Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2025 07:00 T.J. Watt missir skiljanlega af leik Pittsburgh Steelers um helgina. Getty/Cooper Neill T.J. Watt, stjörnuleikmaður Pittsburgh Steelers, verður ekki með liðinu á næstunni en hann endaði mjög óvænt á skurðarborðinu í vikunni. Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira