Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar 8. desember 2025 11:01 Skýrslugerð er þjóðaríþrótt í stjórnsýslunni. Fróðlegt væri að fá nákvæmar tölur yfir hillumetra af skýrslum sem skrifaðar eru ár hvert, og enn fróðlegra væri að vita hversu margar þeirra hafa raunverulega leitt til umbóta, og hvort almannafé hafi verið vel varið í skýrsluskrifin. Í áratugi hefur verið lenska hjá hinu opinbera að bregðast við álitamálum með því að skipa starfshóp og skrifa skýrslu. Oft eru margir kallaðir að verki, unnið er vinnuskjal og loks birtist skýrsla sem ætlað er að vera vegvísir að lausn eða framförum. Þetta ferli getur tekið mánuði, jafnvel nokkur ár. Ef að væri gáð, er líklegt að flestar skýrslur endi hjá Gagnaeyðingu, flest eintökin ólesin. Líkt og flestir vita kom í ljós á dögunum að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar hafði hvorki lesið né farið eftir skýrslu sem unnin var um jarðgangakosti á Íslandi, hvað þá tillögum fagfólksins sem forveri hans hafði skipað og skilaði skýrslu að lokinni tveggja ára vinnu, í febrúar 2024. Þegar hún birtist varð þó fljótt ljóst að niðurstaðan var ráðherranum ekki þóknanleg. Fjarðarheiðargöng voru ekki efst á lista. Hann brást við með því að breyta forgangsröðinni, setti Fjarðarheiðargöng efst og gaf faglega álitinu langt nef. Síðan tók ný ríkisstjórn við og annar ráðherra fékk málin á sitt borð. Hann taldi sig óbundinn af ákvörðunum forvera síns og birti nýja samgönguáætlun með Fljótagöngum sem fyrstu framkvæmd, án þess að nokkur ný fagleg skýrsla eða óháð álit virtist liggja til grundvallar. Ráðherrar taka pólitískar ákvarðanir. Það er hlutverk þeirra. En það breytir ekki þeirri staðreynd að tilgangur skýrslunnar var að afstýra pólitískri hentisemi og tryggja faglega forgangsröðun. Þegar niðurstaðan reyndist óþægileg var hún einfaldlega sett til hliðar. Þá hlýtur að vera eðlilegt að spyrja: Er það vönduð stjórnsýsla? Og er vel farið með almannafé þegar tveggja ára faglegt starf er meðhöndlað eins og fimbulfamb? Önnur nýleg skýrsla vekur ekki síður undrun mína: skýrslan um Viðey. Þar er fyrirfram ákveðið að hrófla ekki við neinu: að halda Viðey áfram sem einhvers konar eyðieyju í borgarlandinu, líkt og hún hefur verið áratugum saman. Fjórir borgarfulltrúar og fjórir borgarstarfsmenn komu að skýrslugerðinni, sem tók rúmlega eitt ár; haldnir voru fjórtán fundir, farið í tvær vettvangsferðir og viðtöl tekin við tuttugu einstaklinga. Verkefnið átti að skila framtíðarsýn um aðgengi, vernd, þjónustu og uppbyggingu. Niðurstaðan hefði þó getað fengist yfir einum kaffibolla í Ráðhúsinu: að gera nánast ekkert. Það skortir þó ekkert á fagurgalann, eins og sjá má á þessum setningum:„Því er brýnt að hugsa til framtíðar og greina gildi Viðeyjar og tækifæri fyrir komandi kynslóðir Reykvíkinga. Mikil lífsgæði geta falist í því hlutverki Viðeyjar að vera vin í borgarlandinu…“ Með öðrum orðum: það er skýrsla í farvatninu þar sem gildi Viðeyjar verður greint! Þá bar fyrir augu mín á dögunum enn ein skýrslan: Matarstefna Reykjavíkurborgar. Ég hafði ekki lesið lengi þegar ég ákvað að hætta. Þetta blasti við mér, orðrétt: „Í Reykjavík er matur alltaf mikilvægur enda er matur persónulegur og órjúfanlegur þáttur af daglegu lífi fólks því við verðum að nærast til að lifa.“ Ég spurði í glettni á Facebook hvort þessar staðhæfingar giltu líka um önnur sveitarfélög. Eina svarið frá borginni var að láta skýrsluna hverfa af netinu. Þegar smellt er á hlekk sem áður virkaði kemur nú upp: „Úbbs… Þetta er vandræðalegt.“ Það er erfitt að vera ósammála því. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skýrslugerð er þjóðaríþrótt í stjórnsýslunni. Fróðlegt væri að fá nákvæmar tölur yfir hillumetra af skýrslum sem skrifaðar eru ár hvert, og enn fróðlegra væri að vita hversu margar þeirra hafa raunverulega leitt til umbóta, og hvort almannafé hafi verið vel varið í skýrsluskrifin. Í áratugi hefur verið lenska hjá hinu opinbera að bregðast við álitamálum með því að skipa starfshóp og skrifa skýrslu. Oft eru margir kallaðir að verki, unnið er vinnuskjal og loks birtist skýrsla sem ætlað er að vera vegvísir að lausn eða framförum. Þetta ferli getur tekið mánuði, jafnvel nokkur ár. Ef að væri gáð, er líklegt að flestar skýrslur endi hjá Gagnaeyðingu, flest eintökin ólesin. Líkt og flestir vita kom í ljós á dögunum að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar hafði hvorki lesið né farið eftir skýrslu sem unnin var um jarðgangakosti á Íslandi, hvað þá tillögum fagfólksins sem forveri hans hafði skipað og skilaði skýrslu að lokinni tveggja ára vinnu, í febrúar 2024. Þegar hún birtist varð þó fljótt ljóst að niðurstaðan var ráðherranum ekki þóknanleg. Fjarðarheiðargöng voru ekki efst á lista. Hann brást við með því að breyta forgangsröðinni, setti Fjarðarheiðargöng efst og gaf faglega álitinu langt nef. Síðan tók ný ríkisstjórn við og annar ráðherra fékk málin á sitt borð. Hann taldi sig óbundinn af ákvörðunum forvera síns og birti nýja samgönguáætlun með Fljótagöngum sem fyrstu framkvæmd, án þess að nokkur ný fagleg skýrsla eða óháð álit virtist liggja til grundvallar. Ráðherrar taka pólitískar ákvarðanir. Það er hlutverk þeirra. En það breytir ekki þeirri staðreynd að tilgangur skýrslunnar var að afstýra pólitískri hentisemi og tryggja faglega forgangsröðun. Þegar niðurstaðan reyndist óþægileg var hún einfaldlega sett til hliðar. Þá hlýtur að vera eðlilegt að spyrja: Er það vönduð stjórnsýsla? Og er vel farið með almannafé þegar tveggja ára faglegt starf er meðhöndlað eins og fimbulfamb? Önnur nýleg skýrsla vekur ekki síður undrun mína: skýrslan um Viðey. Þar er fyrirfram ákveðið að hrófla ekki við neinu: að halda Viðey áfram sem einhvers konar eyðieyju í borgarlandinu, líkt og hún hefur verið áratugum saman. Fjórir borgarfulltrúar og fjórir borgarstarfsmenn komu að skýrslugerðinni, sem tók rúmlega eitt ár; haldnir voru fjórtán fundir, farið í tvær vettvangsferðir og viðtöl tekin við tuttugu einstaklinga. Verkefnið átti að skila framtíðarsýn um aðgengi, vernd, þjónustu og uppbyggingu. Niðurstaðan hefði þó getað fengist yfir einum kaffibolla í Ráðhúsinu: að gera nánast ekkert. Það skortir þó ekkert á fagurgalann, eins og sjá má á þessum setningum:„Því er brýnt að hugsa til framtíðar og greina gildi Viðeyjar og tækifæri fyrir komandi kynslóðir Reykvíkinga. Mikil lífsgæði geta falist í því hlutverki Viðeyjar að vera vin í borgarlandinu…“ Með öðrum orðum: það er skýrsla í farvatninu þar sem gildi Viðeyjar verður greint! Þá bar fyrir augu mín á dögunum enn ein skýrslan: Matarstefna Reykjavíkurborgar. Ég hafði ekki lesið lengi þegar ég ákvað að hætta. Þetta blasti við mér, orðrétt: „Í Reykjavík er matur alltaf mikilvægur enda er matur persónulegur og órjúfanlegur þáttur af daglegu lífi fólks því við verðum að nærast til að lifa.“ Ég spurði í glettni á Facebook hvort þessar staðhæfingar giltu líka um önnur sveitarfélög. Eina svarið frá borginni var að láta skýrsluna hverfa af netinu. Þegar smellt er á hlekk sem áður virkaði kemur nú upp: „Úbbs… Þetta er vandræðalegt.“ Það er erfitt að vera ósammála því. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun