Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. desember 2025 23:00 Sumir skildu líka eftir myndir af drengjunum sínum. Vísir/Sigurjón Minningarstundin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í kvöld. Þar var kveikt á um 200 kertum til minningar um unga drengi sem hafa látist í baráttu við fíknisjúkdóm. Skipuleggjandi og aðstandandi drengs sem lést á árinu segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Í lýsingu viðburðarins kom fram að kveikja ætti á kertum til minningar um unga drengi sem kerfið hefði ekki gripið og væru látnir. „Engin læti, engin ræðuhöld, bara þögn og kerti til marks um ærandi þögnina sem mætir þessum drengjum og fjölskyldum þeirra. Ef þú þekktir dreng sem lést langt fyrir aldur fram hvet ég þig til að mæta. Ef þér er ekki sama um líf drengjanna okkar hvet ég þig til að mæta. Eitt kerti fyrir hverja sál sem ljós þess slokknaði allt of snemma. Gefðu þér tíma í annríki jólanna, jóla sem allt of margar fjölskyldur þurfa að halda upp á án sinna drengja,“ sagði í lýsingunni. Margrét Þorsteinsdóttir skipulagði viðburðinn en sonur bróður manns hennar, Hávarður Máni Hjörleifsson, lést í september síðastliðnum. „Hann lést allt of ungur,“ segir hún en rætt var við hana í kvöldfréttum Sýnar. Margrét segir allt of marga unga drengi hafa látist nýlega og hún hafi viljað, með viðburðinum, sýna samstöðu í verki. Margrét vildi með viðburðinum sýna fjölskyldum samstöðu. Vísir/Sigurjón Allt of margir látnir Hún segir alveg sama hvert fólk leitar eftir aðstoð fyrir börnin sín, alls staðar mæti þeim þögn. „Það eru allir af góðum vilja gerðir en það gerist ekki neitt og þess vegna er þetta því miður staðan,“ segir hún og að allt of margir drengir séu látnir. Kertunum var raðað upp við tjörnina. Vísir/Sigurjón Hún telur þörf á að bæta úrræði, foreldrar eigi ekki að þurfa að berjast fyrir börnunum sínum þegar þau eru veik. Óskar þess að sonurinn hefði ekki farið á Stuðla Fjölskylda og vinir Hávarðar Mána hafa verið mjög opinská um andlát Hávarðar, glímu hans við vímuefnavanda og úrræðaleysið sem mætti þeim þegar þau reyndu að fá aðstoð fyrir hann. Hilma Dögg Hávarðardóttir, móðir hans, sagði í viðtali í nóvember að hún óskaði þess að hann hefði aldrei farið á Stuðla. Það hafi gert illt verra og að hann hafi verið beittur ofbeldi á meðferðarheimilinu. Hjörleifur Björnsson, faðir hans, opnaði sig sömuleiðis í Facebook-færslu stuttu eftir andlát Hávarðar. Hann sagði kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun Stuðla hafi verið eina úrræðið sem hafi verið í boði þegar hann var 12 ára og þau leitað aðstoðar fyrir hann. Þar hafi hann dvalið með eldri börnum sem hafi verið lengra leidd í sinni fíkn. Vinur Hávarðar, Bjartur Skjaldarson, gaf nýlega út lag sem þeir Hávarður sömdu saman í meðferð á Lækjarbakka. Fjölmargir foreldrar og aðstandendur hafa síðustu mánuði opnað sig um það hversu illa kerfið hefur gripið börnin þeirra. Þrjár mæður tóku til þess ráðs að fara með drengina sína í meðferð í Suður-Afríku og föðurbróðir 18 ára drengs sem lést í nóvember sagði í viðtali nýlega að á Íslandi væri neyðarástand. Frændi hans hafði útskrifað sig sjálfur af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar. Fíkn Heilbrigðismál Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mannréttindi Geðheilbrigði Félagsmál Barnavernd Tengdar fréttir Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. 2. desember 2025 09:08 Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. 