Innlent

Brostnar for­sendur, ný könnun og fyrr­verandi nýnasisti

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Í kvöldfréttum verður rætt við skýrsluhöfund og ráherra auk þess sem við heyrum frá heitum umræðum á Alþingi.

Þá sjáum við glænýja könnun Maskínu þar sem fólk var spurt hvern það vill sjá sem næsta borgarstjóra. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og sýnir ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins.

Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Við kynnum okkur málið en hann segir gríðarlegt magn fíkniefna flæða til landsins samhliða þróuninni.

Þá heyrum við í íbúum í Laugardal sem ætla að bregða á það ráð að koma upp eigin umferðarljósi til að tryggja öryggi, hittum mann sem áður skilgreindi sig sem nasista en aðstoðar nú fanga auk þess sem við verðum í beinni með Páli Óskari og Moniku á síðustu jólatónleikum tvíeykisins.

Í Sportpakkanum hittum við landsliðsstelpurnar okkar sem eru á HM í handbolta eftir skemmtiferð í miðbæ Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×