5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 08:30 Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingin Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun