Körfubolti

Stjarnan steig á bensín­gjöfina og kláraði Tinda­stól að lokum

Aron Guðmundsson skrifar
Diljá Ögn Lárusdóttir í leik með Stjörnunni
Diljá Ögn Lárusdóttir í leik með Stjörnunni Vísir/Pawel

Stjarnan vann í kvöld sex stiga sigur á Tindastól í Bónus deild kvenna í körfubolta. Lokatölur í Garðabæ 89-83, sex stiga sigur Stjörnunnar.

Gestirnir frá Sauðárkróki voru sterkari framan af og leiddu leikinn með einu stigi þegar komið var fram í fjórða og síðasta leikhlutann. 

Þá tóku heimakonur hins vegar við sér og komust mest í ellefu stiga forystu í stöðunni 82-71 þegar rétt um fjórar mínútur eftir lifðu leiks. 

Forystuna létu þær aldrei af hendi og með Shaiquel Mcgruder í fararbroddi, sem setti niður 23 stig og reif niður tíu fráköst, sigldu þær að lokum heim sex stiga sigri, 89-83. 

Þetta var fimmti sigur Stjörnunnar á tímabilinu en liðið er nú í 7.sæti með tíu stig, fjórum stigum meira en Tindastóll sem er sæti neðar. 

Stjarnan var að frá framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld. Þær Diljá Ögn, Berglind Katla og Eva Wium settu til að mynda allar fimmtán stiga eða fleiri niður og voru einnig öflugar í fráköstum og stoðsendingum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×