Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. desember 2025 07:46 Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún þannig í þættinum. Hins vegar hefur hún, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi í gær. Hvernig er það að treysta þjóðinni í málinu að segja það mikla málamiðlun af hálfu Viðreisnar að fram fari þjóðaratkvæði um það? Vitanlega gengur það ekki upp. Ef Þorgerður og flokkurinn hennar treysta þjóðinni í raun þarf varla málamiðlun af hálfu hans í þeim efnum? Það er raunar aðeins ein ástæða fyrir því að umrætt þjóðaratkvæði er fyrirhugað. Tilgangurinn með því er að reyna að koma hreyfingu á málið fyrst ekki er þingmeirihluti fyrir því á Alþingi, kosinn af íslenzkum kjósendum. Væri slíkur þingmeirihluti fyrir hendi er þannig alveg ljóst að ekkert þjóðaratkvæði væri á dagskrá um málið. Markmiðið er að reyna að setja pólitískan þrýsting á þingið verði niðurstaða þjóðaratkvæðisins hagstæð fyrir Viðreisn fyrst kjósendur hafa ekki kosið meirihluta fyrir því að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá í þingkosningum. Flokkurinn lagði ekki einu sinni í það að gera þjóðaratkvæði um það að hluta af kosningastefnu sinni. Það er ástæða fyrir því. Sumarið 2024 lét Evrópuhreyfingin Maskínu gera skoðanakönnun fyrir sig þar sem kannað var hvort áherzla á þjóðaratkvæði um málið væri til þess fallið að skila flokkum auknu fylgi eða ekki. Niðurstöður könnunarinnar voru aldrei birtar. Fulltrúar Viðreisnar ræddu Evrópusambandsmálið síðan varla í aðdraganda kosninganna nema að frumkvæði fjölmiðlamanna og kjósenda. Þá var slegið í og úr hvort um skilyrði yrði að ræða fyrir stjórnarsamstarfi. Sú reyndist síðan auðvitað raunin strax eftir kosningarnar þegar ekki þurfti lengur að hafa áhyggjur af kjósendum. Nú síðast kom fram í nýsamþykktri skýrslu þings Evrópusambandsins um norðurslóðir að sambandið hefði í hyggju í samstarfi við ríkisstjórnina að reka einhliða áróður fyrir þjóðaratkvæðið um ætlaða kosti inngöngu í það. Einmitt. Viðreisn treystir kjósendum. Einmitt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún þannig í þættinum. Hins vegar hefur hún, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi í gær. Hvernig er það að treysta þjóðinni í málinu að segja það mikla málamiðlun af hálfu Viðreisnar að fram fari þjóðaratkvæði um það? Vitanlega gengur það ekki upp. Ef Þorgerður og flokkurinn hennar treysta þjóðinni í raun þarf varla málamiðlun af hálfu hans í þeim efnum? Það er raunar aðeins ein ástæða fyrir því að umrætt þjóðaratkvæði er fyrirhugað. Tilgangurinn með því er að reyna að koma hreyfingu á málið fyrst ekki er þingmeirihluti fyrir því á Alþingi, kosinn af íslenzkum kjósendum. Væri slíkur þingmeirihluti fyrir hendi er þannig alveg ljóst að ekkert þjóðaratkvæði væri á dagskrá um málið. Markmiðið er að reyna að setja pólitískan þrýsting á þingið verði niðurstaða þjóðaratkvæðisins hagstæð fyrir Viðreisn fyrst kjósendur hafa ekki kosið meirihluta fyrir því að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá í þingkosningum. Flokkurinn lagði ekki einu sinni í það að gera þjóðaratkvæði um það að hluta af kosningastefnu sinni. Það er ástæða fyrir því. Sumarið 2024 lét Evrópuhreyfingin Maskínu gera skoðanakönnun fyrir sig þar sem kannað var hvort áherzla á þjóðaratkvæði um málið væri til þess fallið að skila flokkum auknu fylgi eða ekki. Niðurstöður könnunarinnar voru aldrei birtar. Fulltrúar Viðreisnar ræddu Evrópusambandsmálið síðan varla í aðdraganda kosninganna nema að frumkvæði fjölmiðlamanna og kjósenda. Þá var slegið í og úr hvort um skilyrði yrði að ræða fyrir stjórnarsamstarfi. Sú reyndist síðan auðvitað raunin strax eftir kosningarnar þegar ekki þurfti lengur að hafa áhyggjur af kjósendum. Nú síðast kom fram í nýsamþykktri skýrslu þings Evrópusambandsins um norðurslóðir að sambandið hefði í hyggju í samstarfi við ríkisstjórnina að reka einhliða áróður fyrir þjóðaratkvæðið um ætlaða kosti inngöngu í það. Einmitt. Viðreisn treystir kjósendum. Einmitt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun