Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Smári Jökull Jónsson skrifar 10. desember 2025 12:00 Bátar Hvals við bryggju í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu vegna tapaðra launa í kjölfar ákvörðunar fyrrum matvælaráðherra að banna hvalveiðar sumarið 2023. Stefna starfsmannanna er í samvinnu við fyrirtækið sjálft. Sex starfsmenn Hvals sem urðu fyrir tekjutapi eru á bakvið stefnuna en hún verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Gerð er krafa vegna tapaðra launa í kjölfar hvalveiðibanns sem þáverandi matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti á sumarið 2023, daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Hvalur hf. kvartaði til umboðsmanns Alþingis sem sagði ákvörðun Svandísar ekki í samræmi við lög. „Það lá alveg fyrir þegar matvælaráðherra þáverandi blés þessa vertíð af með fimm mínútna fyrirvara þegar menn voru að mæta til vinnu að verið var að hafa mikla tekjumöguleika af fólki,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Unnið í sátt við fyrirtækið „Þetta eru svona prófmál sem við erum að fara með og höfum unnið í sátt við fyrirtækið að fara þessa leið. Þó ég geri mér algjörlega grein fyrir því að ábyrgðin liggur algjörlega hjá stjórnvöldum á þeim tíma.“ Að fara þá leið að stefna Hval segir hann skynsamlegri þar sem ráðningarsamband starfsmanna var við fyrirtækið. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna það að ég hefði svo sannarlega viljað stefna bara ríkinu. En þetta varð niðurstaðan að fara þessa leið. Ef við vinnum málið þá mun það náttúrulega valda því að Hvalur mun gera enn frekari og stærri kröfu á hendur ríkinu.“ Gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðra starfsmenn Vilhjálmur segir kröfuna gerða út frá útreikningum hvað hvalveiðivertíðin hefði gefið miðað við meðaltal vertíða á undan. „Sumir voru að vinna áfram hjá Hval en bara í dagvinnu. Þá tökum við vertíðina eins og hún hefur verið árin á undan út frá stöðnum vöktum að meðaltali og drögum síðan þau laun frá sem starfsmennirnir höfðu.“ Tjón hvers starfsmanns nemur milljónum að sögn Vilhjálms og getur haft áhrif á mun fleiri en þá sex sem sækja málið. „Prófmálið líka gengur út á það að Hvalur í raun og veru ábyrgist að ef að þessi mál vinnast þá munu þau hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum starfsmönnum. Þetta voru upp undir 200 starfsmenn sem hefðu verið á vertíðinni. Það verður þá fordæmisgefandi fyrir þá sem sannarlega voru búnir að ráða sig þegar vertíðin átti að hefjast.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalveiðar Vinnumarkaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
Sex starfsmenn Hvals sem urðu fyrir tekjutapi eru á bakvið stefnuna en hún verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Gerð er krafa vegna tapaðra launa í kjölfar hvalveiðibanns sem þáverandi matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti á sumarið 2023, daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Hvalur hf. kvartaði til umboðsmanns Alþingis sem sagði ákvörðun Svandísar ekki í samræmi við lög. „Það lá alveg fyrir þegar matvælaráðherra þáverandi blés þessa vertíð af með fimm mínútna fyrirvara þegar menn voru að mæta til vinnu að verið var að hafa mikla tekjumöguleika af fólki,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Unnið í sátt við fyrirtækið „Þetta eru svona prófmál sem við erum að fara með og höfum unnið í sátt við fyrirtækið að fara þessa leið. Þó ég geri mér algjörlega grein fyrir því að ábyrgðin liggur algjörlega hjá stjórnvöldum á þeim tíma.“ Að fara þá leið að stefna Hval segir hann skynsamlegri þar sem ráðningarsamband starfsmanna var við fyrirtækið. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna það að ég hefði svo sannarlega viljað stefna bara ríkinu. En þetta varð niðurstaðan að fara þessa leið. Ef við vinnum málið þá mun það náttúrulega valda því að Hvalur mun gera enn frekari og stærri kröfu á hendur ríkinu.“ Gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðra starfsmenn Vilhjálmur segir kröfuna gerða út frá útreikningum hvað hvalveiðivertíðin hefði gefið miðað við meðaltal vertíða á undan. „Sumir voru að vinna áfram hjá Hval en bara í dagvinnu. Þá tökum við vertíðina eins og hún hefur verið árin á undan út frá stöðnum vöktum að meðaltali og drögum síðan þau laun frá sem starfsmennirnir höfðu.“ Tjón hvers starfsmanns nemur milljónum að sögn Vilhjálms og getur haft áhrif á mun fleiri en þá sex sem sækja málið. „Prófmálið líka gengur út á það að Hvalur í raun og veru ábyrgist að ef að þessi mál vinnast þá munu þau hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum starfsmönnum. Þetta voru upp undir 200 starfsmenn sem hefðu verið á vertíðinni. Það verður þá fordæmisgefandi fyrir þá sem sannarlega voru búnir að ráða sig þegar vertíðin átti að hefjast.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalveiðar Vinnumarkaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira