Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2025 10:03 Alejandro Gil Ferández, þáverandi efnahagsráðherra Kúbu, árið 2021. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir meinta glæpi sem óljóst er hverjir eru. Vísir/EPA Hæstiréttur Kúbu tilkynnti í gær að fyrrverandi efnahagsráðherra landsins og einn nánasti samstarfsmaður forsetans hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir og spillingu. Hvorki var upplýst um hvað hann hefði sér nákvæmlega til saka unnið né fyrir hvern hann ætti að hafa njósnað. Alejandro Gil Fernández var efnahagsráðherra Kúbu frá 2018 þar til í fyrra. Miguel Díaz-Canel, forseti, gerði hann einnig aðstoðarforsætisráðherra árið 2019. Díaz-Canel rak Gil í mars í fyrra og sagði ráðherrann hafa gert „alvarleg mistök“. Spilling yrði ekki liðin. Ekki kom þó fram í hverju meint spilling Gil átti að felast. Enginn er vísari um sakir ráðherrans eftir tilkynningu hæstaréttar í gær. Aðeins kom fram að hann hefði hlotið lífstíðardóm fyrir njósnir og tuttugu ára fangelsisdóm fyrir aðra glæpi, þar á meðal mútugreiðslur, skjalafals og skattsvik. Gil var sakaður um að misnota stöðu sína til að skara eld að eigin köku. Hann hefði þegið fé frá erlendum fyrirtækjum AP-fréttastofan gerði tilraun til að ná í Gil og að finna lögmann sem kæmi fram fyrir hönd hans en hafði ekki erindi sem erfiði. Fór fyrir umbótum í peningastefnunni Gil var andlit meiriháttar umbóta á peningastefnu Kúbu sem stjórnvöld þar hrundu af stað árið 2021. Markmið þeirra var að sameina gjaldmiðla landsins en Kúba hefur lengi haft tvo opinbera gjaldmiðla: einn fyrir innfædda en annan fyrir erlenda ferðamenn. Sá síðarnefndi var lagður af fyrir fjórum árum. Kúba hefur glímt við mikla efnahagslega erfiðleika að undanförnu. Kreppan hefur bæði leitt til vöruskorts og viðvarandi rafmagnstruflana í kommúnistaríkinu. Gil er hæst setti embættismaðurinn sem hefur verið settur af á Kúbu frá árinu 2009. Þá voru þáverandi varaforseti og utanríkisráðherra leystir frá störfum og sakaðir um að leka trúnaðarupplýsingum. Þeir sluppu þó við refsivönd dómstóla. Kúba Erlend sakamál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Sjá meira
Alejandro Gil Fernández var efnahagsráðherra Kúbu frá 2018 þar til í fyrra. Miguel Díaz-Canel, forseti, gerði hann einnig aðstoðarforsætisráðherra árið 2019. Díaz-Canel rak Gil í mars í fyrra og sagði ráðherrann hafa gert „alvarleg mistök“. Spilling yrði ekki liðin. Ekki kom þó fram í hverju meint spilling Gil átti að felast. Enginn er vísari um sakir ráðherrans eftir tilkynningu hæstaréttar í gær. Aðeins kom fram að hann hefði hlotið lífstíðardóm fyrir njósnir og tuttugu ára fangelsisdóm fyrir aðra glæpi, þar á meðal mútugreiðslur, skjalafals og skattsvik. Gil var sakaður um að misnota stöðu sína til að skara eld að eigin köku. Hann hefði þegið fé frá erlendum fyrirtækjum AP-fréttastofan gerði tilraun til að ná í Gil og að finna lögmann sem kæmi fram fyrir hönd hans en hafði ekki erindi sem erfiði. Fór fyrir umbótum í peningastefnunni Gil var andlit meiriháttar umbóta á peningastefnu Kúbu sem stjórnvöld þar hrundu af stað árið 2021. Markmið þeirra var að sameina gjaldmiðla landsins en Kúba hefur lengi haft tvo opinbera gjaldmiðla: einn fyrir innfædda en annan fyrir erlenda ferðamenn. Sá síðarnefndi var lagður af fyrir fjórum árum. Kúba hefur glímt við mikla efnahagslega erfiðleika að undanförnu. Kreppan hefur bæði leitt til vöruskorts og viðvarandi rafmagnstruflana í kommúnistaríkinu. Gil er hæst setti embættismaðurinn sem hefur verið settur af á Kúbu frá árinu 2009. Þá voru þáverandi varaforseti og utanríkisráðherra leystir frá störfum og sakaðir um að leka trúnaðarupplýsingum. Þeir sluppu þó við refsivönd dómstóla.
Kúba Erlend sakamál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“