanlegt þegar reglulega berast fréttir af ungum einstaklingum sem látið hafa lífið af völdum fíkniefna. Umræðan hefur eðlilega að miklu leyti snúist um meðferðarúrræði og til hvaða ráða sé unnt að grípa þegar fíknisjúkdómurinn hefur náð heljartökum á ungu fólki. Í mínum huga kallar þessi þversögn þó á fleiri og dýpri spurningar en þær sem snúa eingöngu að meðferðarúrræðum. Stóra spurningin, sem enginn hefur einhlítt svar við, er vitaskuld þessi: hvers vegna í ósköpunum telur margt ungt fólk í íslensku allsnægtarsamfélagi að neysla harðra fíkniefna sé svarið við öllu: lífsleiða, brotinni sjálfsmynd, skömm, einmanaleika eða annarri vanlíðan? Það er í sjálfu sér auðvelt að skilja að sumt ungt fólk sjái neyslu fíkniefna í smáum stíl sem skammvinna lausn á andlegum sársauka, eða svölun á saklausri forvitni. En erfiðara er að skilja hvers vegna svo margir halda áfram neyslunni og þróa með sér fíkn í sífellt harðari efni. Ég dreg enga fjöður yfir það að ég tel fíkn vera sjúkdóm. En hún byrjar ekki sem sjúkdómur. Flest ungt fólk sem byrjar að fikta við fíkniefni er ekki veikt. Það ber ekki í sér fíknisjúkdóm sem bíður þess að brjótast út. Fíkn verður til. Hún þróast og er því að stórum hluta áunnin, jafnvel þótt næmi fyrir henni sé misjafnt. Upphaf fiktsins snýst sjaldnast um sjálfseyðingu. Það snýst um forvitni, hópþrýsting, flótta frá kvíða eða annarri vanlíðan. Sérfræðingar benda á að þarna liggi hættan: heilinn er ekki fullþroskaður. Endurtekin neysla getur breytt starfsemi hans þannig að ákallið eftir efnunum taki yfir allt. Þar hefst sjúkdómsferlið og þá kallar það á meðferðarúrræði sem mikill hörgur er á. Mér hefur stundum þótt að í opinberri umræðu hér heima beinist athyglin nánast eingöngu að því sem gerist þegar neyslan er komin úr böndunum. Sigmar Guðmundsson þingmaður á lof skilið fyrir að þreytast seint á því að benda á þann skort. Hann hefur gagnrýnt lokanir á Stuðlum og hjá SÁÁ og kallað eftir stærri „varnargörðum“ utan um veikt fólk. Þegar fólk er orðið alvarlega veikt skiptir aðgengi að meðferð vitaskuld sköpum. En umræða um vandann má ekki takmarkast við meðferðarúrræðin. Hún ætti ekki síður að snúast um upphafið, rætur vandans, og hvernig við sem samfélag getum forðað börnunum okkar frá því að fikta við banvænt eitur sem stendur þeim víða til boða. Samkvæmt fréttum flóir allt í fíkniefnum, framboðið er mikið og eftirspurnin enn meiri. Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar allra. Forvarnir snúast ekki um slagorð eða bæklinga, heldur fyrirmyndir, náin tengsl, nærveru og skýr mörk. Og ef til vill snýst þetta fyrst og fremst um samfélag sem tekur vanlíðan barna alvarlega áður en hún verður banvæn. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem allir alþjóðlegir mælikvarðar um lífskjör setja okkur í hóp fremstu þjóða heims. Hér ríkir almenn efnahagsleg velsæld og við teljum okkur búa við velferðarkerfi og félagslegt öryggisnet sem hljóti að grípa þá sem á þurfa að halda. Þess vegna er hreint út sagt átakanlegt þegar reglulega berast fréttir af ungum einstaklingum sem látið hafa lífið af völdum fíkniefna. Umræðan hefur eðlilega að miklu leyti snúist um meðferðarúrræði og til hvaða ráða sé unnt að grípa þegar fíknisjúkdómurinn hefur náð heljartökum á ungu fólki. Í mínum huga kallar þessi þversögn þó á fleiri og dýpri spurningar en þær sem snúa eingöngu að meðferðarúrræðum. Stóra spurningin, sem enginn hefur einhlítt svar við, er vitaskuld þessi: hvers vegna í ósköpunum telur margt ungt fólk í íslensku allsnægtarsamfélagi að neysla harðra fíkniefna sé svarið við öllu: lífsleiða, brotinni sjálfsmynd, skömm, einmanaleika eða annarri vanlíðan? Það er í sjálfu sér auðvelt að skilja að sumt ungt fólk sjái neyslu fíkniefna í smáum stíl sem skammvinna lausn á andlegum sársauka, eða svölun á saklausri forvitni. En erfiðara er að skilja hvers vegna svo margir halda áfram neyslunni og þróa með sér fíkn í sífellt harðari efni. Ég dreg enga fjöður yfir það að ég tel fíkn vera sjúkdóm. En hún byrjar ekki sem sjúkdómur. Flest ungt fólk sem byrjar að fikta við fíkniefni er ekki veikt. Það ber ekki í sér fíknisjúkdóm sem bíður þess að brjótast út. Fíkn verður til. Hún þróast og er því að stórum hluta áunnin, jafnvel þótt næmi fyrir henni sé misjafnt. Upphaf fiktsins snýst sjaldnast um sjálfseyðingu. Það snýst um forvitni, hópþrýsting, flótta frá kvíða eða annarri vanlíðan. Sérfræðingar benda á að þarna liggi hættan: heilinn er ekki fullþroskaður. Endurtekin neysla getur breytt starfsemi hans þannig að ákallið eftir efnunum taki yfir allt. Þar hefst sjúkdómsferlið og þá kallar það á meðferðarúrræði sem mikill hörgur er á. Mér hefur stundum þótt að í opinberri umræðu hér heima beinist athyglin nánast eingöngu að því sem gerist þegar neyslan er komin úr böndunum. Sigmar Guðmundsson þingmaður á lof skilið fyrir að þreytast seint á því að benda á þann skort. Hann hefur gagnrýnt lokanir á Stuðlum og hjá SÁÁ og kallað eftir stærri „varnargörðum“ utan um veikt fólk. Þegar fólk er orðið alvarlega veikt skiptir aðgengi að meðferð vitaskuld sköpum. En umræða um vandann má ekki takmarkast við meðferðarúrræðin. Hún ætti ekki síður að snúast um upphafið, rætur vandans, og hvernig við sem samfélag getum forðað börnunum okkar frá því að fikta við banvænt eitur sem stendur þeim víða til boða. Samkvæmt fréttum flóir allt í fíkniefnum, framboðið er mikið og eftirspurnin enn meiri. Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar allra. Forvarnir snúast ekki um slagorð eða bæklinga, heldur fyrirmyndir, náin tengsl, nærveru og skýr mörk. Og ef til vill snýst þetta fyrst og fremst um samfélag sem tekur vanlíðan barna alvarlega áður en hún verður banvæn. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar