Fótbolti

Logi og fé­lagar náðu ekki að hrista af sér vand­ræðin í Laugar­dalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Tomasson og félagar í Samsunspor misstu frá sér mikilvæg stig í blálokin.
Logi Tomasson og félagar í Samsunspor misstu frá sér mikilvæg stig í blálokin. Getty/Ahmad Mora

Logi Tómasson og félagar hans í Samsunspor töpuðu stigum á heimavelli í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Samsunspor var yfir í 75 mínútur í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 1-1 jafntefli á móti Alanyaspor.

Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir 2-2 jafntefli á móti Breiðabliki á Laugardalsvellinum í síðustu viku.

Í kvöld líkt og þá fékk tyrkneska liðið á sig jöfnunarmark.

Alanyaspor skoraði jöfnunarmark sitt í uppbótartíma leiksins og stuttu síðar var leikmaður Samsunspor rekinn af velli með rautt spjald.

Logi spilaði allan leikinn og fékk gult spjald á 69. mínútu.

Logi átti fínan leik, bjó til tvö færi fyrir liðsfélaga sína og 93 prósent sendinga hans heppnuðust eða 42 af 45. Hann vann líka boltann sjö sinnum.

Liðsfélagi hans Joe Mendes fékk rauða spjaldið. Mark liðsins skoraði Anthony Musaba á 15. mínútu.

Samsunspor er í fimmta sæti eftir þetta jafntefli sem var það þriðja í röð í öllum keppnum. Alanyaspor er í tíunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×