Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 12:28 Michael Jordan situr einbeittur á þjónustusvæðinu í NASCAR-kappakstri í Talladega í Alabama í október í fyrra. Hann er einn eigenda keppnisliðsins 23XI Racing. AP/Butch Dill Dómsmál NASCAR-liðs körfuboltagoðsagnarinnar Michaels Jordan gegn skipuleggjanda kappakstursraðarinnar hefst fyrir alríkisdómstól í dag. Lyktir málsins gætu gerbreytt íþróttinni. Málaferlin hafa grafið upp ýmis vandræðaleg ummæli málsaðila um hver annan og aðdáendur íþróttarinnar á bak við luktar dyr. Jordan er eigandi liðsins 23XI Racing sem keppir í NASCAR, vinsælustu akstursíþrótt í Bandaríkjunum. Hann og fleiri saka NASCAR um einokunartilburði í tengslum við svokallaða stofnskrá sem skipuleggjendur komu á fyrir tæpum áratug. Fyrirkomulagið þýðir að með því að kaupa sig inn í stofnskrá NASCAR fá lið sérleyfi sem tryggir þeim þátttöku í öllum 38 kappökstrum ársins. Í staðinn fá þau hlutdeild í tekjum og áhrif á stjórn mótaraðarinnar. Endurnýja þarf sérleyfin og NASCAR getur afturkallað þau. Harðvítugar deilur hafa geisað á milli liðs Jordan og NASCAR um endurnýjun á stofnskránni. Jordan og félagar kröfðust hagstæðari kjara en þegar NASCAR neitaði að láta undan neituðu þeir og eitt annað lið að skrifa undir. Í kjölfarið stefndu liðin tvö NASCAR á grundvelli samkeppnissjónarmiða. Í millitíðinni hafa 23XI og Front Row Motorsports, hitt liðið sem neitaði að skrifa undir, þurft að vinna sér sæti í hverri keppni í tímatökum. Lið Jordan hefur enn ekki misst af keppni en það segist hafa orðið af milljónum dollara í tekjur vegna þess að það stendur fyrir utan stofnskrána. Gæti gerbreytt íþróttinni Málið gæti haft gríðarlega afleiðingar fyrir NASCAR. Fyrir utan að þurfa að greiða Jordan og félögum beinharða peninga í bætur gæti dómari skikkað France-fjölskylduna sem á og stofnaði hana á sínum tíma til þess að selja hana, leysa upp stofnskrárfyrirkomulagið eða gera sérleyfin varanleg. Þá er mögulegt að NASCAR yrði þvingað til þess að selja kappastursbrautir sem keppt er á en mótaröðin á margar þeirra sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Bubba Wallace, ökumaður 23XI Racing, þeysist út af þjónustusvæðinu í Phoenix í lokakeppni NASCAR í byrjun nóvember.Vísir/Getty Tapi Jordan er hins vegar talið ólíklegt að lið hans haldi áfram eftir næsta ár. Sex sérleyfi sem NASCAR hefur þurft að halda til hliðar gætu þá verið seld hæstbjóðanda. Síðast seldist slíkt leyfi á hátt í sjö milljarða íslenskra króna. Sagðist tapa meira í spilavíti en hann greiddi einum ökumanna sinna Þótt málið sé fyrst nú að koma til beinna kasta dómstóla hefur rekstur þess reynst öllum aðilum þungbært. Hvor aðila á kröfu um gögn frá hinum í tengslum við málsóknina og þau hafa falið í sér ýmislegt vandræðalegt. Þannig voru aðdáendur NASCAR kallaðir ólæsir í samskiptum stjórnenda mótaraðarinnar. Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, kallaði jafnframt einn liðseiganda „heimskan sveitalubba“. Stjórnendur töluðu einnig um að það þyrfti að „hýða“ eigandann. Denny Hamlin, meðeigandi Jordan að 23XI Racing. Hann missti naumlega af því að vera krýndur meistari í lokakappakstrinum í Phoenix fyrr í þessum mánuði. Sérvitringslegar reglur NASCAR komu í veg fyrir að hann tryggði sér auðveldan sigur.AP/RIck Scuteri Forseti 23XI Racing sagði svo í tölvupósti að Jim France, stjórnarformaður NASCAR, þyrfti að „deyja“ svo að liðið gæti samið um hagstæðari kjör á sérleyfinu. Jordan sjálfur grínaðist með það að hann tapaði meira fé í spilavítum en hann greiddi einum ökumanna sinna í laun. Akstursíþróttir Körfubolti Bandaríkin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Jordan er eigandi liðsins 23XI Racing sem keppir í NASCAR, vinsælustu akstursíþrótt í Bandaríkjunum. Hann og fleiri saka NASCAR um einokunartilburði í tengslum við svokallaða stofnskrá sem skipuleggjendur komu á fyrir tæpum áratug. Fyrirkomulagið þýðir að með því að kaupa sig inn í stofnskrá NASCAR fá lið sérleyfi sem tryggir þeim þátttöku í öllum 38 kappökstrum ársins. Í staðinn fá þau hlutdeild í tekjum og áhrif á stjórn mótaraðarinnar. Endurnýja þarf sérleyfin og NASCAR getur afturkallað þau. Harðvítugar deilur hafa geisað á milli liðs Jordan og NASCAR um endurnýjun á stofnskránni. Jordan og félagar kröfðust hagstæðari kjara en þegar NASCAR neitaði að láta undan neituðu þeir og eitt annað lið að skrifa undir. Í kjölfarið stefndu liðin tvö NASCAR á grundvelli samkeppnissjónarmiða. Í millitíðinni hafa 23XI og Front Row Motorsports, hitt liðið sem neitaði að skrifa undir, þurft að vinna sér sæti í hverri keppni í tímatökum. Lið Jordan hefur enn ekki misst af keppni en það segist hafa orðið af milljónum dollara í tekjur vegna þess að það stendur fyrir utan stofnskrána. Gæti gerbreytt íþróttinni Málið gæti haft gríðarlega afleiðingar fyrir NASCAR. Fyrir utan að þurfa að greiða Jordan og félögum beinharða peninga í bætur gæti dómari skikkað France-fjölskylduna sem á og stofnaði hana á sínum tíma til þess að selja hana, leysa upp stofnskrárfyrirkomulagið eða gera sérleyfin varanleg. Þá er mögulegt að NASCAR yrði þvingað til þess að selja kappastursbrautir sem keppt er á en mótaröðin á margar þeirra sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Bubba Wallace, ökumaður 23XI Racing, þeysist út af þjónustusvæðinu í Phoenix í lokakeppni NASCAR í byrjun nóvember.Vísir/Getty Tapi Jordan er hins vegar talið ólíklegt að lið hans haldi áfram eftir næsta ár. Sex sérleyfi sem NASCAR hefur þurft að halda til hliðar gætu þá verið seld hæstbjóðanda. Síðast seldist slíkt leyfi á hátt í sjö milljarða íslenskra króna. Sagðist tapa meira í spilavíti en hann greiddi einum ökumanna sinna Þótt málið sé fyrst nú að koma til beinna kasta dómstóla hefur rekstur þess reynst öllum aðilum þungbært. Hvor aðila á kröfu um gögn frá hinum í tengslum við málsóknina og þau hafa falið í sér ýmislegt vandræðalegt. Þannig voru aðdáendur NASCAR kallaðir ólæsir í samskiptum stjórnenda mótaraðarinnar. Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, kallaði jafnframt einn liðseiganda „heimskan sveitalubba“. Stjórnendur töluðu einnig um að það þyrfti að „hýða“ eigandann. Denny Hamlin, meðeigandi Jordan að 23XI Racing. Hann missti naumlega af því að vera krýndur meistari í lokakappakstrinum í Phoenix fyrr í þessum mánuði. Sérvitringslegar reglur NASCAR komu í veg fyrir að hann tryggði sér auðveldan sigur.AP/RIck Scuteri Forseti 23XI Racing sagði svo í tölvupósti að Jim France, stjórnarformaður NASCAR, þyrfti að „deyja“ svo að liðið gæti samið um hagstæðari kjör á sérleyfinu. Jordan sjálfur grínaðist með það að hann tapaði meira fé í spilavítum en hann greiddi einum ökumanna sinna í laun.
Akstursíþróttir Körfubolti Bandaríkin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira