Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2025 21:00 Drengirnir hittu Ingu til að ræða málið. Tveir drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili náðu í dag að breyta kerfinu eftir að hafa stigið fram hér í kvöldfréttum Sýnar og varpað ljósi á reglugerð þar sem hallaði á annan þeirra. Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“ Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“
Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27