17. nóvember 2025 19:01 Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag. 11. nóvember 2025 08:56 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í lýsingu viðburðarins kom fram að kveikja ætti á kertum til minningar um unga drengi sem kerfið hefði ekki gripið og væru látnir. „Engin læti, engin ræðuhöld, bara þögn og kerti til marks um ærandi þögnina sem mætir þessum drengjum og fjölskyldum þeirra. Ef þú þekktir dreng sem lést langt fyrir aldur fram hvet ég þig til að mæta. Ef þér er ekki sama um líf drengjanna okkar hvet ég þig til að mæta. Eitt kerti fyrir hverja sál sem ljós þess slokknaði allt of snemma. Gefðu þér tíma í annríki jólanna, jóla sem allt of margar fjölskyldur þurfa að halda upp á án sinna drengja,“ sagði í lýsingunni. Margrét Þorsteinsdóttir skipulagði viðburðinn en sonur bróður manns hennar, Hávarður Máni Hjörleifsson, lést í september síðastliðnum. „Hann lést allt of ungur,“ segir hún en rætt var við hana í kvöldfréttum Sýnar. Margrét segir allt of marga unga drengi hafa látist nýlega og hún hafi viljað, með viðburðinum, sýna samstöðu í verki. Margrét vildi með viðburðinum sýna fjölskyldum samstöðu. Vísir/Sigurjón Allt of margir látnir Hún segir alveg sama hvert fólk leitar eftir aðstoð fyrir börnin sín, alls staðar mæti þeim þögn. „Það eru allir af góðum vilja gerðir en það gerist ekki neitt og þess vegna er þetta því miður staðan,“ segir hún og að allt of margir drengir séu látnir. Kertunum var raðað upp við tjörnina. Vísir/Sigurjón Hún telur þörf á að bæta úrræði, foreldrar eigi ekki að þurfa að berjast fyrir börnunum sínum þegar þau eru veik. Óskar þess að sonurinn hefði ekki farið á Stuðla Fjölskylda og vinir Hávarðar Mána hafa verið mjög opinská um andlát Hávarðar, glímu hans við vímuefnavanda og úrræðaleysið sem mætti þeim þegar þau reyndu að fá aðstoð fyrir hann. Hilma Dögg Hávarðardóttir, móðir hans, sagði í viðtali í nóvember að hún óskaði þess að hann hefði aldrei farið á Stuðla. Það hafi gert illt verra og að hann hafi verið beittur ofbeldi á meðferðarheimilinu. Hjörleifur Björnsson, faðir hans, opnaði sig sömuleiðis í Facebook-færslu stuttu eftir andlát Hávarðar. Hann sagði kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun Stuðla hafi verið eina úrræðið sem hafi verið í boði þegar hann var 12 ára og þau leitað aðstoðar fyrir hann. Þar hafi hann dvalið með eldri börnum sem hafi verið lengra leidd í sinni fíkn. Vinur Hávarðar, Bjartur Skjaldarson, gaf nýlega út lag sem þeir Hávarður sömdu saman í meðferð á Lækjarbakka. Fjölmargir foreldrar og aðstandendur hafa síðustu mánuði opnað sig um það hversu illa kerfið hefur gripið börnin þeirra. Þrjár mæður tóku til þess ráðs að fara með drengina sína í meðferð í Suður-Afríku og föðurbróðir 18 ára drengs sem lést í nóvember sagði í viðtali nýlega að á Íslandi væri neyðarástand. Frændi hans hafði útskrifað sig sjálfur af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar.
Fíkn Heilbrigðismál Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mannréttindi Geðheilbrigði Félagsmál Barnavernd Tengdar fréttir Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. 2. desember 2025 09:08 Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. 17. nóvember 2025 19:01 Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag. 11. nóvember 2025 08:56 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. 2. desember 2025 09:08
Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. 17. nóvember 2025 19:01
Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag. 11. nóvember 2025 08:56