Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. desember 2025 10:48 Sabrina Carpenter vill ekki að ICE noti tónlist hennar undir myndbönd af útsendurum stofnunarinnar tækla fólk á flótta. Getty Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi. Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna Bandaríkjanna (ICE) birti á þriðjudag myndband á X (Twitter) af útsendurum þess að elta uppi fólk á flótta, tækla og handtaka það. Við myndbandið stóð „Have you ever tried this one?“ eða „Hefurðu einhvern tímann prófað þennan?“ sem er lína úr laginu „Juno“ með Sabrinu Carpenter. Poppstjörnunni var greinilega gert viðvart um að tónlist hennar væri notuð í myndbandinu því Carpenter svaraði færslunni á eigin aðgangi: „Þetta myndband er illt og ógeðslegt. Aldrei nota mig eða mína tónlist í þágu ykkar ómannúðlegu stefnu.“ Have you ever tried this one? Bye-bye 👋😍 pic.twitter.com/MS9OJKjVdX— The White House (@WhiteHouse) December 1, 2025 „Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur“ Talskona Hvíta hússins, Abigail Jackson, sendi fjölmiðlum vestanhafs nokkuð hæðnislega tilkynningu þar sem brugðist var við skrifum Carpenter. „Hér eru stutt og sæt skilaboð fyrir Sabrinu Carpenter: við biðjumst ekki afsökunar á því að brottvísa hættulegum glæpsamlegum ólöglegum morðingjum, nauðgurum og barnaperrum úr landinu okkar. Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur, eða er það tregur?“ Tilkynningin inniheldur tvær hæðnislegar vísanir í tónlist söngkonunnar, annars vegar hefst hún á vísun í plötuna Short n' Sweet og svo eru lokaorðin fengin úr laginu „Manchild“. Carpenter hefur ekki enn brugðist við þessari eitruðu pillu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem tónlistarmenn mótmæla notkun Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans á tónlist þeirra. Kenny Loggins krafðist þess í október að lag hans „Danger Zone“ yrði fjarlægt úr gervigreindarmyndbandi sem Trump birti á Truth Social af sjálfum sér með kórónu í herþotu að varpa kúk yfir mótmælendur. Aðrir tónlistarmenn sem hafa mótmælt notkun Trump á tónlist þeirra eru Pharrell, Adele, Guns N’ Roses, Aerosmith, Neil Young, Rihanna, Ozzy Osbourne, Nickelback, Linkin Park, the Rolling Stones, Village People, Panic! at the Disco, Queen og R.E.M. Tónlist Bandaríkin Donald Trump Landamæri Hollywood Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna Bandaríkjanna (ICE) birti á þriðjudag myndband á X (Twitter) af útsendurum þess að elta uppi fólk á flótta, tækla og handtaka það. Við myndbandið stóð „Have you ever tried this one?“ eða „Hefurðu einhvern tímann prófað þennan?“ sem er lína úr laginu „Juno“ með Sabrinu Carpenter. Poppstjörnunni var greinilega gert viðvart um að tónlist hennar væri notuð í myndbandinu því Carpenter svaraði færslunni á eigin aðgangi: „Þetta myndband er illt og ógeðslegt. Aldrei nota mig eða mína tónlist í þágu ykkar ómannúðlegu stefnu.“ Have you ever tried this one? Bye-bye 👋😍 pic.twitter.com/MS9OJKjVdX— The White House (@WhiteHouse) December 1, 2025 „Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur“ Talskona Hvíta hússins, Abigail Jackson, sendi fjölmiðlum vestanhafs nokkuð hæðnislega tilkynningu þar sem brugðist var við skrifum Carpenter. „Hér eru stutt og sæt skilaboð fyrir Sabrinu Carpenter: við biðjumst ekki afsökunar á því að brottvísa hættulegum glæpsamlegum ólöglegum morðingjum, nauðgurum og barnaperrum úr landinu okkar. Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur, eða er það tregur?“ Tilkynningin inniheldur tvær hæðnislegar vísanir í tónlist söngkonunnar, annars vegar hefst hún á vísun í plötuna Short n' Sweet og svo eru lokaorðin fengin úr laginu „Manchild“. Carpenter hefur ekki enn brugðist við þessari eitruðu pillu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem tónlistarmenn mótmæla notkun Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans á tónlist þeirra. Kenny Loggins krafðist þess í október að lag hans „Danger Zone“ yrði fjarlægt úr gervigreindarmyndbandi sem Trump birti á Truth Social af sjálfum sér með kórónu í herþotu að varpa kúk yfir mótmælendur. Aðrir tónlistarmenn sem hafa mótmælt notkun Trump á tónlist þeirra eru Pharrell, Adele, Guns N’ Roses, Aerosmith, Neil Young, Rihanna, Ozzy Osbourne, Nickelback, Linkin Park, the Rolling Stones, Village People, Panic! at the Disco, Queen og R.E.M.
Tónlist Bandaríkin Donald Trump Landamæri Hollywood Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira