„Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar 5. desember 2025 15:01 Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tré Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar