Innlent

Faðir sem missti þrjú börn í Súða­vík tjáir sig um upp­gjör rann­sóknar­nefndar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði í dag ítarlegri skýrslu um snjóflóðið í Súðavík. Nefndin var skipuð eftir ákall frá aðstandendum og í henni er varpað ljósi á málsatvik fyrir og eftir flóðið - og ákvarðanir yfirvalda í tengslum við það. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir helstu niðurstöður skýrslunnar og ræðum við Hafstein Númason sem missti þrjú börn í snjóflóðinu.

Við sjáum einnig myndir frá Ástralíu þar sem fólk minntist þeirra sem fórust í hryðjuverkaárás í gær. Forsætisráðherra boðar breytingar á skotvopnalöggjöf.

Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Við förum yfir málið í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í formanni Neytendasamtakanna sem gagnrýnir gylliboð fyrirtækja sem bjóða fólki að greiða fyrir jólainnkaupin síðar, verðum í beinni frá jólahlaðborði grænkera og hittum handboltakappann Gísla Þorgeir sem er að jafna sig eftir meiðsli.

Í Íslandi í dag hittir Vala Matt hjónin Sögu Garðars og Snorra Helgason. Saga strengdi áramótaheit um síðustu áramót þar sem hún sagðist ætla að elda þrjár máltíðir. Nú þegar nokkrir dagar eru eftir af árinu á hún enn eftir að elda tvær.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×