Brestir í MAGA-múrnum Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2025 14:45 Donaldl Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Humphrey Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. Kannanir sýna að stuðningurinn við Trump hefur dregist saman á þessu ári. Í nýlegri könnun NBC News kom fram að 42 prósent fullorðinna sögðust ánægð með frammistöðu forsetans. Það hlutfall hefur lækkað úr 45 prósentum frá því í apríl. Á sama tímabili hefur hlutfall þeirra sem eru sérstaklega ánægð með Trump farið úr 26 prósentum í 21 prósent. Aðeins fleiri segja hann standa sig sérstaklega illa, eða 44 prósent. Í apríl var það hlutfall 42 prósent. Niðurstöðurnar sýna þó að lækkunin hefur verið hvað mest meðal Repúblikana sem segjast líta á sig sem MAGA-liða. Þar hefur hlutfall þeirra sem telja Trump standa sig einstaklega vel í embætti lækkað úr 78 prósentum í 70. Þar að auki eru færri Repúblikanar sem segjast tilheyra MAGA-hreyfingunni. Telja ríkisstjórnina ekki starfa í þeirra þágu Í síðasta mánuði sat Trump fund í Hvíta húsinu þar sem háttsettur maður hjá könnunarfyrirtækinu Rasmussen, sem þykir íhaldssamt fyrirtæki, kynnti niðurstöður kannana fyrir forsetanum. Maðurinn, sem heitir Mark Mitchell, sagði, samkvæmt Washington Post, að stuðningsmenn Trumps teldu ríkisstjórnina ekki standa fyrir það sem þeir vildu sjá. Í stað þess að berjast fyrir þau væri hann að berjast við Marjorie Taylor Greene og að margir kjósendur hans teldu að hann hefði ekki þurrkað upp fenið í Washington eða gripið til efnahagsaðgerða sem hentuðu þeim. Í samtali við WP sagði Mitchell að Trump hefði ekki verið eins áhugasamur og hann vonaði, þegar kæmi að efnahagsaðgerðum sem stuðningsmenn forsetans kalla eftir. Óttast slæma kjörsókn stuðningsmanna Sambærileg gagnrýni hefur heyrst úr ýmsum áttum innan MAGA-hreyfingarinnar að undanförnu. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að einblína of mikið á utanríkismál og önnur málefni sem geti ekki talist setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hann er einnig sagður of nátengdur auðjöfrum og forsvarsmönnum risastórra tæknifyrirtækja. Þá hefur hann sérstaklega verið gagnrýndur fyrir að standa í vegi opinberunar á Epsteinskjölunum-svokölluðu. Repúblikanar hafa áhyggjur af því að þessi gagnrýni og áhyggjur stuðningsmanna Trumps muni draga úr vilja þeirra til að mæta á kjörstað í nóvember á næsta ári, þegar fram fara þingkosningar. Þá óttast þeir einnig viðbrögð óháðra kjósenda við efnahagsástandinu í Bandaríkjunum og hækkandi verðlagi. Helstu ráðgjafar Trumps eru sagðir undirbúa viðbrögð við þessari gagnrýni og stendur meðal annars til að fjölga fjöldafundum Trumps til muna. Fundum þar sem stuðningsmenn hans koma saman í miklum fjölda til að hlusta á hann. Fyrsti fundurinn af þeim fór fram í Pennsylvaníu í síðustu viku, þar sem Trump gerði lítið úr áhyggjum kjósenda af verðlagi, áður en hann viðurkenndi að verðlag væri að hækka of mikið. Þau ummæli féllu ekki í kramið hjá ráðgjöfum Trumps. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Kannanir sýna að stuðningurinn við Trump hefur dregist saman á þessu ári. Í nýlegri könnun NBC News kom fram að 42 prósent fullorðinna sögðust ánægð með frammistöðu forsetans. Það hlutfall hefur lækkað úr 45 prósentum frá því í apríl. Á sama tímabili hefur hlutfall þeirra sem eru sérstaklega ánægð með Trump farið úr 26 prósentum í 21 prósent. Aðeins fleiri segja hann standa sig sérstaklega illa, eða 44 prósent. Í apríl var það hlutfall 42 prósent. Niðurstöðurnar sýna þó að lækkunin hefur verið hvað mest meðal Repúblikana sem segjast líta á sig sem MAGA-liða. Þar hefur hlutfall þeirra sem telja Trump standa sig einstaklega vel í embætti lækkað úr 78 prósentum í 70. Þar að auki eru færri Repúblikanar sem segjast tilheyra MAGA-hreyfingunni. Telja ríkisstjórnina ekki starfa í þeirra þágu Í síðasta mánuði sat Trump fund í Hvíta húsinu þar sem háttsettur maður hjá könnunarfyrirtækinu Rasmussen, sem þykir íhaldssamt fyrirtæki, kynnti niðurstöður kannana fyrir forsetanum. Maðurinn, sem heitir Mark Mitchell, sagði, samkvæmt Washington Post, að stuðningsmenn Trumps teldu ríkisstjórnina ekki standa fyrir það sem þeir vildu sjá. Í stað þess að berjast fyrir þau væri hann að berjast við Marjorie Taylor Greene og að margir kjósendur hans teldu að hann hefði ekki þurrkað upp fenið í Washington eða gripið til efnahagsaðgerða sem hentuðu þeim. Í samtali við WP sagði Mitchell að Trump hefði ekki verið eins áhugasamur og hann vonaði, þegar kæmi að efnahagsaðgerðum sem stuðningsmenn forsetans kalla eftir. Óttast slæma kjörsókn stuðningsmanna Sambærileg gagnrýni hefur heyrst úr ýmsum áttum innan MAGA-hreyfingarinnar að undanförnu. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að einblína of mikið á utanríkismál og önnur málefni sem geti ekki talist setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hann er einnig sagður of nátengdur auðjöfrum og forsvarsmönnum risastórra tæknifyrirtækja. Þá hefur hann sérstaklega verið gagnrýndur fyrir að standa í vegi opinberunar á Epsteinskjölunum-svokölluðu. Repúblikanar hafa áhyggjur af því að þessi gagnrýni og áhyggjur stuðningsmanna Trumps muni draga úr vilja þeirra til að mæta á kjörstað í nóvember á næsta ári, þegar fram fara þingkosningar. Þá óttast þeir einnig viðbrögð óháðra kjósenda við efnahagsástandinu í Bandaríkjunum og hækkandi verðlagi. Helstu ráðgjafar Trumps eru sagðir undirbúa viðbrögð við þessari gagnrýni og stendur meðal annars til að fjölga fjöldafundum Trumps til muna. Fundum þar sem stuðningsmenn hans koma saman í miklum fjölda til að hlusta á hann. Fyrsti fundurinn af þeim fór fram í Pennsylvaníu í síðustu viku, þar sem Trump gerði lítið úr áhyggjum kjósenda af verðlagi, áður en hann viðurkenndi að verðlag væri að hækka of mikið. Þau ummæli féllu ekki í kramið hjá ráðgjöfum Trumps.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira