Takmarka fjölda nemenda utan EES Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 23:02 Ef fleiri sækja um en fimmtíu verða þeir sem eru með hæstu einkunn í munnlegu prófi teknir inn í íslensku sem annað mál. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár. Fjallað var um það fyrr í vetur að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna hefði fjölgað um 40 prósent á milli ára. Flestar umsóknir komu frá Nígeríu, Gana og Pakistan fyrir núverandi skólaár. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþátttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Í umfjöllun ráðherra um málið hefur komið fram að grunur leiki á að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Starfshópur á vegum ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í haust að gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna væru meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Samþykkt einróma á fundi Ákvörðun um fjöldatakmörk í námsleiðum var tekin á fundi háskólaráðs þann 4. desember. Á fundinum kynntu Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektor og Kristinn Andersen, sviðsstjóri kennslusviðs, skýrslu starfshóps um umsóknir um nám frá löndum utan EES og tillögur um aðgerðir. Málið var rætt og svo samþykkt einróma. Í fundargerð háskólaráðs er að finna tillögur um fjöldatakmörk frá kennslusviði og rektorsskrifstofu. Þar kemur fram að til dæmis verði ekki teknir inn fleiri en tuttugu nemendur utan EES í meistaranám í hnattrænum fræðum, og ekki fleiri en tíu í meistaranám í mannfræði. Takmörk eru einnig sett í meistaranám í afbrotafræði, félagsfræði og aðferðafræði, og í meistaranám í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum og meistarastjórnun. Einnig er sett hámark á fimmtíu nemendur utan EES í akademíska ensku. Kynningu á breytingunum hefur nú verið bætt við sem athugasemd á upplýsingasíðu háskólans um íslensku sem annað mál. 50 efstu í munnlegu prófi Þar segir nú að á fundi háskólaráðs hafi verið samþykkt að skólaárið 2026–2027 verði að hámarki tekið við 50 nemendum utan EES-svæðisins í íslensku sem öðru máli á ári. Umsækjendur frá Sviss, Grænlandi og Færeyjum séu undanþegnir þessum takmörkunum, sem og þeir sem hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem geti verið grundvöllur fyrir ótímabundnu dvalarleyfi. Eftir það er fjallað um almenn skilyrði til inntöku og svo tekið fram að ef fleiri en fimmtíu nemendur, sem takmarkanirnar eiga við um, nái lágmarkseinkunn á munnlegu prófi, verði þeim 50 umsækjendum með bestu einkunnirnar á munnlega prófinu boðið pláss í náminu. Innflytjendamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta EES-samningurinn Tengdar fréttir Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vetur að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna hefði fjölgað um 40 prósent á milli ára. Flestar umsóknir komu frá Nígeríu, Gana og Pakistan fyrir núverandi skólaár. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþátttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Í umfjöllun ráðherra um málið hefur komið fram að grunur leiki á að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Starfshópur á vegum ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í haust að gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna væru meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Samþykkt einróma á fundi Ákvörðun um fjöldatakmörk í námsleiðum var tekin á fundi háskólaráðs þann 4. desember. Á fundinum kynntu Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektor og Kristinn Andersen, sviðsstjóri kennslusviðs, skýrslu starfshóps um umsóknir um nám frá löndum utan EES og tillögur um aðgerðir. Málið var rætt og svo samþykkt einróma. Í fundargerð háskólaráðs er að finna tillögur um fjöldatakmörk frá kennslusviði og rektorsskrifstofu. Þar kemur fram að til dæmis verði ekki teknir inn fleiri en tuttugu nemendur utan EES í meistaranám í hnattrænum fræðum, og ekki fleiri en tíu í meistaranám í mannfræði. Takmörk eru einnig sett í meistaranám í afbrotafræði, félagsfræði og aðferðafræði, og í meistaranám í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum og meistarastjórnun. Einnig er sett hámark á fimmtíu nemendur utan EES í akademíska ensku. Kynningu á breytingunum hefur nú verið bætt við sem athugasemd á upplýsingasíðu háskólans um íslensku sem annað mál. 50 efstu í munnlegu prófi Þar segir nú að á fundi háskólaráðs hafi verið samþykkt að skólaárið 2026–2027 verði að hámarki tekið við 50 nemendum utan EES-svæðisins í íslensku sem öðru máli á ári. Umsækjendur frá Sviss, Grænlandi og Færeyjum séu undanþegnir þessum takmörkunum, sem og þeir sem hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem geti verið grundvöllur fyrir ótímabundnu dvalarleyfi. Eftir það er fjallað um almenn skilyrði til inntöku og svo tekið fram að ef fleiri en fimmtíu nemendur, sem takmarkanirnar eiga við um, nái lágmarkseinkunn á munnlegu prófi, verði þeim 50 umsækjendum með bestu einkunnirnar á munnlega prófinu boðið pláss í náminu.
Innflytjendamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta EES-samningurinn Tengdar fréttir Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00